Orð og tunga - 2020, Page 152
140 Orð og tunga
vestur íslensku eins og í setningunni „hundurinn er líka að sofa“; Sig
ríður Mjöll Björnsdóttir rýnir í málbreytingar í sendibréfum vestur
íslenskrar konu. Bréfin ritaði hún á sjötíu og tveggja ára tímabili eða
frá 1908 til 1980; Jóhannes Gísli Jónsson skrifar um andlagsstökk í
vesturíslensku; loks segja Þórhalla Guðmundsdóttir Beck og Matthew
Whelpton frá rannsókn sem þau gerðu á litaheitum í vesturíslensku.
Fremst í bókinni er kveðja frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni,
og aftast er ítarleg atriðisorðaskrá sem er mjög til hægðarauka fyrir
áhugasama lesendur.
Gunnlaugur Ingólfsson (bjó til prentunar). Fjölnisstafsetningin. Hlið ar
spor í sögu íslenskrar stafsetningar. Reykjavík: Stofnun Árna Magn ús
sonar í íslenskum fræðum. 2017. (130 bls.) ISBN 9789979654377.
Í bókinni eru samankomnar nokkrar ritgerðir um nýjungar í íslenskri
stafsetningu sem boðaðar voru í tímaritinu Fjölni á fyrri hluta 19.
aldar. Samkvæmt tillögum þessum átti að færa stafsetninguna nær
framburði og fækka bókstöfum. Til dæmis lögðu Fjölnismenn til
að stafir eins og æ, á og ó skyldu hverfa úr ritmáli og að það sama
mætti gilda fyrir yfsilon (y, ý og ey). Tillögurnar mættu þó harðri
andstöðu, meðal annars í tímaritinu Sunnanpósturinn sem taldi að
framburðarreglan myndi skapa glundroða. Í bókinni eru birtar bæði
greinarnar úr Fjölni og andsvör annarra við þeim, meðal annars grein
Sunnanpóstsins og tvær áður óbirtar greinar eftir Sveinbjörn Egilsson.
Gunnlaugur Ingólfsson, sem sá um útgáfuna, ritar inngang þar sem
hann rýnir í tillögur Fjölnismanna og þau atriði sem helst sættu
gagnrýni. Í bókinni er stuttur útdráttur á ensku og atriðisorðaskrá.
Ari Páll Kristinsson. Málheimar. Sitthvað um málstefnu og málnotkun.
Reykjavík: Háskólaútgáfan. 2017. (240 bls.) ISBN 9789935231505.
Í bókinni fjallar Ari Páll Kristinsson, rannsóknarprófessor við Stofnun
Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, um málræktarfræði á Íslandi
og í alþjóðlegu samhengi. Eins og höfundur bendir á í inngangi bók
ar inn ar er tilgangur skrifanna ekki að miðla málfarslegum leiðbein
ingum heldur er ætlunin að útskýra þær forsendur sem liggja að baki
þegar lagt er mat á málfar. Kverið er ritað á aðgengilegu máli og er
ekki síst ætluð hinum almenna lesanda sem vill fræðast um tungumál
og samfélag. Textanum er skipt í átta meginkafla: í „Mál meðal mála“
fjallar Ari Páll um stöðu ólíkra tungumála í nútímanum og segir
frá deilum og átökum sem orðið hafa vegna þessa víða um heim; í
„Mál og regla“ rekur hann ólíkar hugmyndir um tungumálið sem
tunga_22.indb 140 22.06.2020 14:03:54