Íþróttablaðið - 01.04.1997, Síða 34

Íþróttablaðið - 01.04.1997, Síða 34
Texti: Eggert Þór Aðalsteinsson Myndir: Erling Ó. Aðalsteinsson Sigurður Ingimundarson hefur gert frábæra hluti með fimmfalda meistara Keflavíkur í vetur. Hver er galdurinn á bakvið liðið? Af hverju eigum við ekki að fá til okkar erlenda þjálfara? Er Damon Johnson besti erlendi leikmaðurinn sem hefur spilað á íslandi? Þessu svarar Sigurður. jaldan eða aldrei hefur eitt lið haft eins mikla yfir- burði yfir önnur lið og körfuboltalið Keflavíkur í vetur. Fyrir stuttu tryggði liðið sér ís- landsmeistaratitilinn þegar það sigr- aði Grindavík í þremur leikjum. Áður hafði liðið unnið Reykja- nesmótið, Lengjubikarinn, bikar- keppnina og deildarkeppnina. Þessu sigursæla liði stýrir hinn þrítugi, Sig- urður Ingimundarson, landsliðs- maður til margra ára, en hann lagði skóna á hilluna eftir síðasta leiktíma- bil. Sigurður varð þrívegis Islands- Lcstarstjórinn! meistari og tvívegis bikarmeistari með Keflavík. Hann var gerður að þjálfara fyrir þetta leiktímabil en hann hafði frá 1991 þjálfað kvenna- lið Keflavíkur með frábærum árangri þar sem hann stýrði því til fjögurra Islandsmeistaratitla. Þegar blaðamann bar að garði í Keflavík var kona Sigurðar, Hafdís Jónsdóttir, að koma frá Lúxemburg en hún starfar sem flugfreyja. Að- spurð um ágæti eiginmannsins sagði hún hlæjandi: „Það er ekkert skemmtilegt um hann að segja. Hann er skrýtinn!" Sigurður segist hafa lítinn tíma til að sinna öðrum áhugamálum. „Við félagarnir hittumst mikið, spjöllum og borðum saman." — Þú ert ekkert í golfi eða því- líku? „Nei, en þessa dagana spila ég Sigurvegarar ársins í körfubolta karla — Keflavík. 34

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.