Íþróttablaðið - 01.02.1995, Page 23
um.
BOÐ: Góður matur og fín föt.
VÍKINGUR: Handboltalið sem
gaman er að keppa við þótt úrslitin
séu ekki alltaf að sama skapi
Horace Grant.
ENN EINN TITILL FYRIR
HORACE GRANT
HORACE GRANT er sterkastur allra leik-
manna NBA deiidarinnar í loftinu en hann
hirti alls 769 fráköst fyrir CHICAGO BULLS í
fyrra. Grant yfirgaf Chicago eftir tímabilið og
klæðist nú búningi Orlando Magic þar sem
annar góður frákastari er til staðar —
Shaquille O’Neal. Ástæðan fyrir því að Or-
lando sóttist eftir Grant var vegna leik-
reynslu hans. Horace á nefnilega að kenna
þeim O’Neal, Hardaway, Anderson og félög-
um hvernig eigi að vinna til titils.
ANDASLAGUR
Dóttir LATRELL SPREWELL, leikmanns
Golden State Warriors, fór illa út úr heim-
sókn sinni í dýragarðinn. Litla stúlkan, sem
er fjögurra ára, var að gefa fuglunum brauð
þegar ein öndin réðst á hana. Langan tíma
tók að róa öndina og var sú stutta mikið
slösuð áður en yfir lauk. Þegar á sjúkrahúsið
kom hafði stúlkan misst annað eyrað og
hlotið ljót sár í andliti.
DIVAC OG HAPPATALAN 82
VLADI DIVAC, leikmaður Los Angeles
Lakers, hlýtur að vera hrifinn af tölunni 82.
Þegar Lakers hafði leikið 27 leiki í NBA deild-
inni í vetur hafði Divac hitt úr 82 vítaskotum,
hirt 82 sóknarfráköst, gefið 82 stoðsending-
ar og blokkerað 82 skot. Hann ætti kannski
að hugleiða að leika í búningi númer 82 en
hver veit nema hann verði 82 ára gamall og
eignist 82 börn?
COSTNER í KÖRFUNNI
KEVIN COSTNER er nú á hátindi ferils
síns sem leikari. A sínum yngri árum lék
hann hins vegar körfubolta og þótti nokkuð
góður. Costnerspilaði með framhaldsskóla-
liði í Newark í Los Angeles. Hann sagðist
hafa hætt í körfunni þar sem hann var
aðeins 165 sm á hæð en í dag er hann 185 sm
eða jafn hár og Kenny Anderson hjá New
Jersey Nets.
WILKINS FRÁ í ÁR
GERALD WILKINS, leikmaður Cleveland
Cavs, meiddist illa í leik með liðinu fyrir
áramót. Læknir liðsins hefur nú lýst því yfir
að Wilkins verði ekki tilbúinn í slaginn fyrr
en tímabilið 1995-'96. Hann er ekki fyrsti
lykilmaður Clevelands sem er frá vegna
meiðsla því þrír úr byrjunarliði Cavs sátu og
horfðu á úrslitaviðureignir liðsins í fyrra af
sömu sökum.
PENNY MEÐ NÝJAN
SAMNING
ANFERNEE „PENNY“ HARDAWAY skrif-
aði nýlega undir níu ára samning við Orlan-
do liðið. Hardaway er talinn einn albesti
bakvörður NBA og var því með háar launa-
kröfur. Liðið þurfti að punga út tæpum 5000
milljónum til Pennys og menn geta svo sjálf-
ir dæmt hvort Hardaway vinni fyrir launun-
um.
HUGMYNDAFLUG
Hvað dettur RAGNHEIÐI
STEPHENSEN, leikmanni
Stjörnunnar í handknattleik, í hug
þegar hún heyrir eftirfarandi orð:
FLAUTA: Eitthvað sem ekki er
hægt að vera án ef maður þjálfar 11
og 12 ára stráka og hefur hugsað sér
að halda röddinni.
SVART: Samkvæmisklæðnaður
íslenskra kvenna.
GRÆNLAND: Land sem mig
langar ekki að fara til.
LOTTÓ: Útborgun í íbúð.
Draumurinn sem aldrei verður að
veruleika.
PAR: Ástfangið pará níu sýningu
í bíói á sunnudagskvöldi.
FRANSKAR: Það sem matvandir
plltaf hnrrSpirS á sk\/ndihitastöð-
skemmtileg.
MOGGINN: Þykkt og mikið
fréttablað sem inniheldur ágæta
umfjöllun um kvennahandbolta
þótt oftar en ekki þurfi stækkunar-
gler til að lesa hana.
PARIS: Borg sem mig langar að
sjá og upplifa.
GALDUR: Það sem sniðugir
frændur sýna börnum þegar þau
koma í heimsókn.
SÓFI: Eitt af því sem maður þarf
að kaupa sér þegar maður flytur að
heinian.
ÖSKUR: Siggi Tom að öskra
skref á Erlu Rafns í fyrsta skrefi.
SEX: Ágæt tala sem maður reynir
samt að útiloka í umræðu á erlendri
grundu.
VATN: Besti svaladrykkurinn og
helsti kosturinn við ísland.
GLEÐIPINNI: Ásta Kristjánsdóttir
og Una Steinsdóttir.
HRÓS: Það sem er nauðsynlegt
fyrir alla að heyra stöku sinnum.
ÓVINUR: Eittvað sem ég vil ekki
eiga.
CANTONA: Myndarlegur karl-
maður með alvarlega skapgerðar-
bresti og mikla knattspyrnuhæfileika.
23