Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1983, Page 77

Íþróttablaðið - 01.02.1983, Page 77
Á útivelli N’KONO FÉKK SAMNING HJÁ ESPANOL BARCELONA Andviðri fer í bónusgreiðslur Bobby Gould framkvæmda- stjóri Bristol Rovers seldi einn besta leikmann félagsins, Garry Mabbutt til Tottenham Hotspur í haust fyrir 150.000 pund. Eftir söluna hét hann leikmönnum félagsins að nota þessa upphæð til þess að greiða þeim „bónus“ ef félagið kæmist upp í 1. deild. Fræknir kappar Enginn knapi á glæsilegri feril að baki en hinn lágvaxni og granni Lester Piggott, en hann hefur hvað eftir annað verið meðal efstu manna í kjöri Breta á „íþróttamanni ársins.“ Á nýafstöðnu keppn- istímabili hestamanna, sem var hans 23. vann hann hvorki fleiri né færri en 100 sigra í mótum. AIls hefur Piggott tekið þátt í 17.871 keppni sið- an 1948 og unnið sigur í um 4.000. Þótt árangur Piggotts sé óneitanlega glæsilegur hef- ur annar gert betur. Á árunum 1925 til 1953 keppti sir Gordon Richards í 21.828 keppni og sigraði 4.870 sinnum. Draumur Thomasar N’Kon- os, markvarðar Cameroun í heimsmeistarakeppninni á Spáni um atvinnumennsku hefur nú ræst. Spánska félagið Espanol Barcelona keypti hann frá Canon Yaounde og greiddi fyrir hann upphæð sem Svíinn Göran Eriksson sem þjálfaði IFK Gautaborg er lið- ið varð Evrópumeistari í knattspymu er nú kominn til hins heimsfræga liðs, Benfica í Portúgal. Ekki var Eriksson búinn að vera marga daga hjá félaginu er hann lenti í úti- stöðum við leikmenn. Ástæðan var sú að Eriksson þótti leik- mennirnir ekki nægjanlega reglusamir. Ákvað hann strax að banna þeim að drekka áfengi eða bjór, en leikmenn- imir voru ekki alltof hressir svarar til 1,2 milljóna íslenskra króna. Fyrir hjá félaginu var þó enginn aukvisi í markinu, enginn annar en Theo Custers, belgíski landsliðsmarkvörður- inn, sem verður nú að gera sér það að góðu að sitja á bekkn- um hjá félaginu. með það. Var að lokum komist að samkomulagi þess efnis, að leikmennirnir hétu því að gæta sín vel á hinum göróttu veig- um, og gáfu Eriksson sjálf- dæmi um refsingu ef hann teldi þá ekki standa sig sem skyldi i bindindinu. Einn kunnasti knattspymu- maður Ungverja, Jozsef Pal sem nú er orðinn 32 ára hefur farið frá Honved Budapest og gert tveggja ára samning við belgíska félagið FC Liége. ERIKSS0N VILL STRANGAN AGA HJÁ BENFICA 77

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.