Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1991, Page 82

Íþróttablaðið - 01.06.1991, Page 82
Á þessari mynd stíga þeir Pétur Arnþórsson og Jón Sveinsson baráttudans um boltann. Nú eru þeir samstíga og leika báðir í Framtreyjum. „ ÚTLENDIN G AR? “ Texti: Lúðvík Örn Steinarsson Myndir: Gunnar Gunnarsson o.fl. Það hefur verið stefna flestra ís- lenskra knattspyrnufélaga að hlú vel að yngri flokkum félaganna með því að ráða færa þjálfara og veita fjár- magni til uppbyggingar efnilegra knattspyrnumanna. En nú virðist svo komið að þessi uppbygginarstörf fé- laganna séu unnin fyrir gýg. Þegar leikmenn komast á meist- araflokksaldurinn verður nefnilegaæ algengara að þeir skipti um félög. Eru þetta oft á tíðum snjallir leikmenn, sem skipta um félög, og eru félaga- skipti þeirra blóðtaka fyrir félögin. Þegar þessir leikmenn skipta um keppnispeysur er það oftar en ekki staðreynd að þeir fá einhverja fjár- upphæð fyrir skiptin, en „gamla" fé- lagiðfærlftiðsemekkert. Þessu hefur þó verið breytt að hluta með tilkomu leikmannasamninga KSI, en þeir spanna langt í frá yfir alla leikmenn liðanna og er það yfirleitt einhver út- valinn hópur leikmanna, sem boðinn er samningur, og á grundvelli samn- ingafrelsis geta menn auðvitað beðist undan því að skrifa undir þessa samninga. Knattspyrnulega séð er það ekki einungis blóðtaka fyrir félög að missa leikmenn yfir til annarra félaga. Það kostar nefnilega sitt að halda úti yngri flokkum og ef lögð væri fjárhagsleg 82

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.