Íþróttablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 35
Pétur Yngvason
um gæti lyft glímunni
Eyþór Pétursson. Við æfum í
félagsheimilinu að Skjól-
brekku og vonandi tekst okk-
ur að ná upp 4—6 stráka hópi
með okkur.
Það er hins vegar ekkert
launungarmál, að þegar mað-
ur hefur tekið þátt í glímu-
mótum í 12—15 ár er letin
farin að gera vart við sig.
Kannski er það ekki síst af því,
hve allt í kringum þetta er
dauflegt. Fyrirkomulag
glímumóta hefur jafnvel
versnað. Á ég þar við út-
sláttarfyrirkomulagið, þegar
menn fá kannski að spreyta
sig í tveimur glímum á móti og
búið. Þetta var betra fyrir 6—7
árum, þó það hafi þá verið
tekið að dofna frá því sem áð-
ur var.
Glímumaður ársins
1973: Sigurður Jónss., LIMF Víkv.
1974: Hjálmur Sigurðss., UMF Vík
1975: Pétur Yngvason, HSÞ
1976: Ingi Þ. Yngvason, HSÞ
1977: Guðmundur F. Halldórss., Á
1978: Eyþór Pétursson, HSÞ
1979: Ólafur H. Ólafsson, KR
1980: Pétur Yngvason, HSÞ
1981: Ingi Þ. Yngvason, HSÞ
1982: Pétur Yngvason, HSÞ
— Hvað er til úrbóta, Pétur?
— Ég held að sjónvarpið
gæti mjög hjálpað til að
endurvekja áhugann, bæði
með upptökum og mótum í
sjónvarpssal. Þetta var gert
um tíma en lagðist af með
hægð. Menn misstu áhugann
þegar oft og mikið var tekið
upp, en lítið og stundum ekk-
ert sýnt af þeim upptökum. Þá
er til lítils barist.
Þá var Glímusambandið
einnig að láta gera kennslu-
kvikmynd, en það misfórst á
einhvern hátt. Kennsla í skól-
Pétur um þaö bil að leggja andstæðing sinn á fallegu bragði.
um gæti einnig endurvakið
þessa þjóðaríþrótt og Glímu-
sambandið er með hugmyndir
í þá átt, sem vonandi komast í
framkvæmd.
Pétur Yngvason stendur nú
á þrítugu og á 14 keppnisár að
baki. Hann hyggur á þátttöku
í þeim þremur aðalmótum
sem glímumenn eiga kost á,
landsflokkaglímunni, íslands-
glímunni og bikarglímunni.
Honum finnst miður að mótin
séu ekki fleiri og allt rismeira á
bak við glímuíþróttina.
— Glíman er ekki verri
íþrótt en ýmsar aðrar sem dá-
vel eru stundaðar. Og það
væri leitt og dapurlegt til þess
að hugsa, ef glíman legðist al-
veg af, sagði „glímumaður
ársins 1982“.
Það eru orð að sönnu.
—A.St.
35