Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1995, Side 14

Íþróttablaðið - 01.02.1995, Side 14
Texti: Þorgrímur Þráinsson Myndir: Hreinn Hreinsson Sunddrottningin EYDÍS KON- RÁÐSDÓTTIR er glæsilegur fulltrúi íslenskrar íþróttaæsku. Hún hefur allt til að bera til að komast í fremstu röð — rétt hugarfar, mikla einbeit- ingu og sigurvilja og hún stundar íþrótt sína eins og best verður á kos- ið miðað við það sem hér er í boði. Það leynir sér ekki að Eydís er þrosk- aður persónuleiki og hógvær og það er gaman að spjalla við hana. Stóru, brúnu augun segja meira en mörg orð og brosið er einlægt. Það sýnir sömuleiðis styrk hennar og hæfileika að hún skyldi, aðeins 16 ára gömul, vera valinn íþróttamaður Suðurnesja árið 1994 þar sem bestu körfuknattleiksmenn landsins leika og sömuleiðis hátt skrifaðir knatt- spyrnumenn. En hún er ekki aðeins frábær íþróttamaður heldur líka góð- ur sellóleikari því hún hefur lokið 7 stigum af 8 í sellónámi. Eydís bjó í Svíþjóð fyrst sexu ár ævinnar þar sem faðir hennar stund- aði framhaldsnám í læknisfræðum. Hún á eldri bróður og yngri systur sem bæði stunda sund og skara fram úr. „Ég hermdi eftir bróður mmum og fór í sundið en á þeim tíma stundaði ég líka fimleika. Sundið hentaði mér betur og ég tók það líka fram yfir af því að ég náði betri árangri í því en fimleikum. Svo finnst mér sundið af- skaplega heillandi og það er gaman að vera í góðri þjálfun og líða vel líkamlega. Stundum, þegar ég er að synda, finn ég hvað ég elska þessa íþrótt en það er erfitt að útskýra þessa EYDÍS KONRÁÐSDÓTTIR, sunddrottning og íþróttamaður Suðurnesja, í spjalli um sjálfa sig, sundið og svolítið fleira.

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.