Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1983, Page 73

Íþróttablaðið - 01.02.1983, Page 73
Við skíðaskáiann Skíðaheima. Þar er oft margt um manninn. SKÍÐA AÐST AÐAN ER MJÖG GÖÐ Á ÍSAFIRÐI ísfirðingar hafa löngum átt frábæra skíðamenn bæði í norrrænum greinum og í Alpagreinum. Ástæðurnar fyrir þessu eru vafalaust margar en ein af hinum veigamestu er þó sú að á ísafirði er löngum nægur snjór og nú á síðari árum er þar komin hin ágætasta skíðaaðstaða. Njóta ekki aðeins ísfirðingar góðs af þessari aðstöðu heldur hafa skíðamenn og áhugahópar víðs vegar að af landinu sótt til ísafjarðar á undanföm- um árum og raunar alltaf í vaxandi mæli. Má segja að ísafjörður sé nú orðinn ein af þremur „skíðaparadís- um“ íslendinga — með Hlíðarfjalli á Akureyri skíðalöndunum í nágrenni Reykjavíkur. Aðalskíðasvæði ísfirðinga er í Seljalandsdal og þeir sem þar hafa verið í sól og góðu veðri geta víst örugglega verið sammála um að „paradísamafnið" er rétt- nefni. Seljalandsdalur er einstak- lega vel gerður af náttúrunnar hendi fyrir útivist og skíðaiðkun. Þar er að finna brekkur við allra hæfi, bæði fyrir þá sem eru byrj- endur í skíðaíþróttinni og eins fyrir þá sem lengra eru komnir í listinni. Þá eru gönguslóðir mjög fjölbreyttar og sagði Bjöm Helgason íþróttafulltrúi á ísafirði er íþróttablaðið ræddi við hann, að hann gæti leyft sér að fullyrða að gönguslóðir væru ekki betri á öðrum skíðastöðum. — Göngulandið er það fjöl- breytt, að hægt er að hafa þrjár mismunandi göngubrautir til- búnar á mismunandi stöðum og er braut fyrir byrjendur á neðsta svæðinu, um þriggja kílómetra hringur, léttur og þægilegur. Á miðsvæðinu er um 5 kílómetra hringur á Harðarskálahjalla og á efsta svæðinu er 8 kílómetra braut, sem liggur á Skarðsengi og fram brúnir, sagði Bjöm. Lyftumál eru í góðu lagi hjá þeim ísfirðingum. Um er að ræða tvær lyftur, neðri lyftan sem er nokkuð löng, a.m.k. á íslenskan 73

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.