Bændablaðið - 02.07.2020, Page 32

Bændablaðið - 02.07.2020, Page 32
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. júlí 202032 Hversu mikið getur kýr mjólk- að? Er hægt að rækta paprikur heima í stofu? Þessar spurningar og fleiri heyrðust þegar krakk- ar úr Vísindaskóla unga fólks- ins heimsóttu bændur á fjórum bæjum í Eyjafirði í tengslum við nám sitt. Skólaverkefninu „Dagur með bónda“, sem Bændasamtökin bjóða upp á, var að þessu sinni boðin þátttaka í Vísindaskólanum. Verkefnið hefur verið við lýði í um 20 ár og mikil reynsla fyrir hendi á heimsóknum bænda í grunnskóla til að kynna landbúnað fyrir grunn- skólanemendum. Verkefnastjórinn, Berglind Hilmarsdóttir, var leið- beinandi á námskeiðinu með stuðn- ingi Agnesar Jónsdóttur á Akureyri. LÍF&STARF Krakkarnir úr Vísindaskóla unga fólksins heilsuðu m.a. upp á kýrnar í Garði. Myndir / Margrét Þóra Þórsdóttir Börnin heimsóttu fjóra bæi í Eyjafjarðarsveit og fengu að kynnast ýmsum hliðum íslensks landbúnaðar. Hér er einn hópurinn á Þórustöðum 7 þar sem stunduð er kartöflurækt. Agnes Jónsdóttir stuðningsfulltrúi með einn hópinn við rútuna. landbúnaði Um 80 börn sækja Vísindaskólann árlega, þessir hressu krakkar eru í þeim hópi en þau eru hér í heimókn á garðyrkjustöðinni Brúnalaug. Vísindaskóli unga fólksins er fyrir börn á aldrinum 11–13 ára. Hér er einn hópurinn í heimsókn á Kristnesi. Bændur sem tóku á móti krökkunum í Vísindaskólanum, frá vinstri talið: Aðalsteinn Hallgrímsson, Garði, Þórir Jón Ásmundsson og Jón Helgi Helgason, Þórustöðum. Anna Sigríður Pétursdóttir, Brúnalaug, Beate Stormo og Helgi Þórsson, Kristnesi. Hressir krakkar eftir góða heimsókn í Eyjafjarðarsveit.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.