Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1983, Page 9

Íþróttablaðið - 01.02.1983, Page 9
r A heimavelli Bodan næsti landsliös þjálfari? Það mun væntanlega ráðast af árangrí íslenska handknatt- leikslandsliðsins í B-keppninni í Hollandi hvort Hilmar Björnsson heldur áfram sem landsliðsþjálfarí eða ekki. Nái landsliðið góðum árangri er líklegt að stjóm HSÍ muni léggja hart að Hilmari að halda áfram með liðið, en verði árangur slakur er báist við því að Hilmar hafi lítinn áhuga á að halda áfram. Menn hafa verið að bollaleggja um hver muni þá taka við liðinu og virðist fremur fátt um fína drætti. Helst er Víkingsþjálf- arínn Bodan tilnefndur, en samningstími hans við Víkinga rennur út í vor og þykir ólík- legt að hann verði endumýj- aður og ekki mun sérlega freistandi fyrír Bodan að halda til heimalands síns eins og ástandið er þar. Bodan hefur gert Víkingsliðið að stórveldi og mundi örugglega gera góða hluti fyrír landsliðið ef hann tæki það að sér. ... eða þá Gunnar Einarsson? Annar nugsamegur ianus- liðsþjálfarí er Gunnar Einars- son sem nú þjálfar lið Stjöm- unnar í Garðabæ. Þegar Gunnar tók við Stjömunni var liðið í 3. deild en það komst beinustu leið upp í 1. deild og hefur komið þar heldur betur á óvart í vetur. Gunnar hefur mikla reynslu sem handknatt- leiksmaður og árangur hans með Stjömuna sannar einnig ótvírætt hæfileika hans sem þjálfara. Rangt farið með nafn Okkur urðu á þau mistök í síðasta tþróttablaði að fara rangt með nafn hins nýráðna íþróttafréttamanns Morgun- blaðsins. Hann heitir Skapti Hallgrímsson og skrifar greinar sínar undir stöfunum SH. Biðst íþróttablaðið vei- virðingar á mistökunum. Andrés gerir það gott Andrés Kristjánsson sem áður lék með Hafnarfjarðar- liðunum FH og Haukum hefur gert það sérlega gott með sænska liðinu GUIF í vetur. Ef marka má umsagnir sænskra dagblaða þá er Andrés nú tal- inn i hópi snjöllustu línu- mannanna í sænskum hand- knattleik, harðskeyttur og laginn auk þess sem honum er hrósað sem duglegum og ósér- hlífnum vamarmanni. 9

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.