Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 32

Íþróttablaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 32
<T J. ei eimni og hlédrægni urðu næst- um því þess valdandi að RONDEY ROBINSON gerði aðeins stuttan stans á íslandi fyrir hálfum áratug. Hann hafði verið ráðinn sem þjálfari og leikmaður Njarðvíkur en sökum óframfærni átti hann í mestu vand- ræðum með að stjórna æfingum — ekki síst þar sem hann var aðeins 23 ára gamall og reynslulaus sem þjálf- ari í ókunnugu landi. í stað þess að senda Rondey heim með næsta flugi ákváðu forráðamenn körfuknatt- leiksdeildar Njarðvíkur að nýta krafta hans sem leikmanns. Þeir ósk- JZanqar aó veró I uðu eftir því að Friðrik túrtarpmn hætti að leika með liðinu*og tæki þjálfunina að sér. Eins og flestum er kunnugt er Friðrik núverandi þjálfari bikarmeistara Grindavíkur. Það er kannski kaldhæðni örlaganna að feimni og óframfærni Rondeys skuli hafa stuðlað að því að Friðrik lagði út á þjálfarabrautina og síðan haft betur í bikarúslitaleik gegn Rondey og félögum! Þessi geðþekki körfuboltamaður, sem stundaði hafnabolta í æsku og þótti mjög efnilegur, á sex þræður og þrjár systur. Hann þakkar fyrir að hafa alist upp í svo stórum systkina- hópi því aldrei hafi skort leikfélaga. Flestum ber saman um að Rondey Robinson sé einn öflugasti körfu- knattleiksmaður DHL-deildarinnar en hann hefur verið í lykilhluverki í íslandsmeistaraliði Njarðvíkur í vet- ur. Ætli hann hafi breyst mikið sem leikmaður á þeim fimm árum sem hann hefur dvalið á íslandi? „Ég vissi ekki að hverju ég gekk fyrst þegar ég kom til íslands en ég hef breyst töluvert á þessum árum. Fyrstu dagar mínir í Njarðvík voru martröð líkastir því ég þekkti engan, vissi ekki hverjir voru bestu leikmenn liðsinsog fleira íþeim dúr. Eftir fyrsta leik liðsins var ég gagnrýndur af for- ráðaj/onnum Njarðvíkur fyrir að TTáfa ekki notað bestu menn liðsins meira. Ég vissi bara ekki betur því ég hafði aðeins séð hvað menn gátu á æfingum og fór eftir því. Smám sam- an áttaði ég mig hins vegar á því hver styrkleiki manna var. Ég ætlaði að beita sömu þjálfunaraðferðum og æf- ingum og ég hafði kynnst í skóla í Bandaríkjunum en það gekk ekki upp. Þetta er svo ólíkur bolti. Heima er þjálfarinn allt í öllu, hann ræður, skipar fyrir og leikmenn hlýða. Hér hlusta leikmenn á þjálfarann en þeir fara ekki alltaf eftir þvísem hann seg- ir. Ef leikmaður í Bandaríkjunum tæki upp á því að hundsa skipanir þjálfarans gæti hann átt það á hættu að sitja á bekknum í marga mánuði." — Ertu að segja að það sé skortur á aga hér á íslandi? „Já, að vissu leyti. Sumir eru ekki tilbúnir til að leggja það á sig sem þarftil að komast f fremstu röð. Kom- ist þeir ekki í liðið strax gefast þeir uppogfara i önnur lið. Ámóti kemur að íslenskir leikmenn eru áhuga- menn, eru ýmist í skóla eða vinnu og geta því ekki æft eins og atvinnu- menn sem er vænlegasta leiðin til að ná árangri." — Hvað var erfiðast við að spila hér í upphafi? Texti: Þorgrímur Þráinsson Myndir: Hreinn Hreinsson og Sigurjón Ragnar / RONDEY ROBINSON, leikmaður Njarðvíkur í körfubolta, er að leika sitt sitt 5. keppnistímabil hér á landi — og að öllurr/ líkindum það síðasta. Hann segir frá sjálfum sér í viðtali við íþróttablaðið, dvölinni á íslandi og körfuboltanum. f / 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.