Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1997, Blaðsíða 23

Íþróttablaðið - 01.04.1997, Blaðsíða 23
Texti: Þórlindur Kjartansson Ryan Giggs AT ekki sofið á ÍSLANDI! Einkaviðtal íþróttablaðsins við stórstjörnuna Ryan Giggs leikmann Manchester United. Hann gat ekki sofið vegna birtunnar á íslandi á nóttunni! s rið 1981 fluttist sjö ára gamall drengur, Ryan Wilson, ásamt móður sinni, frá Cardiff í Wa- les til Manchester. Sennilega hefur hann ekki grunað þá að tíu árum seinna ætti hann eftir að fá að spila með einu besta knattspyrnuliði heims og verða einn frægasti og dáð- asti knattspyrnumaður Bretlandseyja. Þegar Ryan Wilson var ellefu ára gamall kom njósnari frá Manchester City auga á hann og vatt sér sam- stundis að móður hans og bað um leyfi til að taka strákinn með á æfing- ar hjá Deans, liði sem rekið er af Manchester City. Fljótlega fóru menn að taka eftir því að þessi strákur var eitthvað svolítið sérstakur. Hann var þá, eins og nú, ótrúlega snöggur og alltaf í jafnvægi. Hann virtist getað skilið hvaða varnarmann eftir í öng- um sínum og brunað í átt að markinu án þess að nokkurt ráð væri til að stöðva hann. Fljótlega fóru nágrannarnir í Uriited að veita hinum unga Ryan Wilson athygli og buðu honum á æf- ingar hjá sér þar sem markmiðið var að velja leikmenn í unglingalið United. Það var svo á fjórtán ára af- mælisdegi hans að Alex Ferguson bankaði á dyrnar og spurði hvort hann væri ekki reiðubúinn að ganga til liðs við United. Það er fyrst löglegt að bjóða leikmönnum samning þeg- ar þeir verða fjórtán ára svo segja má að Ferguson hafi ekki sóað einum degi. Ryan hafði alltaf verið United aðdáandi og hugsaði sig ekki tvisvar um heldur sagði „já" á staðnum. Þá má segja að framtíðin hafi ver- ið ráðin. Ryan skrifaði undir atvinnu- mannssamning þegar hann varð sautján ára og breytti þá um leið eft- irnafni sínu í Giggs, eftirnafn móður sinnar, sem hann segist eiga mikið að þakka. Giggs lék tvo leiki á tímabilinu 1990 -'91, þann fyrsta gegn Everton og í öðrum leik sínum, gegn Manchester City, skoraði hann í 2-1 sigri United. Það vakti auðvitað mikla athygli að svo ungur leikmað- ur færi að spila með aðalliði United og á einni nóttu varð Giggs einn um- talaðasti knattspyrnumaður Bret- landseyja og tíður gestur á forsíðum unglingablaða. Og allt í einu voru stelpur, sem aldrei áður fylgdust með fótbolta, farnar að setjast við skjáinn þegar United var að spila. Giggs varð strax fastamaður í United á sínu öðru keppnistímabili og sló þá í gegn. Hann lék við hliðina á köppum á borð við Bryan Robson og Mark Hughes sem skömmu áður höfðu prýtt veggina í herberginu hans og Ryan var ekki lengur bara venjulegur strákur sem hafði gaman af fótbolta. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.