Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1983, Page 69

Íþróttablaðið - 01.02.1983, Page 69
Oddur Sigurðsson riðla í keppninni. í Kalott- Keppninni þetta sama ár var Oddur atkvæðamikill sem fyrr, sigraði í 100, 200 og 400 metra hlaupi og var í íslensku sveitinni sem sigraði í 4X 100 metra boðhlaupi. Árið 1981 var einnig gott ár hjá Oddi Sigurðssyni. Senni- lega hefur hann hvorki fyrr né síðar staðið sig eins vel og í Evrópubikarkeppni landsliða sem fram fór á miðju sumri í Luxemburg.Þar voru mót- herjar íslendinga Danir, Lux- emburgarar, Tyrkir og írar og vann Oddur það frækilega af- rek að sigra í þremur greinum, 100 metra hlaupi, 200 metra hlaupi og í 400 metra hlaupi. Sýndi hann það rækilega og sannaði að hann var kominn í fremstu röð spretthlaupara. Haustið 1981 hélt Oddur til Bandaríkjanna til náms og æfinga eins og margir aðrir ís- Frjálsíþróttamaður ársins 1973: Eriendur Valdimarsson, ÍR 1974: Eriendur Valdimarsson, fR 1975: Hreinn Halldórsson, KR 1976: Hreinn Halldórsson, KR 1977: Hreinn Halldórsson, KR 1978: Óskar Jakobsson, ÍR 1979: Oddur Sigurðsson, KA 1980: Óskar Jakobsson, ÍR 1981: Sigurður T. Sigurðsson, KR 1982: Oddur Sigurðsson, KR lenskir frjálsíþróttamenn. Þar var ekki slegið slöku við og í upphafi keppnistímabilsins var Oddur í mjög góðu formi og vann góð afrek. Hann var valinn til keppni á Evrópu- meistaramótinu sem fram fór síðsumars í Aþenu og þar bætti hann íslandsmetið í 400 metra hlaupi og komst í milli- riðla. Náði Oddur bestum ár- angri íslendinga í mótinu. í Bandaríkjunum gefst Oddi góð æfingaaðstaða og verður gaman að fylgjast með honum á næsta keppnistíma- bili. Vafalaust stefnir hann að því að verða á toppnum á Ólympíuleikunum sem haldnir verða í Bandaríkjun- um á næsta ári 1984, og ef svo heldur sem horfir er ómögu- legt að segja hvað Oddur geri þar. Hann er nýlega farinn að reyna fyrir sér í lengri hlaup- um, hljóp 800 metra hlaup á ágætum tíma s.l. sumar og vel má vera að það verði keppn- isgrein Odds á Ólympíuleik- unum. Víst er að þar myndu eiginleikar hans sem hlaupara njóta sín vel — sprettharka og ekki síður kjarkur og keppnis- harka, en þessir kostir hafa frá upphafi einkennt „frjáls- íþróttamann ársins 1982“, Odd Sigurðsson. Oddur sprettir úr spori íkeppni a Laugardalsvellinum. Lengst til vinstri er hinn bráðefnilegi Egill Eiðsson. 69

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.