Orð og tunga - 2020, Page 144
132 Orð og tunga
Þá er að nefna vefinn Óravíddir – orðaforðinn í nýju ljósi en þar er um
að ræða vef sem settur var upp samhliða sýningu í Safnahúsinu við
Hverfisgötu sem var opnuð 7. júní 2019. Sýningin byggir á mynd rænni
fram setningu á gögnum úr Íslensku orðaneti. Í Íslensku orða neti eru
vensl orða skráð þannig að hvert orð er tengt fleiri orðum í gegn um
pör sem finnast í rituðu máli. Fyrir sýninguna voru skyldheiti tekin
fyrir og teiknað upp myndrænt hvernig þau tengjast saman. Með
þessu móti birtast orðin í netum sem minna á stjörnukerfi og á sýn
ing unni gátu gestir fylgst með því þegar flogið var um orða geim inn
og staldrað við eitt og eitt orð af handahófi. Á vef Óravídda má lesa
um sýninguna en einnig er þar hægt að fletta upp tveim orðum og
sjá hvernig þau tengjast í Íslensku orðaneti í gegnum para sam bönd.
Vefurinn er á oraviddir.arnastofnun.is.
Lokaorð
Notkun á vefum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
hefur aukist mikið síðustu ár. Fjöldi heimsókna á fjóra vinsælustu
vefina, BÍN, málið.is, Íslensk nútímamálsorðabók og ISLEX, ríflega tvö
faldaðist frá apríl 2018 til apríl 2020. Í upphafi tímabilsins voru heim
sóknirnar á þessa fjóra vefi um 154.000 á mánuði, en í lok þess um
323.000.
Árnastofnun rekur nú um þrjátíu vefi sem tengjast öllum rann
sóknarsviðum stofnunarinnar. Undanfarin tvö ár hefur verið unnið
að því að samræma yfirbragð og útlit vefanna, bæta aðgengi að gögn
um og auðvelda notkun í mismunandi tækjum. Nýir vefir hafa bæst
við, þrír sem tengjast málheildaverkefnum, nýyrðavefur, lykil orða
vefur og sýningarvefurinn Óravíddir. Aðrir vefir hafa verið end ur
skoðaðir og sumir smíðaðir aftur alveg frá grunni. Uppfærslur og
endurbætur halda áfram, með það að leiðarljósi að auðvelda notk un
og bæta þjónustu, og áfram munu fleiri vefir bætast við í tengsl um
við rannsóknarverkefni og önnur verkefni sem starfsmenn stofn un
ar innar sinna.
Heimildir
Halldóra Jónsdóttir og Þórdís Úlfarsdóttir. 2016. Hvem bruger ISLEX og
hvordan? LexicoNordica 23:89–104.
Halldóra Jónsdóttir og Þórdís Úlfarsdóttir. 2019. Íslensk nútímamálsorðabók.
Kjarni tungumálsins. Orð og Tunga 21:1–26. https://doi.org/10.33112/
ordogtunga.21.2.
tunga_22.indb 132 22.06.2020 14:03:54