Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1991, Qupperneq 83

Íþróttablaðið - 01.06.1991, Qupperneq 83
mælistika á það hversu mikið það kostar að „ala upp" einn leikmann hjá félagi yrði upphæðin hærri en menn geta gert sér í hugarlund. Það kostar nefnilega peninga að ráða þjálfara, kaupa keppnistreyjur, fara í keppnisferðir o.s.frv. og safnast þegar saman kemur. „Gömlu" félögin fá því varla sem svarar kostnaði þess að ala upp leikmennina þegar þeir hverfa á braut - oft til andstæðinga á knattspyrnuvellinum í sömu deild - og þá þurfa félögin að sætta sig við það að fyrrum leikmenn þeirra geri sér skráveifur á leikvellinum sem og utan hans. MÖNNUM BOÐIN ÝMIS FRÍÐINDI Eins og áður segir er það ekki ótítt að menn fái einhverjar greiðslur fyrir að skipta um félög - og þá kemur að því sem mönnum hefur sviðið sárast: Leikmenn, sem uppaldir eru hjá fé- lögunum, verða að sætta sig við það að horfa upp á leikmenn úr öðrum liðum komayfir ísín liðogfá greiðslu fyrir það. M.ö.o. aðkomumennirnir fá peninga fyrir að spila fótbolta en heimamennirnir ekkert. Kann þetta oft á tíðum ekki góðri lukku að stýra og mismunun af þessu tagi er ekki til þess fallin að hjálpa aðkomumönn- um til að aðlagast hinum nýju liðum. Það eykur síður en svo á ánægju heimamanna að horfa upp á mis- munun af þessu tagi. Og það eru ekki einungis peningar sem menn fá fyrir að skipta um félag. Heyrst hefur af alls konar ívilnunum og hlunnindum sem menn eiga í vændum skipti þeir um félög, svo sem bílum, loforðum um góða vinnu, útborgun í íbúðum og jafnvel hafa mönnum verið boðin lóðarréttindi í viðkomandi bæjarfé- lagi láti þeir til leiðast að skipta um félag. En það getur verið fleira heldur en peningar og önnur veraldleg gæði sem spila inn íað leikmenn skipti um félög. Landsbyggðarmenn skipta t.d. gjarnan um félög þegar þeir komast á menntaskóla- eða háskólaaldur því að þeir stunda nám sitt oft á tíðum í skóla, staðsettum á Stór-Reykjavík- ursvæðinu. Einnig er til í dæminu að menn fái einhver freistandi vinnutil- Willum Þór Þórsson í leik með KR gegn Breiðabliki. Hvort að honum hefur litist svona vel á búninginn eða honum hafa verið boðin lóðarréttindi skal hér ósagt látið — en alltént leikur hann nú með Kópavogsfélaginu. boð frá öðrum stöðum en heimaslóð- unum og slái þá til og færi sig um set. HRINGAMYNDUN í vissum tilfellum hefur þetta kom- ið af stað eins konar hringamyndun í leikmannaskiptum, svo sem t.d. þegar Birkir Kristinsson skipti yfir í Fram. Þá var laus markmannsstaða hjá ÍA og þangað fór Ólafur Gott- skálksson, en ekki var lengur pláss fyrir Fram-markvörðinn, Friðrik Friðriksson, hjá sínu gamla félagi þegar hann sneri aftur frá Danmörku og leikur nú Friðrik með Þór frá Akur- eyri. Ef litið er á þá sextán leikmenn, sem skipuðu landsliðshóp Islendinga gegn Tékkum fyrr í sumar, kemur í Ijós að tíu þeirra leika nú með öðrum liðum en þeir ólust upp hjá og þar af eru níu þeirra í byrjunarliðinu - aðeins Sævar Jónsson og Rúnar Krist- insson voru „heimamenn" íeiginleg- um skilningi þess orðs. ÁHANGENDUR LIÐANNA HAFA í HÓTUNUM Það er greinilegt að mörgum svíð- ur sárt að sjá á bak leikmönnum yfir í önnur félög. Svívirðingar og háðs- glósur heyrast jafnan frá áhorfenda- 83
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.