Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1983, Side 58

Íþróttablaðið - 01.02.1983, Side 58
Jón Páll Sigmarsson stöðulyftunni byrjaði ég ekki fyrr en allir hinir voru hættir. Ég lyfti 340 kg til að tryggja sigurinn og tók það létt. Síðan reyndi ég við og lyfti 362,5 kg sem er Norðurlandamet. í samanlögðum lyftingum Vík- ingamótsins vann ég því með 952.5 kg samanlagt, en næsti maður varð Finninn Nevenpáá með 915 kg. Svíinn Widholm lyfti 835 kg. Seinni hluti Víkingakeppn- innar fólst í réttstöðulyftu með annarri hendi. Ég byrjaði á 210 kg og tryggði með því sig- urinn. Bent var á að mótsmet og heimsmet frá Víkinga- keppni árið áður væri 230 kg. Ég lét því setja 230.5 kg á stöngina og lyfti því. Næsti maður í þessari annarar handar keppni lyfti 190 kg. Næsta grein var beggja handa „curl“, sem er lyfta með upphandleggsvöðvum. Um hanaerustrangarreglurog verða menn að standa þétt við planka. Ég varð 3. með 75 kg. Sigurvegari varð Ricky Bruch, frægur kringlukastari, með 85 kg- Næst kom reiptog í sérstöku apparati. Ég dró 142.5 kg sem var mótsmet og sigraði. Næst- ur varð Bruch með 130 kg. Þegar hér var komið hafði ég samanlagt lyft 1380 kg og hafði forystu í keppninni. Næstur var Nevanpáá með 1205 kg. Það var byrjað að kalla mig „herra Víking“. En Víkingalyftan var eftir. Hún felst í því að fara undir pall og lyfta með bakinu með stuðn- ingi af höndum. Ég lyfti 900 kg en Leif Widholm 1170 kg. Þar með skaust hann upp fyrir mig og hlaut titilinn „sterkasti maður Norðurlanda“. Hann vann mótið með 2365 kg en ég varð 2. með 2280 kg. Nú er þess að geta, sagði Jón Páll, að Widholm býr ná- lægt keppnisstað og hefur einn allra lyftingamanna haft aðstöðu til að æfa þessa ein- kennilegu víkingalyftu. Hann tekur þetta með sérstökum rykk sem hann hefur þjálfað upp. Lyfta þarf 4 hornum pallsins. Ég var með þunga pallsins á bakinu í hálfa mín- útu, þrjú hom pallsins á lofti en fjórða homið blakti við jörðu. Sérstakur rafbúnaður sýnir með ljósum þegar horn pallsins lyftast. — Ég var svo stífur eftir þetta mót í fótum, að ég gat ekki æft. Tveimur dögum fyrir íslandsmótið plataði Her- mann Gunnarsson mig til að koma fram á kosningahátíð og lyfta með annarri hendi. Þar lyfti ég 250 kg, sem mun heimsmet. — Ég vann titlana í mínum ,,Þetta er ekkert mál" 58

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.