Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1983, Side 5

Íþróttablaðið - 01.02.1983, Side 5
I blaðinu íþróttamenn ársins fþróttablaðið er aó þessu sinni að veru- legum hluta helgað vali Jþróttamanns ársins 1982“ í þeim íþróttagreinum sem iðkaðar eru innan vébanda íþróttasam- bands íslands. Val íþróttafólksins var kunngert í kvöldverðarboði aó Hótel Loft- leiðum 16. desember s.l. og tók það þar við verðlaunum sem íþróttablaðið gaf, en umboðsaðili Adidasá fslandi, Heildverslun Björgvin Schram, sýndi þann velvilja og rausn að bjóða kvöldverðinn. Eru fyrir- tækinu hér með færðar þakkir fyrir rausn sína. íþróttafólkið sem varð fyrir valinu var vel að þeim sóma komið sem því var sýndur. Öll höfðu þau skarað fram úr á árinu, og verið verðugir fulltrúar íslenskrar æsku sem leggur stund á íþróttir. Mörg þeirra höfðu keppt erlendis á árinu fyrir fslands hönd og staðið sig þar með miklum ágæt- um — orðið landi og þjóð til sóma. Birteru viðtöl við íþróttafólkið í blaðinu, og í þeim kemur fram þverskurður hins mikla íþróttastarfs og íþróttaáhuga sem ríkjandi er, jafnframt því sem lesendum blaðsins gefst tækifæri til þess að kynnast þessu afreksfólki. Verðlaunaveiting íþróttablaðsins fór nú fram í tíunda sinn og af því tilefni var litið örlítið yfir farinn veg og í blaðinu er brugðið upp nokkrum svipmyndum frá fyrri tíð. Skíðaaðstaða á ísafriði Segja má að hávertíðin sé nú á næsta leyti hjá skíðafólki á fslandi. Af því tilefni var rabbað við Björn Helgason íþróttafull- trúa á ísafirði og kannaðir þeir möguleikar sem ísafjörður býður skíðafólki upp á. Þar er aðstaða nú orðin mjög góð og í kjölfarið hefur fylgt almennur skíðaáhugi og aukin ferðalög skíðafólki alls staðar að af land- inu til ísafjarðar. Er orðið tiltölulega af- gengt að hópar komi þangað í heimsókn og dvelji í nokkra daga við skíðaiðkanir.

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.