Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1983, Side 76

Íþróttablaðið - 01.02.1983, Side 76
A útivelli Botafogo gengur á eigur sínar Eitt frægasta knattspymulið í Brasilíu, Botafogo á nú í gíf- urlegum fjárhagsvandræðum. Hafa forystumenn félagsins gripið til þess ráðs að selja ýmsar eigur félagsins, en með- an best gekk hjá félaginu safnaði það fasteignum f grennd við Rio de Janeiro. Er þegar búið að selja eignir fyrir um 60 milljónir króna, en kunnugir segja að það nægi hvergi til að rétta við fjárhag félagsins. Níu leikmenn Braunschweig fengu matareitrun Það kemur afar sjaldan fyrir að leikjum er frestað í vest- ur-þýsku knattspymunni. Þó fékk Eintracht Braunschweig undanþágu og frestun er liðið átti að leika við FC Köln. Ástæðan var sú að 9 leikmenn liðsins höfðu veikst er liðið var á æfingaferð á Spáni. Fengu þeir slæma matareitrun með viðeigandi verkjum og hita. Keegan trekkir Góðgerðarskjöldurinn heimilisfastur í Liverpool? Sem kunnugt er hefst enska knattspyman ár hvert með keppni um góðgerðarskjöld- inn, og eigast þar við bikar- meistarar og meistarar fyrra keppnistímabils. Vora það því Liverpool og Tottenham sem léku um skjöldinn í haust og sigraði Liverpool með einu marki gegn engu. Þetta var í sjötta sinn síðan Bob Paisley varð framkvæmdastjóri félags- ins árið 1974 að Liverpool lék um skjöldinn og i fimmta skiptið sem félagið hafði hann heim með sér. Það var aðeins árið 1974 að Liverpool varð að gera sér það að góðu að geyma skjöldinn aðeins helming tímabilsins, þar sem liðið gerði þá jafntefli við Leeds, 1-1, í góðgerðarleiknum. Kevin Keegan varð fyrstur enskra leikmanna til þess að gera samning um 3.000 punda lágmarkslaun á viku, er hann undirritaði samning sinn við Newcastle í haust. Að auki varð Newcastle að greiða Southampton um 100.000 pund fyrir kappann. Virðist sem fjárfestingin hafi borgað sig vel fyrir Newcastle, þar sem áhorfendum hefur fjölgað verulega síðan Keegan gekk til liðs við félagið. 76

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.