Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 62

Íþróttablaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 62
Johann Olav Koss ásamt fátækum drengjum frá Eretreu. Sannur íþróttamaður Eittvirtasta íþróttatímaritheims, SPORTS ILLUSTRATED, kaus Norðmanninn, JOHANN OLAV KOSS, íþróttamann ársins 1994 ásamt BONNIE BLAIR, en þau slógu svo eftirminnilega í gegn í skautahlaupi á vetrarólympíuleikunum í Lillehammer fyrir ári. Það þykir mikil virðing að hljóta þessa útnefningu en bæði Blair og Koss eiga hana sannarlega skilið. I einu af desemberheftum Sports Illustrated er viðtal við Koss þar sem hann segir meðal annars frá eftirminnilegri ferð sem hann fór til Eritreu fimm mánuðum fyrir Ólympíuleikana. „Mér hafði gengið illa á æfingum, ég fann til í tánni, skautarnir meiddu mig, lærið pirr- aði mig og mér leiddist. Mér fannst allt vinna á móti mér. Þess vegna ákvað ég að taka boðinu frá samtökunum „Save the children" um að sjá hvernig starfið gengi fyrir sig. Þar spilaði ég fótbolta við einfætta stráka með bolta sem var ekkert annað en vafinn skyrta. Eg sá hversu bágt þessir krakkar áttu og uppgötvaði þá hversu heppinn ég var að geta æft átta tíma á dag og þurfa ekki að borða það sem ég finn úti á götu.“ í Eritreu fann Koss stöng sem hann útbjó sem lóð til að geta haldið sér í æfingu. Hann stundaði snerpuæfingar með hundrað ber- fættum strákum sem reyndu að halda í við hann á sprettinum, hann hljóp með strák- hvolpa í fanginu eins langt og hann komst til að bæta þolið og svo mætti lengi telja. „Stundum er fátækasta fólkið með göfug- asta andann," sagði Koss þegar hann upp- lifði gleði og sorg með krökkunum í Eritreu. Þegar hann snéri heim til Noregs mundi hann eftir svip glaðværra en hungraðra barna og hann æfði með öðru hugarfari. Koss stóð við loforð sitt til barnanna í Erit- reu um að færa þeim íþróttavörur að Ól- ympíuleikunum loknum — og meira en það. Hann bað öll börn í Noregi að tína til íþrótta- fatnað og áhöld sem þau væru hætt að nota svo hægt væri að senda þau til fátækra barna í Eritreu. Áður en yfir lauk höfðu safn- ast 12 tonn af vörum fyrir börnin og hélt Koss þangað í fylgd fjölda ungmenna frá Noregi á aldrinum 11-15 ára ásamt nokkrum unglingaþjálfurum. FALLEGAR „STÚLKUR“ Eins og mörgum er kunnugt eru tennis- kappinn ANDRE AGASSI og kvikmyndaleik- konan BROOKE SHIELDS par. Þau hafa verið óaðskiljanleg um tveggja ára skeið og hefur Agassi unnið sig hægt og sígandi upp met- orðastigann í tennis eftir að þau kynntust. Fyrir skömmu lét kappinn klippa sig og er ansi herralegur í dag en á fyrsta stefnumót- inu sátu skötuhjúin á veitingahúsi, bæði vel síðhærð, þegar snotur þjónustustúlka vatt sér að þeim og sagði: „Are you ladies enjoy- ing your food.“ TYSON SLÆST Þrátt fyrir að vera í fangelsi slær MIKE TYSON enn jafn fast frá sér. Ekki alls fyrir löngu sló hann einn vandræðagemling í rot eftir að slagsmál hófust í fangelsinu. Tyson hafði fengið stóra sendingu af sígarettum og var að gefa samföngum sínum pakka. Þetta líkaði ekki öllum föngunum því sumir þeirra græða stórlega á því að selja sígarettur. Yfir 100 manns slógust þegar best lét og látunum lyktaði með því að Tyson rotaði aðalmann sígarettusölumannanna. Ekki er vitað hvort höggið lengi fangelsisvist kappans en líkur er á því að hann losni úr prísundinni í maí næstkomandi. AFHVERJU ERVALTÝR UNDRANDI? Enginn leikmaður í NBA stelur boltanum oftar frá andstæðingum sínum en SCOTTIE PIPPEN. Þetta virðist koma VALTÝ BIRNI, íþróttafréttamanni Stöðvar 2 og Bylgjunnar, verulega á óvart ef marka má lýsingar hans. Valtýr greinir oft frá tölulegum staðreynd- um og segist ALLTAF undrandi á því hvað Pippen sé duglegur við að stela boltanum. Þessi undrun Valtýs hvað eftir annað kemur á óvart því Pippen hefur verið duglegur við iðju sína síðastliðin ár. Pippen stal næst- flestum boltum í NBA í fyrra, eða 2,94 sinn- um að meðaltali í leik. Aðeins Nate McMillan var honum ofar en það hefur líklega komið Valtý Birni á óvart. ÓHUGNAÐUR Eftir fall kommúnismans hefur hver hrj'llingssagan úr heimi íþróttanna borist úr austri. I gegnum tíðina hefur verið verið talað um „vélmennin" sem eru framleidd í austri til þess eins að ná stór- kostlegum árangri í íþróttum. Nýlega var rætt við OLGU KOVALENKO frá Sovét- ríkjunum, í sjónvarpsviðtali í Þýskalandi og Lúxemborg, en hún vann til gullverð- launa í fimleikum á Ólympíuleikunum í Moskvu. Olga sagði frá þeirn óhugnaði sem viðgekkst í Sovétríkjunum þegar hún var að keppa. íþróttayfin'öld þar í landi skipuðu henni að verða ólétt eftir kæra- stann sinn þegar hún var 18 ára og síðan átti að eyða fóstrinu þegar 10 vikur væru liðnar af meðgöngunni. Kovalenko sagði að hún hefði aðeins verið ein af fjölmörg- um sem var skipað að stunda kynlíf með þetta í huga því þungun gerði það að verkum að líkaminn fór að framleiða meira af karlhormónum sem gæfi rneiri st>'rk og þol. Kovalenko sagði að þeim stúlkur, sem neituðu þessu hefði, verið hótað með brottvikningu úr landsliðinu. Hún sagði ennfremur að þær, sem áttu enga kærasta, hefðu þurft að stunda kyn- líf með þjálfurunum sínum til þess að verða óléttar. VADIM MOYESSEYEV, sem var opinber fulltrúi Ólympíuliðs Sovétríkjanna árið 1960, hefur staðfest sögu Kovalenko. Fyrrum þjálfari í Sovétríkjunum lét hafa eftir sér í sjónvarpsviðtalinu að ýmsar þvinganir hefðu verið viðhafðar til þess að stúlkurnar yrðu óléttar og að í öðrum ríkjum hefði þetta hreinlega verið kallað nauðganir." 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.