Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1995, Page 52

Íþróttablaðið - 01.02.1995, Page 52
Tvíeykið í Utah Karl Malone og John Stockton eru öflugasti dúett NBA-deildarinnar — eftir Þórlind Kjartansson og Eggert Þór Aðalsteinsson Það er ekki langt síðan John Stockton, leikstjórnandi Utah Jazz, komst í heimsfréttirnar fyrir að slá stoðsendingamet „Magic Johnson." Stockton hefur leitt deildina í stoð- sendingum undanfarin sjö ár og virðist fátt geta stöðvað hann í því að halda áfram á sömu braut. Flestar sendingar Stockton eru á vöðvatröll- ið Karl Malone félaga hans hjá Utah sem skilar boltanum rétta leið. Þeir hafa leikið saman með Utah síðan leiktímabilið 1985-'86 eftir að Utah valdi Malone með þrettánda valrétti í háskólavalinu frá Lousiana Tech háskólanum. Stockton hefur verið einum vetri lengur hjá liðinu en hann kom frá Gonzaga háskólan- um í Spokane Washington-fylki. Ekki lengi að festast í sessi Á þessum tíma bjuggust fáir við stórræðum frá þeim enda hafði hvor- ugur verið stórstjarna í háskóla. Fáir höfðu haft spurnir af Stockton og jafnvel enn færri að Gonzaga háskól- inn væri til. Hann vissi að hann kæm- ist aldrei í sviðsljós fjölmiðlanna en barðist þeim mun meira uns hann náði athygli útsendara NBA-liða. Þegar Utah nýtti sextánda valrétt til að velja Stockton brugðust aðdáend- ur ókvæða við og viðhöfðu hróp og köll að stjórnendum félagsins. Nú kvarta stuðningsmennirnir, ekki heldur lofsyngja hina sömu stjórnar- menn fyrir forspárgáfu þeirra. Karl Malone þótti líklegur til að varða valinn mun fyrr en raun bar vitni og því var það hinn mesti happafengur hjá Jazz að hafa tæki- færi til að næla í hann. Malone ólst upp í mikilli fátækt meðal níu syst- kina. Hann komst í háskóla vegna hæfni sinnar í körfunni og vakti at- hygli atvinnuliða. Helsta vandamál Malone, eða „Póstmannsins," fyrsta tímabilið var vítahittnin. Malone var vægast sagt skelfileg vítaskytta, hitti aðeins úr 52

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.