Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1997, Page 27

Íþróttablaðið - 01.04.1997, Page 27
svona samanburður ekki geta verið annað en hrós fyrir mig. Best var svo frábær leikmaður. Maður getur ekki komið í veg fyrir að fólk skrifi það sem það vi11 svo maður verður bara að útiloka það í sínum huga." — Lestu yfirleitt það sem er skrif- að um þig í blöðin? „Nei, yfirleitt ekki. Stundum." — Verðurðu reiður yfir því sem er skrifað um þig? „Það er sennilega ástæðan fyrir því að ég les ekki blöðin. Ég las alltaf blöðin eftir hvern einasta leik og ef maður spilaði vel þá var gaman að lesa hrósið en ef ég spilaði illa varð ég leiður þegar ég las blöðin. Núna stend ég bara ekkert í þessu. Ég veit það fullvel sjálfur hvort ég spilaði vel eða ekki. Það er engin ástæða til að lesa um það." — Hvernig er að spila með liði sem á sér svo ríka sögu og á dygga aðdáendur út um allan heim? Finnst þér það stundum yfirþyrmandi? „Já, ég fór á leiki hérna þegar ég var krakki. Og þegar ég kom hingað byrjaði ég allt í einu að spila með hetjunum mínum. Það getur verið yf- irþyrmandi í byrjun en maður venst þessu." — Finnst þér erfitt að vita til þess að þú nærð sennilega aldrei viðlíka árangri með velska landsliðinu og með Manchester United? „Já, það er erfitt. Wales hefur aldrei náð mjög góðum árangri á heimsvísu. En ég reyni bara að vera bjartsýnn og vona að við komumst einhvern tímann í Heimsmeistara- keppnina. Við vorum svo nálægt því síðast. Það var bara einn leikur og ef við hefðum skorað úr vítinu þá hefð- um við farið til Bandaríkjanna. [Wa- les þurfti að sigra Rúmeníu í Cardiff 17. nóvember 1993 með tveimur mörkum til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppni HM. Eftir að Wales hafði jafnað 1-1 fékk Paul Bodin tækifæri til að koma liðinu yfir en brenndi af. Giggs er viss um að ef Wales hefði komist yfir í leiknum þá hefðu þeir skoraði a.m.k. eitt mark í viðbót og tryggt sér sæti. í stað þess skoraði Rúmenía aftur og leikurinn endaði 1-2, innsk. blaðam.]. Von- andi tekst það einhvern tíma seinna en Wales er svo lítið land [íbúafjöldi um 3 milljónirj að líkurnar eru nátt- úrlega ekki miklar." — Hvaða leikmanna hefurðu mest litið upp til? „Ég hef sennilega spilað með þeim sem ég leit mest upp til. Bryan Robson og Mark Hughes voru tveir þeirra og í dag er það Eric Cantona." — Finnst þér perónuleiki Cant- ona og sú athygli sem hann fær hafi létt byrðinni að einhverju leyti af þér? „Eg er ekki svo viss um það. Hjá félagi eins og Manchester United eru leikmenn alltaf f sviðsljósinu. Þótt einhver einn leikmaður fái mikla at- hygli kemur það ekki í veg fyrir að aðrir fái líka athygli." — Fylgistu með öðrum íþrótta- greinum? „Já. Pabbi spilaði rugby svo ég fyl- gist ennþá með því. Ég fylgist eigin- lega með næstum öllum íþróttum, ef það eru íþróttir í sjónvarpinu þá horfi ég á þær." — Hvaða þjálfarar hafa haft mest áhrif á þig? „Sennilega allir þjálfararnir hérna hjá United. Eric Harrison í unglinga- liðinu og Brian Kidd og Ferguson. Allir gefa manni ráð. Og það er alltaf einhver sem maður getur talað við ef mann vanhagar um eitthvað." Giggs fagnar marki Cantona. — Finnst þér líklegt að þú eigir einhvern tímann eftir að spila á meginlandi Evrópu? „Nei, það heillar mig ekki. Ég á enn fjögur ár eftir á samningnum og vona því að ég verði hjá Manchester United næstu fjögur ár." — Þekkirðu eitthvað til íslenskra leikmanna? „Ég spilaði með unglingalandslið- inu á Islandi þegar ég var sextán ára. Það var mjög erfiður leikur. Ég man að ég gat ekkert sofið af því það var bjart allan sólarhringinn." — Hvað gerirðu í fríum? „Fer bara í ferðalög. Fer eitthvað til að slappa af, til dæmis til Banda- ríkjanna. Ég á ættmenni þar og ég fer oft og heimsæki þau." 27

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.