Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1995, Page 61

Íþróttablaðið - 01.02.1995, Page 61
íslandsmeistaramir í kappróðri árið 1| Jens Guðbjörnsson (stýrimaður), Ásg« Þorleifsson (forræðari) og Erlendur Si 940. Frá vinstri: Jón H. Sigurðsson, ;ir Jónsson. Sitjandi: Gunnar gurðsson. SIGURVEGARAR í 10. KAPPRÓÐRARMÓTI ÍSLANDS ÍÞRÓTTABLAÐINU barst nýlega í hendur mynd sem var tekin fyrir 55 árum en á henni eru ungir piltar sem urðu Islandsmeistarar í kappróðrar- móti íslands sem var haldið árið 1940 í 10. sinn. Róðrarkapparnir kepptu fyrir Ármann og var vega- lengdin 2000 metrar. Mótið var haldið í Skerjafirði og svo skemmti- lega vildi til að þeir, sem báru sigur út býtum, voru yngstu keppendurn- ir. Kennari félagsins var Skarphéð- inn Jóhannesson en hann hafði æft róður hjá Skjold í Kaupmannahöfn. HEYRST HEFUR *... að sumir hafi verið dálítið óhressir með ummæli sálfræðings- ins og handknattleiksþjálfarans JÓ- HANNS INGA GUNNARSSONAR í Morgunblaðinu eftir bikarúrslitaleik KA og Vals þar sem KA sigraði verð- skuidað. Jóhann Ingi sagði að það hefði verið þjófnaður hefði Valur farið með sigur af hólmi. Þetta þykir mörgum undarlegt því KA menn hefðu ekki getað kennt neinum öðr- um um en sjálfum sér hefðu þeir tap- að leiknum. Hins vegar hefðu menn líklega talað um seiglu, hefð og „karakter" hefði Valur náð að vinna leikinn eftir hafa verið undir nánast allan leiktímann. *...að margir LANDSLIÐSMENN í HANDBOLTA séu afar óhressir með það að þurfa að dvelja á Hótel Sögu á meðan heimsmeistarakeppnin fer fram næsta vor. Hingað til hefur mönnum yfirleitt leiðst að dvelja á hótelum í keppnisferðum erlendis og loksins þegar möguleiki er á að sleppa því verður þeim þröngvað inn á hótel. Hins vegar hlýtur það að vera kostur að landsliðsmennirnir eigi einhvers staðar griðarstað þar sem þeir geta hist, rætt málin, borð- að saman og stappað stálinu hver í annan en út frá sálrænu hliðinni hlýtur að vera betra fyrir þá að hvíla í faðmi fjölskyldunnar á nóttunni. Auk þess sem hóflegt kynlíf er streitulosandi!

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.