Íþróttablaðið - 01.02.1983, Page 52
„Skíðamaður ársins 1982”
Einar Ólafsson — ungur og bráðefnilegur skíðakappi frá ísafirði sem náði mjög góðum árangri ígöngu á
síðasta heimsmeistaramóti.
Valdi skíðin fram yfir
knattspyrnu og júdó
Tvítugur ísfirðingur, Einar
Ólafsson, hlaut titilinn
„Skiðamaður ársins 1982“.
Hann hefur verið með skíði á
fótunum þegar færi hefur gef-
ist svo lengi sem hann man
eftir sér, eins og fleiri ísfirð-
ingar og fleiri Vestfirðingar og
Norðanmenn. 1978 hóf hann
gönguiðkun og hefur síðan
gert skíðagönguna að sérgrein
sinni.
— Það er mjög ánægjulegt
að fá svona viðurkenningu. Ég
játa að ég átti hálft í hvoru von
á henni, því frekar fáir skíða-
menn náðu að standa sig ytra
á árinu 1982.
— Hvemig var árið 1982
hjá þér?
— Ég fór utan í janúar til
undirbúnings þátttöku í
HM-keppninni. Ég keppti þar
á ýmsum innanfélagsmótum í
skíðagöngu og gekk vel, vann
sigra á nokkrum mótum.
Síðan tók ég þátt í 15 km
skíðagöngu á HM í Noregi. Ég
varð þar í 53. sæti og var um
þrjár og hálfa mínútu á eftir
heimsmeistaranum. Hregg-
viður Jónsson form. Skíða-
sambandsins reiknaði það út
með einhverri prósentureikn-
ingsaðferð, að þessi árangur
minn væri besti árangur sem
íslenskur skíðamaður hefði
náð í HM keppni.
Eftir HM keppnina var ég
svo gersamlega útkeyrður að
ég sá þann kost vænstan að
halda heim án frekari þátt-
töku í kappmótum ytra. Næst
tók ég þátt í punktamóti í
Siglufirði í flokki fullorðinna
og var enn svo eftir mig, að ég
varð þar að hætta keppni. Ég
vann hins vegar öll punktamót
í 17—19 ára flokki, nema eitt í
Ólafsfirði. Það var góður
endir í keppni í þeim flokki. í
fyrra varð ég tvítugur og flyst
nú í flokk fullorðinna.
Einar varð íslandsmeistari í
10 km og 15 km göngu 17—19
ára og þriðja íslandsmeistara-
titilinn hlaut hann fyrir sam-
anlagðan árangur á þessum
vegalengdum. Þetta vann
hann með nokkrum yfirburð-
52