Orð og tunga - 2020, Qupperneq 151
Ritfregnir 139
flokka. Í fyrsta hlutanum birtast greinar sem fjalla um málvistarfræði
og kenningar. Í þessum hluta birtist áhugi Kristjáns á félagslegum
þátt um tungunnar með skýrum hætti, t.d. hugmyndir um íslensku
sem þjóðtungu og stöðu hennar á tímum alþjóðavæðingar. Annar
hluti sýnir úrval greina sem Kristján skrifaði í starfi sínu fyrir Ís
lenska málnefnd, m.a. erindi sem hann hélt á fundum með norrænum
mál nefndum eða á málræktarþingum hérlendis. Í þriðja og síðasta
hluta fjallar Kristján svo um hljóðþróun og málsögu bæði í íslensku
og færeysku. Bókin inniheldur samtals 21 grein sem koma úr ýms
um áttum og eru ritaðir á íslensku, dönsku og ensku. Fyrir utan
innganginn hafa allar greinarnar komið út. Þetta er þó í fyrsta sinn
sem greinar Kristjáns birtast í safnriti sem gefa heildarmynd af fram
lagi hans til íslenskra fræða.
Sigurtunga. Vesturíslenskt mál og menning. Ritstjórar: Birna Arnbjörns
dóttir, Höskuldur Þráinsson og Úlfar Bragason. Reykjavík: Há skóla
útgáfan. 2018. (417 bls.) ISBN 989935231918.
Bókin er afrakstur rannsóknarverkefnisins Mál, málbreytingar og
menn ing arleg sjálfsmynd sem styrkt var af Rannís á árunum 2013–2015.
Til gang ur verkefnisins var að kanna stöðu íslensks máls í Vestur
heimi. Farnar voru þrjár vettvangsferðir um Íslendingabyggðir í
Mani toba, Al berta, Bresku Kólumbíu, Washington, Norður Dakóta
og Saskatchewan, þar sem tekin voru viðtöl við fólk sem enn talar ís
lensku. Í tengslum við verkefnið skipulagði Háskóli Íslands námskeið
á fram halds stigi vorið 2015 sem lauk með málstofu um tungumál,
bók mennt ir, sjálfsmynd og sögu Vesturfaranna og afkomenda þeirra.
Erind in sem haldin voru í tengslum við námskeiðið og málstofuna
mynda meginuppistöðu Sigurtungu. Umfjöllunin um íslenskt mál í
Vestur heimi hefst á samantekt Birnu Arnbjörnsdóttur og Höskuldar
Þráins sonar á fyrri rannsóknum. Í þessari samantekt er fjallað um
rann sóknir á nöfnum og nafnavenjum, orðaforða, beygingum, fram
burði, setningagerð og merkingu. Sjö greinar til viðbótar fjalla um
ís lenska tungu. Ásta Svavarsdóttir ritar grein um málaðstæður á
Ís landi á tímum Vesturferðanna og ber saman málsamfélagið á Ís
landi og í Ameríku; Daisey Neijmann segir frá viðtölum sem hún
tók við afkomendur Vesturfaranna um gildi íslenskrar tungu í aug
um þeirra sem tala litla eða enga íslensku; Sigríður Magnúsdóttir, Iris
Edda Nowenstein og Höskuldur Þráinsson skoða skilning Vestur
Íslend inga á flóknum setningargerðum og bera saman við skilning
ann arra hópa; Kristín M. Jóhannsdóttir fjallar um framvinduhorf í
tunga_22.indb 139 22.06.2020 14:03:54