Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1983, Side 24

Íþróttablaðið - 01.02.1983, Side 24
hefur einn júdómaður hlotið tit- ilinn oftar en einu sinni síðan farið var að veita hann, Viðar Guðjohnsen er varð júdómaður ársins 1975 og 1976. Knattspyrnumaður ársins Það er eins með knattspyrnuna og handknattleikinn. Enginn hefur hlotið titilinn oftar en einu sinni og sá er hlaut hann nú, Þorsteinn Bjarnason, hefur verið undir leiðsögn þess er hlaut titil- inn í fyrsta sinn sem hann var veittur, Guðna Kjartanssonar. Þorsteinn átti glæsilegt keppnis- tímabil sl. sumar— ekki síst með íslenska landsliðinu og munu margir minnast frammistöðu hans t.d. í leik íslenska liðsins við Spánverja í Evrópuíkeppninni, þar sem hann var sannarlega betri en enginn. Körfuknattleiksmaður ársins Þau tímamót urðu í veitingu verðlauna fyrir körfuknattleik að kona hlaut nú í fyrsta sinn sæmdarheitið körfuknattleiks- maður ársins. Var sú Linda Oddur Sigurðsson var kjörinn ,,frjálsíþróttamaður ársins 1981“ og var þetta íannað sinn sem hann hlaut titilinn. Þessi mynd er fráárinu 1979 er Pétur Eiríksson aðstoðarframkvæmdastjóri Frjáls framtaks var að af- henda Oddi verðlaunin. Siglingamaður ársins Það var árið 1974 sem sigl- ingamaður ársins var tilnefnd- ur í fyrsta sinn, en árin 1975 og 1977 féll tilnefningin niður. Frá árinu 1978 hafa siglinga- menn alltaf verið með, enda er mikil gróska í siglingaíþróttinni Yngsti verðlaunahafinn 1982, Kristín Gísladóttir fimleikakona tekur við verðlaunum sínum úr hendi Magnúsar Hreggviðssonar. Jónsdóttir úr KR, sem verið hef- ur einn af máttarstólpum sigur- sæls KR-liðs. Var val hennar skemmtileg viðurkenning fyrir kvennakörfuknattleikinn, sem óneitanlega hefur verið nokkuð í skugganum. í sambandi við verðlaunaveitingu til körfuknatt- leiksmanna má geta þess að á ár- unum 1973 til 1977 hlaut Krist- inn Jörundsson úr ÍR titilinn annað hvert ár, eða þrisvar alls. Lyftingamaður ársins Jón Páll Sigmarsson úr KR hlaut nú titilinn lyftingamaður ársins annað árið í röð enda setti hann á árinu 1982 m.a. Evrópu- met í íþrótt sinni og bætti fjölda íslandsmeta í sarpinn. Kraftlyft- ingamenn hafa annars verið stórtækir á sæmdarheitið undan- farin ár, þar sem enginn lyft- ingamaður í Ólympíulyftingum hefur komið við sögu síðan 1977 að Gústaf Agnarsson var valinn. Auk Jóns Páls hafa Gústaf og Skúli Óskarsson tvívegis verið valdir lyftingamaður ársins. 24

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.