Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1991, Page 73

Íþróttablaðið - 01.06.1991, Page 73
HÆLSÆRI -BLÖÐRUR SPENCO vörur eru framleiddar í Bandaríkjunum og hafa náð mikilli útbreiðslu um allan heim. Vörurnar eru einstakar að mörgu leyti. Hér er um að ræða efni sem er í uppbygg- ingu og viðkomu mjög svipað húð- fitu mannsins. Efnunum er hægt að skipta í tvo flokka, þ.e. fyrirbyggj- andi efni og efni sem notuð eru til að græða sár sem hafa myndast. SPENCO SECOND SKIN er upp- lagt fyrir þá sem hafa hælsæri, en hér er um að ræða varaskinn, sem sett er yfir hælsærið. SPENCO BIOSOFT SKINPAD - eða fitupúðinn - er viðkomu eins og húðfita, en hann er settur á staði sem nuddast, t.d. hæla. Hann veitir vörn með því að allur núningur lendir á púðanum en ekki á hælnum. Hægter að klippa hann til og nota mörgum sinnum. SPENCO SECOND SKIN og SPENCO BLISTER KIT - eða vara- skinnið - er vatnshlaup sem er svipað viðkomu og húðin og hefur eigin- leika hennar. Varaskinnið er sett á sár og blöðrur. Þar sem efnið er 93% vatn hreinsar það sárið. Varaskinnið kælir og tekur allan sviða úr sárinu. Húðin andar mjög vel í gegnum vatnshlaupið þannig að sárið grær fljótt og vel, jafnvel á meðan þú hleypur eða gengur. H.B. Guðmundsson (sími: 24520, telefax:624552) sér um heildsölu- dreifingu á SPENCO vörnunum og fást þær í apótekum og betri sport- vöruverslunum. VINNINGS- HAFAR Mikil þátttaka var í lesendaget- rauninni sem birtist í síðasta Iþróttablaði. Fjölmargar úrlausnir bárust blaðinu og voru þær flestar réttar. Spurningarnar voru eftirfar- andi: A: í hvaða tegund af skóm leikur Baggio? B: Með hvaða liði lék Baggio áður en Juventus keypti hann? C: í hvaða stjörnumerki er Roberto Baggio? Rétt svör við þessum spurning- um eru: A: Baggio leikur í Diadora skóm. B: Baggio lék með Fiorentina áður en hann gekk í raðir Juvent- us. C: Roberto Baggio er í Vatns- beramerkinu. Pað er sportvöruverslunin ÁSTUND, Háaleitisbraut 68, sem leggur til vinninga að þessu sinni. Vinningshafarnir eru: 1. Vinningur, sem er úttekt á DIADORA skór frá Sportvöru- versluninni Ástund að verðmæti 10.000 krónur, fellur í skaut Elm- ars H. Hallgrímssonar, Hálsaseli 48, Reykjavík. 2. Vinning, sem er DIADORA hettupeysa að verðmæti 5.000 krónur, hlýtur Valur Fannar Þórs- son, Hlíðarási 9, 270 Varmá. 3. Vinning, sem er DIADORA íþróttataska að verðmæti 4.000 krónur, fær Bragi Agnarsson, Fiskakvísl 1 Reykjavík. íþróttablaðið óskar vinnings- höfunum innilega til hamingju og biður þá um að hafa samband við ritstjórn blaðsins sem fyrst. Alltaf aacs3*^.. . allsstaðar 73

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.