Íþróttablaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 54
Alexander Popov heimsmethafi í sundi.
RÚSSNESKA
RAKETTAN
Texti: Guðmundur Þ. Harðarson
Alexander Popov er einn hæfileikaríkasti
sundmaður heims enda heimsmeistari
Rússneski sundmaðurinn Alexander
Popov er álitinn einn hæfileikarfkasti
sundmaður heims. Þessi 198 sm hái
geðþekki sundmaður hefur staðið sig
frábærlega á heimsbikarmótum vetr-
arins. Popov er sá sundmaður sem
hefur sigrað í flestum sundgreinum á
heimsbikarmótunum. Þar með vann
hann sér inn meira verðlaunafé en
nokkur annar sundmaður. Hann fékk
greitt í verðlaunafé alls 31.000
Bandaríkjadali fyrir sigrana og sem
aukaverðlaun fyrir heimsmetin sem
hann setti á mótunum í vetur.
Rússneska rakettan, eins og hann
hefur verið nefndur, setti alls sex
heimsmet á tímabilinu frá áramótum
til loka marsmánaðar. Hann vann
það ótrúlega afrek að setja fjögur
heimsmet í 100 m skriðsundi í 25 m
laug á aðeins tæpum þremur mánuð-
um.
Fyrst bætti hann metið á móti í
Hong Kong þann 1. janúar og synti á
47,83 sek., síðan á 47,82 sek., nokkr-
um dögum síðar í Beijing í Kína þann
5. janúar, þar næst á 47,12 sek. í
Desenzano á Ítalíu þann 12. mars og
að lokum bætti hann metið í fjórða
sinn og synti á 46,74 sek. á Heims-
bikarmóti í Gelsenkirchen í Þýska-
landi þann 19. mars.
Auk þessa setti hann heimsmet í
50 m baksundi (24,66 sek.) og 50 m
skriðsundi (21.50 sek.) þann 13. mars
í Desenzano en í þeirri sundgrein er
Litháinn Raimundas Mazuolis helsti
keppinautur Popovs.
Á síðasta Heimsbikarmóti vetrar-
ins, sem haldið var í París 26. mars,
bætti Popov síðan Evrópumetið f 100
m baksundi synti á 52,58 sek. Þetta er
54