Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1997, Qupperneq 38

Íþróttablaðið - 01.04.1997, Qupperneq 38
með því að leika í jafngóðu liði og Keflavík. Þeir myndu spila og skora meira annars staðar. En það stefnir allt í að Albert Óskarsson fari í nám til Bandaríkjanna á næsta ári. Ekkert lið getur fyllt í skarð leikmanns eins og Alberts og þess vegna verðum við að breyta leikskipulaginu. Þetta er eina breytingin sem ég sé á liðinu fyrir næsta tímabil. Guðjón er elstur í liðinu, aðeins þrítugur, þannig að enginn mun leggja skóna á hilluna á næstunni." — Ef við snúum okkur að öðrum málum, hvernig finnst þér karfan hafa verið í vetur? „Deildin byrjaði fullrólega. Mér fannst ekki vera leikinn góður körfu- bolti fyrri hluta mótsins, sérstaklega fyrsta mánuðinn. Eftir það fór körfu- boltinn batnandi. Það, sem ein- kenndi einnig fyrri hluta mótsins, voru mörg lið sem notuðu „Bosman- málið" til þess að fá sér fullt af út- lendingum og ætluðu að koma sér áfram á því. Það voru gífurleg leik- mannaskipti hjá mörgum liðum. Leikmannaskiptin komu öll í einni hrinu, 4-5 lið fengu sér nýjan útlend- ing. Eftir að liðin gerðu sínar síðustu breytingar var deildin mjög góð. Þá voru komnir góðir erlendir leikmenn í flest lið." — Yfirburðir fáeinna liða hafa loðað við deildarkeppnina síðustu ár, þið í vetur og Grindavík og Njarðvík síðustu ár á undan. Geta þessir miklu yfirburðir dregið úr áhuga almennings á íþróttinni? „Það gæti verið fyrir einhverja ut- anaðkomandi. Þeir kynnu að segja að þarna væru Suðurnesjamenn sem væri leiðinlegt að horfa á og ynnu allt. Eg held að áhugamenn annars staðar af landinu ættu að fara að gera eitthvað í málunum og koma Reykja- víkurliðunum loksins á landakortið. KR stóð sig vel í vetur og Valur komust upp í úrvalsdeildina en þessi lið sem og önnur lið úti á landi eiga að geta gert miklu betur. Það krefst náttúrlega gífurlegs starfs að koma upp góðu liði og ég veit til þess að mörg lið leggja ekki á sig vinnu og tíma til að verða góð." — Finnst þér vera sami vöxtur í körfunni og fyrir nokkrum árum þegar NBA tröllreið öllu og breyt- ingar voru gerðar á deildinni? „Hápunkturinn í körfunni var fyrir 4-5 árum. Nú erum við kannski í að- eins lægð miðað við þá en ef við höldum rétt á spöðunum þá förum við aftur á sama stað. Það er ekki mikill munur á körfunni nú og þá. Á alvöru leikjum er fullt af fólki og áhugi á körfubolta er gífurlegur. Mér finnst að þurfi að auglýsa íþróttina betur og sjónvarp þarf að koma bet- ur þar inn. Umfjöllun sjónvarps hef- ur verið léleg í vetur. Við getum gert betur með alls konar litla hluti og þá þarf ekki óttast um framtíð körfunnar. Ég held að handboltinn nái aldrei aftur þeim yfirburðum sem hann hafði áður fyrr fyrst karfan er orðin þetta vinsæl." — Hvernig líst þér á komandi verkefni landsliðsins? Eigum við ein- hverja möguleika í stóru þjóðirnar? „Nú er landsliðið að fara í hörku- keppni [milliriðla Evrópukeppni landsliða] og verður fróðlegt að fylgj- ast með því. Við eigum enga mögu- leika í bestu landsliðin en við erum síst verri en margar stórar þjóðir, Við höfum tapað naumlega fyrir mörgum þeirra af því okkur hefur vantað meiri líkamlegri styrk. Ég get alveg trúað því að ísland eigi eftir að spjara sig í þessari keppni. Það er mikið framfaraskref að komast í hana. Fólk gerir sér ekki grein fyrir hversu erfitt er að komast áfram í Evrópukeppn- inni." — Var það mikill missir fyrir deildina að Teitur Örlygsson, Guð- mundur Bragason og Herbert Arnar- son skyldu fara út? Falur Harðarson átti stórieiki gegn Grindavík og raðaði 3ja stiga skot- unum niður. „UHFJÖLLUN WmmtNS Hem \/em iéveq" „Jú, vissulega var þetta einhver missir en ég veit ekki betur en að fyr- ir þá komu fram nýir leikmenn sem blómstruðu. Ég held að þessar breyt- ingar geri deildina breiðari. Það hjálpar einnig körfunni að sjá að hún getur eignast atvinnumenn sem eru nógu góðir til að spila annars staðar. Þótt þessir þrír leikmenn hafi verið landsliðsmenn voru þeir ekkert mik- ið betri en aðrir leikmenn sem spila hér. Leikmenn á íslandi hljóta því að sjá að þeir eiga líka möguleika. í þessu sambandi er líka spurning um hvort það eigi að hleypa leikmönn- um frá Austur-Evrópu inn í „Bosman- dæmið" sem ég veit ekki hvort af því verður. Þá minnka vissulega mögu- leikar okkar manna mikið. Ég veit til þess að Jón Arnar Ingvarsson hefur verið að ræða við nokkur lið. Nokkr- ir leikmenn í Keflavík gætu hæglega spilað erlendis. Ég gæti líka nefnt Helga Jónas Guðfinnsson og Her- mann Hauksson. Það eru ungir strák- ar sem gætu hæglega farið út eftir nokkur ár, héðan og frá Tindastóli." — Hverjir eru vanmetnustu leik- menn deildarinnar? „Hér á íslandi er viðhorfið þannig að þeir sem skora mest eru alltaf bestir þótt þeir geti ekkert annað. Stundum hefur það gerst að fullt af góðum sóknarmönnum, sem spila sömu stöður, eru valdir í landsliðið. Mér finnst að stóru, íslensku leik- mennirnir ættu að fá meiri athygli, þeir sem eru að taka fráköstin og gæta útlendinganna. Ég nefni samt engin nöfn." 38
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.