Bændablaðið - 02.07.2020, Qupperneq 4

Bændablaðið - 02.07.2020, Qupperneq 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. júlí 20204 FRÉTTIR Loftslagsskýrsla um íslenska nautgriparækt: Þörf á betri gögnum til að rökstyðja losunarbókhald Starfshópur um loftslagsmál í nautgriparækt hefur skilað skýrslu til Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra. Í skýrslunni er lögð áhersla á að þau gögn sem liggja til grundvallar losunarbók- haldinu í nautgriparækt verði bætt. Greint er frá útgáfu skýrsl unnar á vef atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytisins. Þar kemur fram að hópurinn hafi verið skipaður fyrr á árinu í framhaldi af undirritun samkomulags um breytingar á samningi um starfsskilyrði naut- gripa ræktar. Bætt gögn og fræðsluverkefni „Hlutverk hópsins var að setja saman verk- og fjárhagsáætlun og að út- færa þau atriði sem miða að kolefn- isjöfnun greinarinnar. Í skýrslunni leggur starfshópurinn megináherslu á að þeir fjármunir sem til ráðstöfunar verða fram að næstu endurskoðun bú- vörusamninga árið 2023 verði nýttir annars vegar til að bæta þau gögn sem liggja til grundvallar losunarbók- haldinu í nautgriparækt og hins vegar til fræðsluverkefna“, segir á vefnum. Þýðingarmikið aðgengi bænda Þá segir þar að þýðingarmikið sé að bændur hafi aðgang að sem bestum gögnum um losun frá sínum búum, séu meðvitaðir um hana og þá möguleika sem þeir hafa til að draga úr henni. Fjármunir sem verða til ráðstöf- unar eftir endurskoðunina 2023 verði síðan nýttir til að ýta undir beinar aðgerðir á búunum. /smh Stjórnvöld stóðu fyrir kynningu á nýrri aðgerðaráætlun í loftslagsmálum þriðjudaginn 23. júní. Þar kom fram að samkvæmt nýju stöðumati mun Ísland uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sínar og gott betur; með aðgerðum mun losun á gróðurhúsalofttegundum dragast saman um 35 prósent að lágmarki frá árinu 2005 til 2030, en ekki 29 prósent eins og stefnt var áður að með Parísarsamkomulaginu. Því til viðbótar er samkvæmt hinu nýja stöðumati, gert ráð fyrir að með nýjum aðgerðum sé hægt að skila 5–11 prósentum til viðbótar í samdrætti á losun. Losun dregst saman um ríflega milljón tonn Með aðgerðum Íslands er áætlað að losun gróðurhúsalofttegunda, sem eru á beinni ábyrgð Íslands, muni hafa dregist saman um ríflega eina milljón tonna CO2-ígilda árið 2030. Um 46 milljörðum króna verður varið til helstu aðgerða í loftslagsmálum á fimm ára tímabili, 2020–2024. Áætlunin samanstendur af 48 aðgerðum, þar af 15 nýjum, sem hafa bæst við frá því að fyrri aðgerðaráætlunin var gefin út haustið 2018. Samhliða víðtæku samráði við gerð nýrrar útgáfu áætlunarinnar hefur verið lögð áhersla á að hrinda aðgerðum strax af stað. Þannig eru 28 aðgerðir af 48 þegar komnar til framkvæmda. Mestur samdráttur í orkuframleiðslu og smærri iðnaði Mesti samdráttur losunar í áætluninni er talinn verða frá orkuframleiðslu og smærri iðnaði, 67 prósent frá árinu 2005; úr 571 þúsundi CO2-ígilda í 189 þúsund. Helstu aðgerðir þess liðar eru að fanga kolefni frá jarðvarmavirkjunum, rafvæðing fiskimjölsverksmiðja, loftslagsáhrif byggingariðnaðarins og innlent endurnýjanlegt eldsneyti. Málaflokkurinn úrgangur og sóun er litlu minni, eða 66 prósenta samdráttur; úr 330 þúsundum CO2-ígilda í 113 þúsund. Helstu aðgerðirnar þar eru urðunarskattur, bann við urðun lífræns úrgangs og minni matarsóun. Skip og hafnir munu skila 42 prósenta samdrætti; úr 769 þúsundum CO2-ígilda í 449 þúsund. Þar eru helstu aðgerðir orkuskipti í sjávarútvegi, rafvæðing hafna, bann við notkun svartolíu, orkuskipti í ferjum, orkuskipti í skipum á vegum ríkisins. Minnst dregst saman losun í landbúnaði, eða fimm prósent, úr 605 þúsundum CO2-ígilda í 575 þúsund. Helstu aðgerðir þar eru loftslagsvænn landbúnaður, kolefnishlutleysi í nautgriparækt, aukin innlend grænmetisframleiðsla, bætt nýting og meðhöndlun áburðar og bætt fóðrun búfjár til að draga úr iðragerjun. Ávinningur aðgerða voru metnar af sérfræðingum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sér fræð- ingum Umhverfisstofnunar og teymi vísindafólks við Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Hægt er að fylgjast með framgangi áætlunarinnar á vefnum www.co2. is. Áætlunin er komin í samráðsgátt stjórnvalda til næstu þriggja mánaða og þar gefst almenningi kostur á að leggja fram umsagnir og ábendingar til 20. september næstkomandi. Árangur í sem mestri sátt samfélags, efnahags og umhverfis Katrín Jakobsdóttir forsætis- ráðherra sagði á blaðamanna- fundinum að hún væri stolt af árangrinum og það væri mikils virði að geta náð slíkum árangri í sem mestri sátt samfélags, efnahags og umhverfis. