Bændablaðið - 02.07.2020, Page 33

Bændablaðið - 02.07.2020, Page 33
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. júlí 2020 33 Nánari upplýsingar gefur: Grétar Hrafn Harðarson S: 892-1480 Nf: gretarhrafn@simnet.is MEIRA FÓÐUR, LYSTUGRA FÓÐUR Nánari upplýsingar gefur: Grétar Hrafn Harðarson S: 892-1480 Nf: gretarhrafn@simnet.is GRÆNU VELFERÐARGÓLFIN Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is Vantar þig heyrnartæki? Opn S eru ný tegund heyrnartækja frá Oticon sem hjálpa þér að heyra margfalt betur í fjölmenni og klið. Þú getur fengið Opn S með endurhlaðanlegum rafhlöðum. Heyrnartækni hefur um árabil veitt þjónustu víðs vegar á landsbyggðinni. Í júlí bjóðum við upp á heyrnarmælingar, ráðgjöf og þjónustu á eftirfarandi stöðum: Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 Akureyri | Akranes | Borgarnes | Egilsstaðir | Ísafjörður | Reykjanesbær Sauðárkókur| Selfoss | Siglufjörður Bænda 16. júlí Þórir Jón Ásmundsson, bóndi á Þórustöðum, fræðir krakkana um kartöflurækt. Fimm ný námskeið á hverju sumri Vísindaskóli unga fólksins er fyrir börn á aldrinum 11–13 ára og hefur hann verið starfræktur frá árinu 2015. Upphafsmaður að stofnun skólans er Sigrún Stefánsdóttir sem jafnframt er skólastjóri. Um 80 börn sækja skólann árlega. Dana Rán Jónsdóttir verkefnastjóri segir að dagskráin sé breytileg frá ári til árs sem geri það mögulegt fyrir börn að koma þrjú ár í röð og tileinka sér nýjan fróðleik í hvert sinn. „Við bjóðum upp á fimm ný námskeið á hverju sumri og leggjum áherslu á að allir nemendur hafi sama að- gang að öllu námsframboði sem er í boði hverju sinni í skólanum. Vísindaskólinn hefur sannað mik- ilvægi þess að í boði sé afþreying fyrir ungmenni að loknum skóla þar sem vísindi eru sett fram á fræðandi og skemmtilegan hátt,“ segir Dana Rán. Fróðlegar heimsóknir Berglind segir að hópur bænda í Eyjafirði ásamt leiðbeinanda og stuðningsfulltrúa hafi komið saman á fögru sumarkvöldi til að undirbúa móttöku nemenda- hópanna fimm. Fyrirkomulagið var með þeim hætti að fyrir há- degi var bóklegt nám en verklegi þátturinn var tekinn með heim- sóknum á fjóra bæi, Kristnes, Brúnalaug, Garð og Þórustaði 7. Blandaður búskapur er stund- aður á Kristnesi þar sem áhersla er lögð á sjálfbærni, Brúnalaug er garðyrkjustöð sem leggur áherslu á að rækta paprikur og gúrkur, á Garði er rekið stórt og tæknivætt kúabúa og kartöfluræktun fer fram á Þórustöðum 7. „Vandaður undirbúningur bændanna vegna Vísindaskólans og hlýlegar móttökur þeirra var kjarninn í námskeiðinu. Þetta var virkilega skemmtilegt og börnin urðu margs fróðari um íslenskan landbúnað og fjöl- breytileika hans,“ segir Berglind. „Bændurnir eiga líka hrós skil- ið, þeir gáfu sér tíma til að sinna þessu verkefni með okkur þó nóg sé að gera á þessum árstíma og stóðu sig afar vel.“ /MÞÞ Anna Sigríður Pétursdóttir leiðir krakkana í allann sannleik um ræktun á grænmeti, en í garðyrkjustöð sinni, Brúnalaug, ræktar hún einkum paprikur. Helgi Þórsson í Kristnesi að sýna börnunum jarðarberjaræktun sína.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.