Íþróttablaðið - 01.04.1997, Side 17
áhrif á Kristján og Sigurð á íþrótta-
vellinum, var án efa hinn frækni
íþróttamaður Valbjörn Þorláksson en
hann var lengi vel eini Islendingur-
inn sem hafði náð verulegum árangri
í stangarstökki. Valbjörn stökk á stál-
stöng til 1965 en þá tóku svokallað-
ar fíberstangir við. „Hann var alveg
frábær íþróttamaður og náði mjög
góðum árangri með stálstöngunum.
Valbjörn náði hins vegar ekki tökum
á fíbernum. Hans besti árangur er
4,50 metrar og það á stálstöng. Á fí-
ber stökk hann best 4,40. Hann
keppti fyrir íslands hönd til
1980/1981, þá kominn vel yfir fer-
tugt," segir Kristján. Og Sigurður
bætir því við að þegar stangarstökkið
sé annars vegar sé aldur afstæður,
svo framarlega sem menn séu ungir í
anda, haldi sér í góðri æfingu og sýni
hvað í þeim býr.
Þeir félagar segja eitt eftirminni-
legasta mót sitt vera stangarstökks-
mót á þjóðhátíð í Eyjum 1979. Mót-
ið var sérstök sýningargrein og vakti
mikla athygli. ,,Það var vægast sagt
frábær stemning á Þjóðhátíðinni
meðal þeirra þúsundir áhorfenda
sem fylgdust með okkur í Herjólfs-
dal. Það var svakalega gaman að
stökkva við þær sérstöku kringum-
stæður sem þar voru og það kom
okkur verulega á óvart hversu mikinn
áhuga menn höfðu á því að sjá okk-
ur stökkva. Við sáum um að flytja
dýnurnar og koma þeim á keppnis-
stað og það var heilmikil vinna. En
hún var svo sannarlega þess virði því
við skemmtum okkur konunglega,"
segir Sigurður sem sló Islandsmet
Valbjörns Þorlákssonar í Eyjum,
stökk 4,55 metra. Kristján bætti sig
einnig og stökk 4,20 metra.
Þeir æfðu vel saman nánast alla
daga vikunnar og bættu sig jafnt og
þétt eftir því sem á leið. Og árangur-
inn lét ekki á sér standa. Sigurður
náði því glæsilega afreki að vera
fyrstur íslendinga yfir fimm metra en
það gerði hann 1981. Þremur árum
síðar setti hann Islandsmetið sem
enn stendur, 5,31. Kristján fór í fyrs-
ta sinn yfir fimm metra slétta á af-
mælismóti ÍR 1982 en best á hann
5,06 frá 1986. Þeir hafa alla tíð ver-
ið iðnir við að hvetja og styðja hvor
annan og þrátt fyrir harða keppni
hefur alltaf verið stutt í hláturinn og
vinskapinn. Leiðir þeirra lágu fyrst
saman er þeir æfðu karate fyrir 23
árum. Þeir segja tímann, sem síðan
er liðinn, hafa verið mjög skemmti-
legan þar sem þeir hafi fengið mörg
spennandi tækifæri til að keppa,
Sigurður T. Sigurðsson.
,,Ég sagöi aö
golf væri bara
fyrir gamal-
menni og
aumingja,,,
segir Siguröur.
Kristján Gissurarson.
ferðast og kynnast fólki. Báðir eiga
fjölmargar keppnisferðir til útlanda
að baki, aðallega til Norðurlanda og
meginlands Evrópu.
„Við vorum ekki mjög áberandi
þegar við byrjuðum að æfa stangar-
stökk. Það voru mjög fá stangar-
stökksmót í gangi þannig að við
þurftum að hafa fyrir því að koma
þeim á og undirbúa þau. Það tók
sinn tíma og var auðvitað ánægjulegt
þegar vel gekk. Undirbúningur fyrir
hverja æfingu og hvert mót var mik-
ill og tímafrekur þar sem við þurftum
að koma áhöldum, eða dýnum og
uppistöðum, á sinn stað. Oftar en
ekki urðum við að burðast með dýn-
urnar á hjólbörum frá Laugardals-
velli til Valbjarnarvallar og það var
ekki auðvelt verk. Það létti okkur
hins vegar róðurinn þegar við feng-
um loks afnot af traktor til að koma
þessum hlutum á sinn stað," segir
Kristján. Og Sigurður heldur áfram:
„Stangarstökkið tók kannski mun
meiri tíma en aðrar greinar og mót
en áhugi okkar á íþróttinni var svo
mikill að við settum það ekki fyrir
okkur. Þetta var einfaldlega svo gam-
an, aðalmálið var að stökkva, allt
annað var aukaatriði."
— Og hefur það sjónarmið ykkar
ekkert breyst með árunum?
„Auðvitað hefur það breyst,"
segja þeir samtímis. „Núna er stang-
arstökkið okkar líkamsrækt því með
því að stökkva höldum við okkur í
formi. FjölskyIdan og vinnan skipta
nú mestu máli og taka mestan tíma,
auk þess sem við höfum öðrum mik-
ilvægum skyldum að gegna. Kristján
segist þó enn vera að læra að stökk-
va. „Maður er alltaf að læra meira og
meira í tækninni þó að maður ein-
beiti sér ekki eins mikið og áður að
íþróttinni. Lykilatriðið í stönginni er
að verða öruggur og vel þjálfaður.
Siggi er t.d. afar öruggur stangar-
stökkvari og hefur góð tök á tækn-
inni. Og þess vegna sigraði hann á
síðasta Islandsmóti þrátt fyrir fáar æf-
ingar í vetur."
Kristján rekur heildverslunina
ísold og Sigurður er starfandi endur-
skoðandi. Þótt mikill tími fari í vinnu
hjá þeim gefa þeir sér tíma til að
sinna öðrum áhugamálum en frjáls-
um. Kristján hefur gaman af því að
stunda alls konar sport og fer hann
t.d., ásamt Sigurði, í badminton einu
sinni til tvisvar í viku. Golfið heillar
hann einnig, enda segir hann stutt í
það að hann fari að stunda það. Sig-
urður stundar golf af kappi hjá Keili í
Hafnarfirði.
17