Bændablaðið - 02.07.2020, Page 42

Bændablaðið - 02.07.2020, Page 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. júlí 202042 Danski kjúklingaframleiðandinn Danpo, sem er stærsti kjúklinga­ framleiðandinn í Danmörku, hefur nú ákveðið að hætta að nota kjúklingategundina Ross 308 og í staðinn fyrir þá tegund að skipta yfir í tegund sem heitir Ranger Gold. Líklega þekkja fæstir lesendur Bændablaðsins muninn á þessum tveimur tegundum, en tegundin Ross 308 er algengasta kjúklinga- tegundin í heiminum og hefur haft mikla yfirburði yfir aðrar tegundir vegna hagkvæmni í framleiðslu þar sem tegundin er mjög hraðvaxta. Tegundin hefur hins vegar lent í ákveðnum mótbyr undanfarið vegna þess að dýravelferðarsam- tök hafa bent á að hinn mikli og hraði vöxtur geti dregið úr velferð kjúklinganna og hafa nú nokkur dönsk matvælafyrirtæki og versl- anir ákveðið að hætta að nota kjúklingakjöt sem framleitt er með þessari kjúklingategund. 12 daga munur Eins og áður segir er tegundin Ross 308 mjög hraðvaxta og með einstaka fóðurnýtingu og tekur það kjúklinginn ekki nema 34 daga að ná sláturstærð, eða 2.200 grömmum. Ranger Gold kjúlingur- inn nær því hins vegar ekki fyrr en að jafnaði á 46 dögum og því geta bændur sem nota þessa tegund ekki framleitt jafn mikið magn á hverju ári og þeir sem eru með Ross 308. Almennt lítið um afföll Samkvæmt dönskum fjölmiðlum þá er umræðan um betri velferð hægvaxta kjúklinga byggð á tilf- inningum eða skoðunum fólks en margir virðast tengja hægan vöxt við minni líkur á sjúkdómum eða dauðsföllum kjúklinga þar sem kjúklingarnir búa ekki við eins kraftmikið eldi. Samkvæmt dönskum rann- sóknaniðurstöðum, sem reyndar eru ekki mjög umfangsmiklar, virðist þetta þó ekki vera tilfellið og þarlend gögn sýna að hraðvaxta kjúklingar eru ekki endilega lík- legri til að fá framleiðslusjúkdóma, eða til að drepast vegna kröfugs eldis. Á það hefur þó verið bent að gera þurfi ítarlegri rannsóknir til að taka af allan vafa. Þá hefur verið bent á það að almennt sé það mjög sjaldgæft að kjúklingar fái framleiðslusjúkdóma eða drepist á eldistímanum og raunar benda gögn til þess að heldur hærra hlut- fall af Ross 308 kjúklingum ljúki fullu eldi en einmitt Ranger Gold kjúklingarnir! Sótspor Ranger Gold stærra Vegna lengri eldistíma á Ranger Gold kjúklingunum, sem kallar á aukna fóðurnotkun sem nemur 300 grömmum af fóðri á hvern slát- urfugl, er sótspor þessarar fram- leiðslu um það bil 20% stærra en sótsporið sem verður til við framleiðslu með Ross 308. Þar að auki er frjósemin hjá Ranger Gold verri þ.e. það eru fleiri fúlegg sem verða til þegar þessi kjúklingur er framleiddur. Þetta kallar einnig á heldur hærra sótspor þar sem við framleiðslu eggjanna þarf meira fóður, lýsingu, hita, loftræstingu og auðvitað vinnu. Tekur gildi árið 2022 Þessi stefna Danpo tekur ekki gildi strax enda tekur töluverðan tíma að breyta framleiðsluháttum þó svo að eldistími á kjúklingum sé ekki langur. Skýringin felst í því að framleiðslugeta þeirra bænda sem framleiða eggin sem kjúklingarnir klekjast úr er takmarkandi þáttur þegar kemur að Ranger Gold kjúklingum. Fyrst þarf að fjölga fullorðnum varphænum og hönum til þess að geta aukið framleiðsl- una á eggjunum og þetta tekur allt sinn tíma eða um níu mánuði. Svo þarf að auka framboðið jafnt og þétt og því gefur Danpo sér um tvö ár í ferlið. Þar til viðbótar gefa forsvarsmenn Danpo sér einnig að það taki tíma að vekja neytendur betur til vitundar um kosti þess að kaupa frekar kjúklingakjöt af hæg- vaxta fuglum en hraðvaxta. Ekki allir sannfærðir Vegna þess sem hér að framan Á FAGLEGUM NÓTUM Snorri Sigurðsson snorri.sigurdsson@outlook.com Garðeigendur njóta nú sumar­ verkanna, sumarblóm og fjöl­ æringar blómstra sem aldrei fyrr og runnagróðurinn sýnir sínar fegurstu hliðar eftir harðan vetur. Allt er þetta besta mál, en ekki má gleyma potta­ plönt unum sem ættu núna að njóta lífsins innanhúss. Síðla vetrar eru pottaplöntur oft hálf ræfilslegar. Þegar sólarinnar nýtur aftur breyta þær um svip og fá endurnýjaðan þokka. Ólík umhirða að sumri og vetri Sumarumhirða pottaplantna