Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1995, Qupperneq 23

Íþróttablaðið - 01.02.1995, Qupperneq 23
um. BOÐ: Góður matur og fín föt. VÍKINGUR: Handboltalið sem gaman er að keppa við þótt úrslitin séu ekki alltaf að sama skapi Horace Grant. ENN EINN TITILL FYRIR HORACE GRANT HORACE GRANT er sterkastur allra leik- manna NBA deiidarinnar í loftinu en hann hirti alls 769 fráköst fyrir CHICAGO BULLS í fyrra. Grant yfirgaf Chicago eftir tímabilið og klæðist nú búningi Orlando Magic þar sem annar góður frákastari er til staðar — Shaquille O’Neal. Ástæðan fyrir því að Or- lando sóttist eftir Grant var vegna leik- reynslu hans. Horace á nefnilega að kenna þeim O’Neal, Hardaway, Anderson og félög- um hvernig eigi að vinna til titils. ANDASLAGUR Dóttir LATRELL SPREWELL, leikmanns Golden State Warriors, fór illa út úr heim- sókn sinni í dýragarðinn. Litla stúlkan, sem er fjögurra ára, var að gefa fuglunum brauð þegar ein öndin réðst á hana. Langan tíma tók að róa öndina og var sú stutta mikið slösuð áður en yfir lauk. Þegar á sjúkrahúsið kom hafði stúlkan misst annað eyrað og hlotið ljót sár í andliti. DIVAC OG HAPPATALAN 82 VLADI DIVAC, leikmaður Los Angeles Lakers, hlýtur að vera hrifinn af tölunni 82. Þegar Lakers hafði leikið 27 leiki í NBA deild- inni í vetur hafði Divac hitt úr 82 vítaskotum, hirt 82 sóknarfráköst, gefið 82 stoðsending- ar og blokkerað 82 skot. Hann ætti kannski að hugleiða að leika í búningi númer 82 en hver veit nema hann verði 82 ára gamall og eignist 82 börn? COSTNER í KÖRFUNNI KEVIN COSTNER er nú á hátindi ferils síns sem leikari. A sínum yngri árum lék hann hins vegar körfubolta og þótti nokkuð góður. Costnerspilaði með framhaldsskóla- liði í Newark í Los Angeles. Hann sagðist hafa hætt í körfunni þar sem hann var aðeins 165 sm á hæð en í dag er hann 185 sm eða jafn hár og Kenny Anderson hjá New Jersey Nets. WILKINS FRÁ í ÁR GERALD WILKINS, leikmaður Cleveland Cavs, meiddist illa í leik með liðinu fyrir áramót. Læknir liðsins hefur nú lýst því yfir að Wilkins verði ekki tilbúinn í slaginn fyrr en tímabilið 1995-'96. Hann er ekki fyrsti lykilmaður Clevelands sem er frá vegna meiðsla því þrír úr byrjunarliði Cavs sátu og horfðu á úrslitaviðureignir liðsins í fyrra af sömu sökum. PENNY MEÐ NÝJAN SAMNING ANFERNEE „PENNY“ HARDAWAY skrif- aði nýlega undir níu ára samning við Orlan- do liðið. Hardaway er talinn einn albesti bakvörður NBA og var því með háar launa- kröfur. Liðið þurfti að punga út tæpum 5000 milljónum til Pennys og menn geta svo sjálf- ir dæmt hvort Hardaway vinni fyrir launun- um. HUGMYNDAFLUG Hvað dettur RAGNHEIÐI STEPHENSEN, leikmanni Stjörnunnar í handknattleik, í hug þegar hún heyrir eftirfarandi orð: FLAUTA: Eitthvað sem ekki er hægt að vera án ef maður þjálfar 11 og 12 ára stráka og hefur hugsað sér að halda röddinni. SVART: Samkvæmisklæðnaður íslenskra kvenna. GRÆNLAND: Land sem mig langar ekki að fara til. LOTTÓ: Útborgun í íbúð. Draumurinn sem aldrei verður að veruleika. PAR: Ástfangið pará níu sýningu í bíói á sunnudagskvöldi. FRANSKAR: Það sem matvandir plltaf hnrrSpirS á sk\/ndihitastöð- skemmtileg. MOGGINN: Þykkt og mikið fréttablað sem inniheldur ágæta umfjöllun um kvennahandbolta þótt oftar en ekki þurfi stækkunar- gler til að lesa hana. PARIS: Borg sem mig langar að sjá og upplifa. GALDUR: Það sem sniðugir frændur sýna börnum þegar þau koma í heimsókn. SÓFI: Eitt af því sem maður þarf að kaupa sér þegar maður flytur að heinian. ÖSKUR: Siggi Tom að öskra skref á Erlu Rafns í fyrsta skrefi. SEX: Ágæt tala sem maður reynir samt að útiloka í umræðu á erlendri grundu. VATN: Besti svaladrykkurinn og helsti kosturinn við ísland. GLEÐIPINNI: Ásta Kristjánsdóttir og Una Steinsdóttir. HRÓS: Það sem er nauðsynlegt fyrir alla að heyra stöku sinnum. ÓVINUR: Eittvað sem ég vil ekki eiga. CANTONA: Myndarlegur karl- maður með alvarlega skapgerðar- bresti og mikla knattspyrnuhæfileika. 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.