Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1995, Qupperneq 43

Íþróttablaðið - 01.02.1995, Qupperneq 43
SPÉHRÆDDAR í FYRSTA LEIKNUM - segir ODDNÝ ERLENDSDÓTTIR blakkona í íslandsmeistaraliði Víkings Texti: Jóhann Ingi Árnason Oddný Erlendsóttir hefur stundað blak í 16 ár og hefur engin önnur spilað fleiri landsleiki. Hún á tvo ís- lands- og bikarmeistaratitla að baki og allt bendir til þess að hún, ásamt Víkingsstelpunum, tryggi sér ís- landsmeistaratitilinn í ár. Oddný hóf ferilinn hjá Breiðabliki og var þar allt til ársins 1993 en þá var blakdeild félagsins lögð niður. Umfjöllun um blak hefur verið í lágmarki en hver ætli sé staða íþróttarinnar í dag? „Blakið sjálft er ekki í neinni lægð og deildarkeppnin hjá okkur er mjög spennandi. Starfsemi yngri flokkanna hefur hins vegar verið í lágmarki en verið er að gera bragarbót á því. Blaksambandið hefur sent fólk í alla grunnskóla á Reykjavíkursvæðinu til kynningar á blaki. Einnig hefur verið lögð meiri áhersla á það að lið tefli fram yngri flokkum og m.a. reynt að koma á reglugerð þar sem lið, sem ekki hafði yngri flokk, mátti ekki taka þátt í deildarkeppninni. Við í Víkingi erum með yngri flokk en það hefur vantað fleiri stelpur í hann. Þetta hef- ur komið sér illa þar sem nú vantar nokkrar árganga sem ættu að vera að skila sér í liðin. Við erum með mjög þröngan hóp og okkar vantar ungar og efnilegar stelpur til að taka við af okkur." — Er það rétt að íslandsmeistarar HK í karlaflokki hafi ekki ætlað að vera með í vetur vegna mannekklu." „Þeir áttu í basli með að ná í lið en það tókst. Það er lítil breidd hjá flest- um liðum en þó meiri hjá körlunum en okkur." — Er eitthvað hægt að gera til að vekja áhuga ungmenna á blaki? „Umfjöllun skiptir mjög miklu máli eins og sést best á körfuboltan- um. Fjölmiðlar hafa ekki sýnt okkur nægan áhuga og við höfum heldur ekki verið nógu duglegar að kynna okkur. Ég tók eftir því í fyrra, þegar úrslitaleikur okkar gegn ÍS var sýndur í beinni útsendingu, að fólk var að stoppa mann úti á götu og segja hversu spennandi leikurinn hafi verið." — Heldurðu að spennan í deild- inni sé minni vegna þess að aðeins er leikið í einni deild og því ekki hægt að falla? „Nei, ég tel það ekki skipta máli. Deildin er mjög spennandi og þótt við í Víkingi höfum nú ellefu stiga forskotbyrja liðin fjögur, sem komast í úrslitakeppnina, á núlli." — Hvað er að gerast í landsliðs- málunum? „Annað hvert ár leikum við á Ól- ympíuleikunum og svo förum við alltaf á Smáþjóðaleikana. Þegar við héldum Smáþjóðaleikana árið 1990 bárum við sigur úr býtum en hins vegar höfum við ekki náð verðlauna- sæti á Ólympíuleikunum." — Hvar stöndum við í saman- burði við hinar Norðurlandaþjóð- irnar? „Við fórum á Norðurlandamót fyrir nokkrum árum en áttum lítið að segja í hinar þjóðirnar. Þær eru heil- um gæðaflokki fyrir ofan okkur." — Er styrkleikamunurinn svipað- ur hjá körlunum? „Við höfum reyndar verið að ná betri árangri en þeir en það er kannski vegna þess að karlaþjóðirnar eru sterkari á heimsvísu. Það hefur hins vegar háð báðum landsliðunum hversu seint undirbúningur fer yfir- leitt af stað. Við höfum oft lent í því að náekki almennilega saman fyrren í lok mótanna." — Er einhver samkeppni um stöð- ur í landsliðinu eða eiga leikmenn fast sæti í liðinu þar til þeir kjósa að hætta? „Það er ekki mikil endurnýjun í blakinu svo þetta eru mikið til sömu stelpurnar sem er að leika landsleiki ár eftir ár. Maður á samt aldrei fast landsliðssæti því núna eru t.d. að koma inn nýliðar sem verða með okkur á næstu mótum." — Yfir í aðra sálma — ÍS stúlkur spila í hjólabuxum, þið í skýlum og HK í stuttbuxum. Hver er ástæðan? „Þetta er búið að vera mikið deilu- mál hjá Víkingi, þ.e. hvort við ættum að spila í stuttbuxum eða bara þess- um gömlu. En skýlubuxurnar eru mun þægilegri. Hjólabuxurnar eru að verða vinsælar úti í heimi. Við höfum verið alveg hrikalega hallær- islegar á mótum erlendis í þessum karlabuxum en þar spila öll lið í skýl- um. Það voru voðaleg viðbrigði hjá okkur í Víkingi aðfara í skýlurnar og í fyrsta leiknum leið manni ekkert sér- staklega vel. Það munaði minnstu að við töpuðum leiknum vegna spéhræðslu." 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.