Orð og tunga - 2020, Page 149
Orð og tunga 22 (2020), 137–141, https://doi.org/10.33112/ordogtunga.22.12
Ritfregnir
Orðabókafræði
Nordiske Studier i Leksikografi 14. Rapport fra den 14. Konference om
Leksikografi i Norden. Reykjavík 30. maj–2. juni 2017. Ritstjórar:
Ásta Svavarsdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Helga Hilmisdóttir og Þór
dís Úlfarsdóttir. Reykjavík: Nordisk forening for leksikografi og
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. 2018. (276 bls.)
ISBN 9789979654483. Netútgáfa: https://tidsskrift.dk/index.php/
nsil/index.
Bókin er ráðstefnurit frá fjórtándu norrænu orðabókarráðstefnunni
sem haldin var í Reykjavík um mánaðamótin maí og júní 2017. Þar
eru birtar 29 greinar sem byggðar eru á fyrirlestrum sem haldnir
voru á ráðstefnunni. Boðsfyrirlesarar ráðstefnunnar eiga fyrstu þrjár
greinar ritsins: Jón Hilmar Jónsson, prófessor emirítus frá Stofn
un Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (Íslenskt orðanet: Tekst
basert kartlegging og presentasjon av leksikalske relasjoner), Bolette
Sandfjord Pedersen frá Kaup mannahafnarháskóla (Semantisk proces
sering og leksikografi) og Matthew Whelpton frá Háskóla Íslands (The
Variability of Semantic Categories: An Experiment in Extensional Se
mantics). Aðrar greinar ritsins birta yfirlit yfir þau verkefni sem verið
er að vinna á Norðurlöndunum á sviði orðabókafræða. Níu greinar
fjalla um íslenskt orðabókarstarf. Rósa Elín Davíðsdóttir fjallar um
ís lenskfrönsku veforðabókina LEXIA; Anna Helga Hannesdóttir og
Benja min Lyngfelt skrifa um hvernig tví mála orðabækur nýtast í rann
sókn um á mynsturmálfræði (e. construction grammar); Helga Hilm is
dótt ir og Marja kaisa Matthíasson skoða orð sem tengjast nátt úru fyrir
brigð um í finnska hluta ISLEX; Ellert Þór Jóhannsson og Simon etta
Battista fjalla um notkun mið alda texta sem heimild um mál notk un;
Ellert Þór Jóhannesson, Simonetta Battista, Þorbjörg Helga dótt ir og
Aldís Sigurðardóttir segja frá vinnslu lýsingarorða í raf rænni út
gáfu forn máls orða bók ar inn ar í Kaupmannahöfn (ONP); Jóhannes
tunga_22.indb 137 22.06.2020 14:03:54