Íþróttablaðið - 01.02.1995, Síða 27

Íþróttablaðið - 01.02.1995, Síða 27
Anna María Sveinsdóttir með bikarinn eftir að hafa lagt KR að velli í úrslita- leik bikarképpni KKÍ. Anna María var kjörin Körfuknattleiksmaður ársins. Ellert Eiríksson er sömuleiðis á myndinni. GUÐMUNDUR EGGERT STEPH- ENSEN er „Borðtennismaður ársins". Hann léksinn fyrsta A-landsleik 1993 þá 11 ára gamall en Guðmundur hef- ur vakið verðskuldaða athygli í borð- tennisheiminum fyrir árangur sinn. HANNES TÓMASSON er „Skot- maður ársins" en á árinu varð hann bikarmeistari með loftskammbyssu, staðlaðri skammbyssu og frjálsri skammbyssu. HALLDÓR SVAVARSSON er „Karatemaður ársins" en hann er sá eini í íþróttinni sem hefur orðið Norðurlandameistari. Það var árið 1989. Halldór er íslandsmeistari í íþróttinni en hann var einnig 1 sigur- sveit íslands sem lagði Finna að velli á Norðurlandamótinu. HAUKUR INGASON er „Skylm- ingamaður ársins" en hann er ís- landsmeistari með stungusverðum og hefur verið það síðustu tvö ár. HEIÐAR INGI ÁGÚSTSSON hefur verið valinn „íshokkýmaður ársins". Heiðar Ingi hefur verið yfirburða- maður í íshokký undanfarin ár og síð- astliðin þrjú ár hefur hann verið markahæstur í Bauerdeildinni. Hann leikur með íslandsmeisturum Skauta- félags Akureyrar. KIM MAGNÚS NIELSEN er „Skvassmaður ársins" en hann hefur verið ósigrandi undanfarin ár, er nú- verandi íslandsmeistari og enn í mik- illi framför. MAGNÚS SCHEVING er „fim- leikamaður ársins" en hann var sömuleiðis kjörinn Iþróttamaður árs- ins 1994 af íþróttafréttamönnum. Magnús er íslandsmeistari og Evrópumeistari í þolfimi auk þess sem hann varð í 2. sæti á heimsmeist- aramótinu. Árið 1994 var þolfimi tek- in upp sem sérstök grein innan fim- leikanna en síðastliðin þrjú ár hefur Magnús orðið fjórfaldur Islands- meistari, Norðurlandameistari og Evrópumeistari. ORRI BJÖRNSSON er „Glímu- maður ársins". Orri, sem er 23 ára, hefur stundað íþróttina síðan 1986 og sýnt miklar framfarir. Með sigri sín- um í Íslandsglímunni varð hann 29. glímukóngur íslands. ÓLAFUR BJÖRN BJÖRNSSSON var valinn „Kvondómaður ársins" en hann er íslandsmeistari auk þess sem hann sigraði á sterkum mótum í Nor- egi og á íslandi á nýliðnu ári. Ólafur er 23 ára gamall og einn efnilegasti Kvondómaður landsins. PÉTUR GUÐMUNDSSON var einróma valinn „Frjálsíþróttamaður ársins" en hann hefur um árabil verið einn okkar sterkasti kúluvarpari. Pét- ur komst í hóp níu bestu kastara heims á síðasta ári með því að kasta 20.44 m. Hann hlaut bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu innanhúss og varð í 2. sæti á EM utanhúss. SIGRÚN HULD HRAFNSDÓTTIR er „íþróttamaður ársins úr röðum fatl- aðra". Hún vann til 4 gullverðlauna á heimsmeistaramótinu á Möltu, setti 6 íslandsmet, 3 heimsmet í 50 metra laug og 12 heimsmet í 25 metra laug. SIGURBJÖRN BÁRÐARSON er „Hestaíþróttmaður ársins" en hann var kjörinn íþróttamaður ársins 1993. Sigurbjörn vann til 6 gullverðlauna á íslandsmótinu, 8 gullverðlauna á Reykjavíkurmeistaramótinu og svo mætti lengi telja. Samtals hlaut hann 41 gullverðlaun á árinu 1994,16 silf- urverðlaun og 4 bronsverðlaun. SIGURPÁLL GEIR SVEINSSON er „Golfmaður ársins". Þótt Sigurpáll sé aðeins 19 ára er hann kominn í fremstu röð íslenskra kylfinga. Sigur- páll varð Islandsmeistari og Stiga- meistari íslands en sá titill er fyrir bestan samanlagðan árangur úr öll- um helstu mótum sumarsins. SIGURÐUR SVEINSSON er „Handknattleiksmaður ársins" en hann hefur verið einn vinsælasti íþróttamaður íslands í tæpa tvo ára- tugi. Hann hefur leikið yfir 200 landsleiki á 18 ára tímabili og glatt áhorfendur með tilburðum sínum, skothörku og glæsilegum sending- um. STEFANÍA STEFÁNSDÓTTIR er „Tennismaður ársins". Þótt Stefanía sé aðeins 16 ára gömul hampaði hún þremur íslandsmeistaratitlum á árinu auk þess sem hún varð lang efst á punktalista TSÍ að loknum mótum sumarið 1994. STEFÁN Þ. SIGURÐSSON er „Blakmaður ársins". Hann hefur verið fastamaður í landsliðinu síðan 1991 ogspilað20A-landsleiki. Hann leikur með Islandsmeisturum HK. VERNHARÐ ÞORLEIFSSON er „Júdómaður ársins" en hann er aðeins 21 árs. Vernharð sigraði íopn- um flokki og eigin þyngdarflokki á Norðurlandamótinu, hann varð ís- landsmeistari í báðum flokkunum og náði góðum sætum á sterkum mótum erlendis á árinu. ÞRÖSTUR STEINÞÓRSSON er „Bogfimimaður ársins" en hann sigr- aði í öllum bogfimimótum ársins. Þröstur á einnig Islandsmetið í stiga- skorun af 18 metra færi sem er 1080 stig. r 27

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.