Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1991, Síða 23

Íþróttablaðið - 01.06.1991, Síða 23
fyrir sinn snúð. Þetta á við um mjög marga. Hér vantar alla samheldni í íslenska þjálfara. Það þyrfti að stofna þjálfarafélagsem myndi stuðlaað því að þjálfarar ræddu meira saman. Oft er um ríg milli félaga að ræða og það veit ekki á gott. Menn hafa gott af því að skiptast á skoðunum og hlusta á álit annarra. Fyrir u.þ.b. 15 árum var talað um að þjálfarar þyrftu að sér- hæfa sig en sú sérhæfing hefur hrein- lega farið út í einhæfni. Fjölbreyti- leikinn íæfingum hérermjög lítill og margur íþróttamaðurinn æfir allt of einhæft, m.a. vegna þess að þjálfarar telja það vera sérhæft. Spretthlaupar- ar gera t.d. of mikið af því að hlaupa spretti og gera tækniæfingar þótt þeir þurfi að styrkja allan skrokkinn. Fjöl- Þórdís Gísladóttir stekkur yfir 1,90 í hástökki í sumar að mati Stefáns. breytileikinn er góður að því leyti að þú ert að styrkja allan skrokkinn. Það kemur í veg fyrir meiðsli og að íþróttamanninum leiðist á æfingum. Sérhæfnin felst alls ekki í einhæfni eins og margir halda. Hingað til lands hafa komið enskir þjálfarar og haldið námskeið í flest- um greinum en mér finnst þau ekki hafa verið til gagns. Mpnn hafa kom- ið hingað með það í huga að hér séu kannski einn til tveir þjálfarar sem eitthvað vit hafa á íþróttum. Þar af leiðandi hafi þeir gert ráð fyrir því að eingöngu þeir sæki námskeiðin sem ekkert vita um þjálfun. Hingað hafa komið kastþjálfarar sem hafa ekkert nýtt haft fram að færa og í mörgum tilfellum vitað minna en þeir sem sóttu námskeiðin. Við þurfum að leita meira til þjálf- ara innan alþjóðasambandsins og jafnvel að senda þjálfara út á nám- skeið þar sem þeir geta kynnt sér þjálffræðilega hluti í lengri tíma. Síð- an geta þeir, sem sækja námskeið, miðlað af reynslu sinni til annarra þjálfara hér heima. Menn geta alltaf lært hver af öðrum." — Aðstöðuleysi frjálsfþ rótta- manna á Islandi ber alltaf á góma. Hvert er þitt álit? „Aðstöðumálin eru í algjörum ólestri og hafa verið það lengi. íþróttavöllurinn í Mosfellsbæ er eini völlurinn á landinu sem er boðlegur frjálsíþróttafólki. Þar er ein besta aðstaða í heiminum, að mínu mati. Völlurinnergóðuren þaðerekki það besta. Það besta við hann er já- kvæðni starfsmanna vallarins. Þang- að er gaman að koma því starfsmenn- irnir starfa fyrir íþróttafólkið. Þeir þiggja sín laun fyrir að starfa vel og hafa gaman af þvf sem þeir eru að gera. Hér í Reykjavík verður vonandi kominn frjálsíþróttavöllur á aðalleik- vanginum í Laugardal á næsta ári en Valbjarnarvöllur er ónýtur. Það er ekki nóg að skapa góða aðstöðu á aðalvellinum því þar verður örugg- lega mikil barátta um að fá að æfa. Þar er jákvæðninni ekki fyrir að fara, því nú verr og miður. Litið er á tæki og tól sem einhverja friðaða muni eða eingöngu til afnota fyrir starfs- mennina sjálfa. Það skal tekið fram að margir starfsmenn þarna eru þó mjög jákvæðir. Neikvæðnin er samt fyrir hendi og oft er mjög niðurdrep- andi að tala við suma starfsmenn. Það er ekki nóg að byggja góðan leikvan^ heldur verður að skapa að- stöðu. A kastvellinum væri t.d. hægt að koma upp 3-4 góðum spjótkast- brautum, nokkrum búrum til að kasta í og þar væri hægt að setja upp 6-8 kastplatta fyrir kúluvarp. I dag eru kannski 12 ára byrjendur í sama kastplatta og kúluvarparar í fremstu röð. Aðstaða til frjálsíþróttaiðkana í Reykjavík í dag er verri en þegar ég varað leika mérsem gutti á Melavell- inum. Mjög margir hafa meitt sig á æfingum í vor og má rekja hluta þess til lélegrar aðstöðu. Á gamla Mela- vellinum stakk starfsmaður lang- stökksgryfjuna upp einu sinni á dag. Annar gekk hring og tók grjót út af brautinni og þannig var svæðið und- irbúið fyrir æfingar félaganna á kvöldin. Langstökksgryfjan í Laugar- dalnum hefurekki verið stungin upp í marga mánuði. Ef iðkendurnir moka ekki sjálfir stökkva þeir í harðan sandinn. Hugsunarhátturinn þarf að breytast þannig að iðkendurnir finna fyrir velvild þegar þeir mæta á æfing- ar. Þeim á ekki að finnast þeir vera fyrir, eins og vill oft vera." 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.