Íþróttablaðið - 01.04.1997, Síða 58

Íþróttablaðið - 01.04.1997, Síða 58
Umsjón og texti: Valdimar Kristófersson Myndir: Erling Ó. Aðalsteinsson Aðrar sem fengu atkvæði voru: Penny Peppas besti leikmaður 1. deildar kvenna í körfubolta. ársins 1 . D E I L D Penny Peppas Grindavík (6) Guðbjörg Norðfjörð KR (4) Anna María Sveinsdóttir Keflavík (5) Erla Reynisdóttir Keflavík (5) Helga Þorvaldsdóttir KR (5) Lítil spenna einkenndi 1. deild kven- na í körfuknattleik í vetur. Keflvíking- ar höfðu mikla yfirburði yfir önnur lið og því þótti sjálfsagt að stúlkurn- ar færu alla leið í úrslitaleik um Is- landsmeistaratitilinn. Ekki voru allir á sama máli og stúlkurnar úr Grinda- vík voru með önnur áform. Með gíf- urlegri baráttu, mikilli leikgleði og góðri samheldni tókst þeim að legg- ja andstæðinga sína af velli og lyfta Islandsmeistaratitlinum í fyrsta sinn. Það er sérlega glæsileg frammistaða í Ijósi þess að liðið hafnaði í 4. sæti í deildarkeppninni. Þjálfararnir voru flestir á því að það væri gott fyrir kvennakörfuna að nýtt lið hefði unn- ið titilinn. Það sýndi að breiddin væri að aukast í körfunni. Hver þjálfari stillti upp fimm manna liði og mátti ekki velja leik- menn úr sínu liði. Penny Peppas hlaut fullkomna kosningu, enda gíf- urlega snjall leikmaður. Annars fengu stúlkurnar í liði ársins afger- andi kosningu og greinilegt var að þjálfararnir voru á eitt sáttir um lið ársins. Reyndar fékk Anna Dís fjögur stig en Anna María fékk fimm sam- tals, þrjú sem miðherji og tvö sem framherji og því er Anna María í stöðu miðherja. Bakverðir: Alda Jónsdóttir, ÍS 2 Sólveig Gunnlaugsd, Grindavík 1 Miðherjar: Anna Dís Sveinbjörnsd, Grindavík4 Framherjar: Birna Valgarðsdóttir, Keflavík 2 Eva Stefánsdóttir, Njarðvík 1 Það er engin spurning að Penny Peppas er drottning körfuboltans á íslandi. Hún fékk sex stig af sjö mögulegum í vali á leikmanni vetrar- ins. Hver þjálfari mátti nefna tvo leikmenn en einn valdi eingöngu einn leikmann. Sumir þjálfararnir áttu ekki orð til að lýsa áðdáun sinni, sögðu hana hafa stjórnað úrslita- keppninni fram í fingurgóma. Einn þjálfarinn sagði að það skipti engu máli í hvaða liði Penny væri, það lið myndi nánast örugglega standa uppi sem sigurvegari mótsins. Annar þjálf- ari sagði að Penny væri frábær leik- maður en því mætti þó ekki gleyma að Grindavík væri með gott lið og stúlkurnar hefðu unnið titilinn á sterkri liðsheild. n .• i <i * . Besti leikmaourinn: Penny Peppas, Grindavík 6 Anna María Sveinsdóttir, Keflavík4 Birna Valgarðsdóttir, Keflavík 1 Erla Reynisdóttir, Keflavík 1 Helga Þorvaldsdóttir, KR 1 Þjálfararnir áttu erfitt með að gera upp við sig hver væri efnilegasta stúl- ka landsins. Greinilegt er að mikið er um efnilegar stúlkur í körfuboltanum og er það góðs viti. Fjórar stúlkur voru jafnar að stigum, Alda Jónsdótt- ir, Eva Stefánsdóttir, Signý Her- mannsdóttir og Stefanía Asmundar- dóttir en hver þjálfari nefndi tvo leik- menn. Efnilegasti leikmaðurinn: Alda Jónsdóttir ÍS 2 Eva Stefánsdóttir, Njarðvík 2 Signý Hermansdóttir, ÍS 2 Stefanía Ásmundard., Grindavík 2 Berglind Kristjánsdóttir, Njarðvík 1 Erla Reynisdóttir, Keflavík 1 Hekla Maídís Sigurðardóttir, Grindavík 1 María Karlsdóttir, Keflavík 1 Rósa Ragnarsdóttir, Grindavík 1 Steinunn Dúa Jónsd., Breiðablik 1 58

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.