er um margt ólík umhirðu að vetri, þegar mesta áskorunin er að halda þeim í horfinu, láta þær njóta þeirrar birtu sem völ er á og dregið er úr vökvun og áburðargjöf. Sumartíminn felur í sér aðrar áskoranir. Plönturnar þurfa miklu meiri vökvun og þær þurfa aukna næringu til að njóta sín sem best og bæta við vöxtinn. Blómin sem höfð voru á bjartasta stað yfir veturinn getur þurft að færa frá gluggum og hitagjöfum. Margar tegundir geta hreinlega eyðilagst af of mikilli beinni birtu að sumrinu. Blöð geta sviðnað, blómin standa stutt og plöntunum hættir við ofþornun. Loftraki Loftraki í híbýlum er oftast mun lægri en plönturnar kjósa helst. Til að draga úr álagi vegna mikillar birtu og aukins lofthita er gott ef hægt er að hækka loftrakann. Úða ætti plönturnar reglulega með fínum vatnsúða. Annað gott ráð er að láta plöntur standa í víðri skál með vikri, þannig má hækka loftrakann umhverfis plönturnar. Einnig er hægt að hafa plöntur margar saman, þó þannig að vel fari um þær. Sá raki sem plönturnar gefa sjálfar frá sér er líka til þess fallinn að hækka rakastigið nokkuð og plönturnar fá líka skugga hver af annarri. Vökvun og næring Umpottun ætti yfirleitt að vera lokið snemma vors. Þá fá plönturæturnar nægilegt svigrúm til að vaxa yfir sumartímann. Pottamoldin geymir næringu sem nægir þeim fyrsta kastið, auk þess sem aukið vaxtarrými veldur því að sjaldnar þarf að vökva. Þegar kemur að vökvuninni er helsta reglan að þar gildir engin regla önnur en að vökva hvorki of mikið né of lítið. Plöntur í mikilli sól geta þornað mjög hratt. Ræktandinn þarf að fylgjast með jarðrakanum, td. með því að athuga með fingri hvort moldin sé rök í tveggja sentímetra dýpt eða svo. Einnig gefur þyngd pottsins til kynna hvernig ástatt er. Plöntur með þykk og leðurkennd lauf og stöngla eru líklegar til að þola meiri þurrk en þær sem hafa þunn og stór lauf. Blómstrandi plöntur mega ekki þorna. Plöntur sem standa í leirpottum þorna mun hraðar en séu þær í plastpottum. Ef ekki eru notaðar skálar undir blómapotta þarf að hafa þær í pottahlíf til að auðvelda vökvun. Dökkleitir pottar og pottahlífar geta tekið til sín mikinn hita frá beinni sól og er hætt við að ræturnar drepist þess vegna. Suðurgluggi er versti óvinur pottablómanna á sumrin. Pottaplönturnar þurfa ekki á áburðargjöf að halda nema frá vori og fram á haust. Flestir nota fljótandi pottaplöntuáburð. Auðvitað skiptir máli hvaða tegund ræktuð er, en rétt er að varast of mikla áburðargjöf. Farið eftir leiðbeiningum á umbúðunum og notið heldur minna af áburði en þar er gefið upp. Plöntur í miklum vexti má vökva með daufri áburðarblöndu við hverja vökvun, aðrar þurfa aðeins næringu í annað eða þriðja hvert sinn sem vökvað er. Sumarleyfið Í sumarfríinu þarf að fá góðan granna til að vökva plönturnar. Að öðrum kosti er hægt að koma þeim fyrir á skuggsælum stað fjarri beinni sólarbirtu og hafa hitastigið í lægra lagi. Flestar plöntur þola vel að hafast við vel vökvaðar í gluggalausu herbergi í eina til tvær vikur án þess að láta á sjá. Ingólfur Guðnason GARÐYRKJUSKÓLI LBHÍ REYKJUM Pottaplöntur að sumri Í sumarfríinu þarf að fá góðan granna til að vökva plönturnar. Myndir / Floridana Kjúklingar af stofni Ranger Gold. Danski kjúklingaframleiðandinn Danpo hefur nú ákveðið að hætta að nota kjúklingategundina Ross 308 og í staðinn fyrir þá tegund að skipta yfir í tegund sem heitir Ranger Gold. Ástæðan er mótbyr dýravelferðarsamtaka gegn ræktun á hinni hraðvaxta tegund Ross 308. Samt hefur tegundin Ranger Gold stærra kolefnisfótspor vegna lengri eldistíma og frjósemin er verri. Þá eru heldur engar sannanir fyrirliggjandi um að svonefndir „velferðarkjúklingar“ séu heilsubetri í eldi. Danir leggja nú áherslu á velferðarkjúklinga Kjúklingategundin Ross 308 er hraðvaxin og hefur verið vinsæl í eldi vegna hagkvæmni í framleiðslu. Hæna og hani af tegundinni Ross 308. Loftraki í híbýlum er oftast mun lægri en plönturnar kjósa. Þegar kemur að vökvun er helsta reglan að þar gildir engin regla önnur en að vökva hvorki of mikið né of lítið.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.