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra sagði í tilefni uppfærðrar aðgerðar- áætlunar að blaðinu hafi verið snúið við í loftslagsmálum á Íslandi. „Strax á fyrstu mánuðum ríkis- stjórnarinnar var ráðist í aðgerðir í loftslagsmálum og fjármagni beint inn í málaflokkinn. Með þeim aðgerðum sem við höfum gripið til og hyggjumst grípa til munum við ná mun meiri árangri en alþjóðlegar skuldbindingar samkvæmt Parísar- samkomulaginu krefjast af okkur. Því ber svo sannarlega að fagna. Við munum halda ótrauð áfram að tryggja þau umskipti sem nauðsynleg eru,“ sagði Guðmundur Ingi. Sigurður Ingi Jóhanns son samgöngu- og sveitar stjórnar- ráðherra sagði að lofts lagsmálin væru eitt brýnasta viðfangsefni samtímans og mikilvægt að þjóðir heims hafi tekið höndum saman um að vinna að þeim. „Áætlun Íslands er metnaðarfull. Eitt af því sem er mikilvægt er að almenningur geti tekið þátt í þeim breytingum sem verða að eiga sér stað og finni að framlag hvers og eins skipti máli. Orkuskipti í samgöngum leika þar stórt hlutverk. Það er líka ljóst að hagsmunir Íslands í því að skipta yfir í vistvæna orkugjafa eru einnig efnahagslegir því margir milljarðar streyma nú úr landi til kaupa á jarðefnaeldsneyti,“ sagði Sigurður Ingi. /smh Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnir nýja aðgerðaráætlun í lofts- lagsmálum. Gert er ráð fyrir að losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði muni dragast saman um fimm prósent til ársins 2030. Mynd / smh Skýringarmynd sem fylgdi kynningu stjórnvalda. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar: Ekki trúverðugt án öflugs inngrips Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, hefur sett fram gagnrýni á samgönguhluta aðgerðaráætlunar stjórnvalda og segir að í hana vanti betri skýringar á því hvernig svo mikill samdráttur geti náðst á svo stuttum tíma frá vegasamgöngum fyrir utan ívilnanir og þá sjálfkrafa þróun í vistvænum samgöngum sem eigi sér stað. „Það sem við erum fyrst og fremst að gagnrýna í þessari aðgerðaáætlun er að á 10 árum er gert ráð fyrir algjörum viðsnúningi frá fortíðinni. Losun frá vegsamgöngum hefur aukist á tímabilinu frá 2005 til 2018 um 200 þúsund tonn. Í aðgerðaráætluninni er gert ráð fyrir að á næstu 10 árum náum við að draga losun saman um 364 þúsund tonn sem er í algjörri andstöðu við þróunina. Það er ekki trúverðugt að það geti gerst án öflugs inngrips eins og síhækkandi kolefnisgjaldi eða banni við innflutningi á bensín og díselbílum. Eingöngu er gert ráð fyrir að veita ívilnanir og treysta á sjálfkrafa umbreytingu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sagt að langskjótvirkasta leiðin sé veruleg hækkun kolefnisgjalds en henni á ekki að beita hér á landi. Enda sýna bráðabirgðatölur fyrir 2019 að eingöngu tveggja prósenta samdráttur hefur orðið í olíunotkun vegsamgangna á milli áranna 2018 og 2019,“ segir Auður og vísar í gögn Orkustofnunar. „Í aðgerðaráætluninni virðist vera gert ráð fyrir um fimm prósenta samdrætti á milli þessara ára. Ég hef beðið um að fá forsendurnar fyrir því að við náum svo miklum samdrætti á þetta stuttum tíma án harðra aðgerða en hef ekki fengið. Málið snýst nefnilega ekki um fjölda rafmagnsbíla heldur um fjölda bensín- og díselbíla og ekna kílómetra á þeim. Það sem við erum að gagnrýna er að áætlunin gerir ráð fyrir því að með núverandi aðgerðum muni sjálfkrafa draga úr losun frá vegasamgöngum um 286 þúsund tonn á tímabilinu, sem er samkvæmt okkur óraunhæft og ekki í samræmi við okkar útreikninga. Það sama gildir í raun um losun frá sjávarútvegi. Í aðgerðaráætluninni er gert ráð fyrir því að losun frá honum dragist saman um 132 þúsund tonn á tímabilinu algjörlega án inngrips en olíunotkun hans árin 2016–2019 (bæði meðtalin) hefur staðið í stað eða aukist lítillega eftir mjög hraðan og mikinn samdrátt. Það er því erfitt að sjá að verulegur samdráttur verði í losun frá sjávarútvegi án aðgerða. Í áætluninni er gert ráð fyrir að veiði dragist saman á tímabilinu og þar með olíunotkun. Veit ekki hvort sjávarútvegurinn er sammála þeirri spá.“ Ný aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum: Horft fram á betri árangur en alþjóðlegar skuldbindingar segja til um Viðgerðir og sala á alternatorum og startörum í flestar gerðir bíla, báta og vinnuvéla. Hjólastillingar, úrval af ljósum á kerrur og eftirvagna, kerrutenglar, kaplar, perur og tengi. Sendum um allt land. www.pgs.is pgs@pgs.is s 586 1260 Viðarhöfði 1, 110 Reykjavík Alternatorinn eða startarinn bilaður?

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.