Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1991, Side 21

Íþróttablaðið - 01.06.1991, Side 21
um tíma. Ég hef trú á því að þeir komi til með að vinna nokkur stórmót í sumar. Samningurinn, sem VISA ís- land gerði við þá, gerir þeim kleift að sleppa nokkrum mótum í þessum mótaröðum þannig að það verður minna um þreytandi ferðir. Ég hef aldrei verið bjartsýnni en í ár fyrir þeirra hönd og við getum allt eins átt von á því að sjá þá báða á verðlauna- palli á heimsmeistaramótinu. Þeir hafa báðir æft dálítið öðruvísi en undanfarin ár en þær breytingar koma þeim til góða. Einar hefur farið meira í gamlar grunnæfingar sem kemur til vegna hnémeiðslanna. Hann hefur verið að styrkja sig í hreyfingunni og er þar af leiðandi orðinn hraðari í atrennu og hleypur hana betur en nokkru sinni fyrr. Það skilar sér örugglega vel í löngu kasti í sumar. Siggi hefuræft upp þá liði sem hafa verið að angra hann undanfarin ár. Hann hefur tekið betri hvíldir og hefur með því móti algjörlega forðast meiðsli. Hann hefur einnig farið meira í sína gömlu tækni. Það á sér- staklega eftir að skila sér á næsta ári — Ólympíuárinu. En þetta veltur mikið á því hvort þeir sleppa báðir við meiðsli." — Verða þeir báðir „90 metra menn" í framtíðinni? „Ég hef mikla trú á því. Þeir eiga báðir það mikið inni. Þetta eru strák- ar sem eiga að geta haldið sér á toppnum fram yfir Ólympíuleikana 1996." — Hvað með hitt afreksfólkið okk- ar? Stefán Jóhannsson, þjálfari, ásamt Einari Einarssyni spretthlaupara sem Stefán telur að nái lágmarkinu fyrir heimsmeistaramótið í sumar. „Ég er ansi hræddur um að sumar- ið verði Pétri Guðmundssyni kúlu- varpara erfitt fram í miðjan ágúst. Hann veiktist tvisvar af flensu í byrj- un sumars og léttist töluvert í bæði skiptin. Vegna þessa tekur það hann nokkurn tíma að ná upp fyrri styrk og tækni. Pétur hefur átt dálítið erfitt með tæknina, kannski vegna þreytu, en hann hefur líklega verið að reyna að vinna sig of hratt upp eftir þessi veikindi. Um miðjan ágústá Péturað geta blómstrað og hann stefnir statt 21

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.