Íþróttablaðið - 01.04.1997, Blaðsíða 33
Penni Peppas er sannkallaður
sigurvegari í körfubolta.
Grindvíkingar stálu senunni undir lok íslandsmótsins í körfubolta og völt-
uðu yfir Keflavík og KR í úrslitakeppninni.
Hjörleifsson, þjálfari kvennaliðs
Breiðabliks, og eftir samtalið ákvað
hún að koma hingað. „Siggi Hjöll var
svo yndislegur að ég ákvað að skella
mér. Ég var búin með háskólanám og
hafði engu að tapa. Maður hefði get-
að séð á eftir því síðar að hafa aldrei
farið." Með Breiðabliki varð hún ís-
landsmeistari strax á sínu fyrsta ári.
Þótt fyrsta árið hafi verið sigursælt
leist henni vart á blikuna þegar hún
kom til íslands. Á fyrstu æfingunum
með liðinu vantaði bestu stelpurnar
og sá hún aðeins þær yngri. „Ég
spurði sjálfa mig hvað ég væri að
gera hér en allt fór þó vel að lokum.
I Bandaríkjunum spila háskólar gegn
hvor öðrum og maður ert að leika
við stelpur á svipuðum aldri. Hér
spila félagslið gegn hvort öðru og
aldursmunurinn er miklu meiri.
Nokkur íslensk lið hafa á að skipa
efnilegum stúlkum, t.d. Keflavík, KR
og IS. Ég skil ekki at' hverju ungar
stúlkur, sem eru boðnar til Bandaríkj-
anna til háskólanáms, nýta sér ekki
tækifærið. Þær segja oft að þær eigi
kærasta o.s.frv. Þær eru bara 18-19
ára og eiga allt lífið fyrir sér."
Ungu stelpurnar í Grindavík stóðu
sig hreint frábærlega í úrslitakeppn-
inni og áttu mikinn þátt í velgengni
liðsins. „Þessar stelpur, eins og Rósa
Ragnarsdóttir, Stefanía Ásmuq^s-
dóttir og Sólveig Gunnlaug*dóttir,
eru í 10. bekk eða nýb#jaðar í ifajpv
hnldsskóla. Þær voru að suila 3(V ^
mínútur í leik. Fyrir þeim var þetta að
duga eða drepast. Ég man ekki eftir
að hafa verið svona góð þegar ég var
15-16 ára. Stemmningin var frábær
hjá þeim."
Þegar Penni var spurð að því
hvort hún vildi setjast að á íslandi
svaraði hún hlæjandi: „Ekki spyrja
mig að því. Ég hef ekki minnstu hug-
mynd um það. Hér hef ég verið í 3 ár
og orðið íslandsmeistari tvisvar. Jón
Kr. Gíslason, landsliðsþjálfari karla,
hefur skorað á mig að sækja um ís-
lenskan ríkisborgararétt. Ég er ung og
framtíðin er óráðin. Kannski langar
mig til að fara eitthvert annað. En ég
mun koma aftur á næsta ári," svaraði
þessi geðþekka og frábæra
körfuknattleikskona að lokum.
iSUBuiny'
Ferskleiki er okkar brasð.™
33