Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1995, Qupperneq 27

Íþróttablaðið - 01.02.1995, Qupperneq 27
Anna María Sveinsdóttir með bikarinn eftir að hafa lagt KR að velli í úrslita- leik bikarképpni KKÍ. Anna María var kjörin Körfuknattleiksmaður ársins. Ellert Eiríksson er sömuleiðis á myndinni. GUÐMUNDUR EGGERT STEPH- ENSEN er „Borðtennismaður ársins". Hann léksinn fyrsta A-landsleik 1993 þá 11 ára gamall en Guðmundur hef- ur vakið verðskuldaða athygli í borð- tennisheiminum fyrir árangur sinn. HANNES TÓMASSON er „Skot- maður ársins" en á árinu varð hann bikarmeistari með loftskammbyssu, staðlaðri skammbyssu og frjálsri skammbyssu. HALLDÓR SVAVARSSON er „Karatemaður ársins" en hann er sá eini í íþróttinni sem hefur orðið Norðurlandameistari. Það var árið 1989. Halldór er íslandsmeistari í íþróttinni en hann var einnig 1 sigur- sveit íslands sem lagði Finna að velli á Norðurlandamótinu. HAUKUR INGASON er „Skylm- ingamaður ársins" en hann er ís- landsmeistari með stungusverðum og hefur verið það síðustu tvö ár. HEIÐAR INGI ÁGÚSTSSON hefur verið valinn „íshokkýmaður ársins". Heiðar Ingi hefur verið yfirburða- maður í íshokký undanfarin ár og síð- astliðin þrjú ár hefur hann verið markahæstur í Bauerdeildinni. Hann leikur með íslandsmeisturum Skauta- félags Akureyrar. KIM MAGNÚS NIELSEN er „Skvassmaður ársins" en hann hefur verið ósigrandi undanfarin ár, er nú- verandi íslandsmeistari og enn í mik- illi framför. MAGNÚS SCHEVING er „fim- leikamaður ársins" en hann var sömuleiðis kjörinn Iþróttamaður árs- ins 1994 af íþróttafréttamönnum. Magnús er íslandsmeistari og Evrópumeistari í þolfimi auk þess sem hann varð í 2. sæti á heimsmeist- aramótinu. Árið 1994 var þolfimi tek- in upp sem sérstök grein innan fim- leikanna en síðastliðin þrjú ár hefur Magnús orðið fjórfaldur Islands- meistari, Norðurlandameistari og Evrópumeistari. ORRI BJÖRNSSON er „Glímu- maður ársins". Orri, sem er 23 ára, hefur stundað íþróttina síðan 1986 og sýnt miklar framfarir. Með sigri sín- um í Íslandsglímunni varð hann 29. glímukóngur íslands. ÓLAFUR BJÖRN BJÖRNSSSON var valinn „Kvondómaður ársins" en hann er íslandsmeistari auk þess sem hann sigraði á sterkum mótum í Nor- egi og á íslandi á nýliðnu ári. Ólafur er 23 ára gamall og einn efnilegasti Kvondómaður landsins. PÉTUR GUÐMUNDSSON var einróma valinn „Frjálsíþróttamaður ársins" en hann hefur um árabil verið einn okkar sterkasti kúluvarpari. Pét- ur komst í hóp níu bestu kastara heims á síðasta ári með því að kasta 20.44 m. Hann hlaut bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu innanhúss og varð í 2. sæti á EM utanhúss. SIGRÚN HULD HRAFNSDÓTTIR er „íþróttamaður ársins úr röðum fatl- aðra". Hún vann til 4 gullverðlauna á heimsmeistaramótinu á Möltu, setti 6 íslandsmet, 3 heimsmet í 50 metra laug og 12 heimsmet í 25 metra laug. SIGURBJÖRN BÁRÐARSON er „Hestaíþróttmaður ársins" en hann var kjörinn íþróttamaður ársins 1993. Sigurbjörn vann til 6 gullverðlauna á íslandsmótinu, 8 gullverðlauna á Reykjavíkurmeistaramótinu og svo mætti lengi telja. Samtals hlaut hann 41 gullverðlaun á árinu 1994,16 silf- urverðlaun og 4 bronsverðlaun. SIGURPÁLL GEIR SVEINSSON er „Golfmaður ársins". Þótt Sigurpáll sé aðeins 19 ára er hann kominn í fremstu röð íslenskra kylfinga. Sigur- páll varð Islandsmeistari og Stiga- meistari íslands en sá titill er fyrir bestan samanlagðan árangur úr öll- um helstu mótum sumarsins. SIGURÐUR SVEINSSON er „Handknattleiksmaður ársins" en hann hefur verið einn vinsælasti íþróttamaður íslands í tæpa tvo ára- tugi. Hann hefur leikið yfir 200 landsleiki á 18 ára tímabili og glatt áhorfendur með tilburðum sínum, skothörku og glæsilegum sending- um. STEFANÍA STEFÁNSDÓTTIR er „Tennismaður ársins". Þótt Stefanía sé aðeins 16 ára gömul hampaði hún þremur íslandsmeistaratitlum á árinu auk þess sem hún varð lang efst á punktalista TSÍ að loknum mótum sumarið 1994. STEFÁN Þ. SIGURÐSSON er „Blakmaður ársins". Hann hefur verið fastamaður í landsliðinu síðan 1991 ogspilað20A-landsleiki. Hann leikur með Islandsmeisturum HK. VERNHARÐ ÞORLEIFSSON er „Júdómaður ársins" en hann er aðeins 21 árs. Vernharð sigraði íopn- um flokki og eigin þyngdarflokki á Norðurlandamótinu, hann varð ís- landsmeistari í báðum flokkunum og náði góðum sætum á sterkum mótum erlendis á árinu. ÞRÖSTUR STEINÞÓRSSON er „Bogfimimaður ársins" en hann sigr- aði í öllum bogfimimótum ársins. Þröstur á einnig Islandsmetið í stiga- skorun af 18 metra færi sem er 1080 stig. r 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.