Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1997, Side 28

Íþróttablaðið - 01.04.1997, Side 28
— Hversu lengi býstu við að spila í þessum gæðaflokki? „Vonandi þangað til ég verð þrjá- tíu og fimm eða svo og jafnvel leng- ur. Nú til dags held ég að það sé góð- ur möguleiki. Ef maður heldur sér í góðu formi og sleppur við meiðsli." — Hvernig líst þér á möguleika ykkar í vetur? „Vel.Viðerum efstir ídeildinni og mér finnst við ekki hafa spilað okkar bestu leiki ennþá. Ef við náum að spila eins vel og við gerðum í fyrra- vor held ég við ættum að ná að vinna." — Hvað gerirðu til að slappa af? „Yfirleitt fer ég út að borða með vinum mínum eða fæ mér bjór með þeim. Hangi heima og les eða horfi á vídeó. En oftast slappa ég bara af heima hjá mér." — Eldarðu sjálfur matinn þinn? „Stundum. Ég hef búið einn í þrjú ár en yfirleitt fer ég bara til mömmu sem býr rétt hjá eða fer til vina minna." — Hver eru helstu áhuga- mál þín fyrir utan fótbolta? „Að fylgjast með öðrum íþróttum og bara slappa af. Vinir mínar spila fótbolta stundum og ég fylgist með þeim." — Hvaða íþróttamaður er fremstur í heiminum í dag? „Ætli ég myndi ekki segja Michael Jordan körfubolta- maður og Michael Johnson hlaupari." — Hverjir heldurðu að vinni næsta Heimsmeistara- mót? „Vonandi Wales (hlær), ef við komumst þangað. Ætli það verði ekki Brasilía, þeir eru með Ronaldo, hann er ótrúlegur leikmaður." Þegar við stigum út úr bílnum til að taka mynd juk- ust skrækir aðdáendanna til muna en Giggs, sem greini- lega er vanur þessu, lét það lítið á sig fá og eftir að hafa setið fyrir á nokkrum mynd- um brunaði hann í burtu. — Hvað er það sem skilur á milli þess að vera áhugamaður og að ná að verða atvinnumaður? „Ég held að það sé viljinn til að læra af þjálfurum og öðrum leik- mönnum. Maður þarf líka að hafa löngunina, að vilja virkilega spila fótbolta." — Eru flestir vinir þínir íþrótta- menn? „Nei, flestir vinir mínir eru þeir sömu og frá því ég var í skóla. Ég á náttúrlega vini í liðinu en bestu vinir mínir eru í venjulegum störfum." 28

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.