Bændablaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. júlí 20202 FRÉTTIR Svavar Jóhannsson, formaður Félags sauðfjárbænda í Dölum: Stórfelld fækkun fyrirsjáanleg meðal sauð- fjárbænda verði afurðaverð ekki hækkað – Félagið gerir kröfu til þess að fá 700 krónur fyrir kílóið, eða 100 krónum meira en viðmiðunarverð LS „Það er því miður ansi þungt hljóð í sauðfjárbændum hér um slóðir og í æ meira mæli er sá tónn ríkj- andi í umræðunni að farsælast sé að hætta. Það eru margir reiðir og fólk er orðið þreytt,“ segir Svavar Jóhannsson, formaður Félags sauðfjár bænda í Dölum. Félagið lagði fram þá kröfu í auglýsingu í síðasta tölublaði Bændablaðsins að afurðaverð myndi hækka næsta haust og fór fram á 700 krónur fyrir kílóið. Það er að sögn Svavars réttmæt krafa. Landssamtök sauðfjárbænda hafa gefið út við­ miðunarverð sem er 600 krónur og er það 132 krónum hærra en meðalverðið í fyrra. Færri sauðfjárbú í Dölum en áður Svavar segir mikinn hug í stjórnar­ mönnum í Félagi sauðfjárbænda í Dölum og þar á bæ séu menn rétt að byrja. Afar brýnt sé að þoka málum til betri vegar, bændum til hagsbóta. „Okkur er mikið í mun að bæta kjör sauðfjárbænda og ætlum ekki að gefast upp,“ segir Svavar. „Við erum að vekja athygli á því að staða sauðfjárbænda er alvarleg og verð verður að hækka.“ Rúmlega 100 manns eru í félaginu og telur Svavar að um það bil 40–50 bú séu starfandi á félagssvæðinu um þessar mundir. Þeim hefur fækkað ört hin síðari ár. Svavar býr ásamt eiginkonu og börnum í Hlíð í Hörðudal og eru þau með 670 fjár. Hjónin starfa bæði við búið en þurfa að auki að sækja vinnu utan þess, hann starfar við smíðar og hún hefur atvinnu í Búðardal. „Það er full vinna að reka stórt sauðfjárbú, en því miður hefur verð fyrir afurðir lækkað mikið undanfarin ár og gerir að verkum að bændur verða að hafa þennan háttinn á til að ná endum saman. Það gerir svo að verkum að menn eru svo uppteknir að mörg störf sem t.d. lúta að viðhaldi jarðar og húsakosti sitja á hakanum, en þetta eru nauðsynleg störf svo jarðirnar haldi verðgildi sínu og drabbist ekki niður. En þetta er orðinn vítahringur sem erfitt er að komast út úr og því engin furða að sauðfjárbændur velti fyrir sér hvort ekki sé rétt að snúa sér alfarið að öðru,“ segir Svavar. Slæm staða Staðan sé virkilega slæm og komið að þeim tímapunkti að við sem þjóð þurfum í nánustu framtíð að taka um það ákvörðun hvort yfirleitt eigi að stunda sauðfjárbúskap í landinu. „Bændur þurfa að hafa tekjur til að lifa af, þær eru ekki fyrir hendi núna, ekki einu sinni á stærri búunum, og því gefast menn upp einn af öðrum því ekki er til lengdar hægt að reka búin og starfa einnig utan þeirra,“ segir Svavar. Hann bendir einnig á í þessu samhengi að sauðfé hafi fækkað verulega á umliðnum árum og megi ekki við frekari fækkun ef markmiðið sé að hafa nægt framboð af lambakjöti á innanlandsmarkaði. Stefnir í stórfellda fækkun í stéttinni „Við heyrum núna að afurðastöðvar muni bjóða okkur 8% hækkun í næstu sláturtíð. Ef sú verður raunin stefnir í stórfellda fækkun í stéttinni. Bændur eru komnir að þolmörkum, við getum ekki meira,“ segir Svavar. Hann bætir við að fyrir fáum árum, áður en lækk­ unarhrina á afurðaverði hófst, hafi verð fyrir afurðir verið komið í um 600 krónur fyrir kílóið. Meðalverð fyrir afurðir hafi í fyrrahaust verið ríf­ lega 470 krónur. „Að okkar mati er krafa um 700 krónur í næstu sláturtíð hófleg, en hún myndi breyta öllu til batnaðar fyrir okkur. Við munum því halda henni til streitu,“ segir hann. /MÞÞ Herbergi: 2 Stærð: 54,3 fermetrar Verð: 31,9 milljónir F A S T E I G N A S A L A Til sölu er góð íbúð og talsvert endurnýjuð, á annarri hæð í mikið endurnýjuðu húsi. Búið er að skipta um þak, klára múrviðgerðir og endursteina húsið að utan. Eldhúsinnrétting er endurnýjuð, gólfefni nýleg og baðherbergi nýlega uppgert. Íbúðin er einnig nýmáluð og tilbúin til afhendingar. Hringbraut 113 I 101 Reykjavík Lárus Ómarsson | löggiltur fasteignasali Hafið samband á nyhofn@nyhofn.is eða í síma 515 4500 Svavar Jóhannsson, bóndi í Hlíð í Hörðudal og formaður Félags sauðfjár- bænda í Dölum, segir þungt hljóð í bændum en félagið hefur sett fram þá kröfu að afurðastöðvar greiði 700 krónur á kílóið í næstu sláturtíð. Með honum á myndinni eru dætur hans, Svana Rós og Telma Karen, ásamt hundinum Spaða. Mynd / úr einkasafni „Blikur hafa verið á lofti hvað varðar nautakjöt um allnokkurt skeið og hefur þar margt áhrif en ekki síst síauknir innflutnings- kvótar í kjölfar tollasamnings við ESB um landbúnaðarvörur og svo sú stóra breyting sem varð um áramótin þegar heim- ild var veitt til innflutnings á ófrystu kjöti,“ segir í fréttabréfi sem Norðlenska sendi frá sér á dögunum. Fram kemur að heildarnautgripa­ slátrun Norðlenska á liðnu ári hafi numið rúmlega 4.500 gripum, sem er svipaður fjöldi og árið 2018, en meðalþungi innlagðra gripa hækkaði milli ára þannig að innlagt magn af kjöti jókst. Þá keypti Norðlenska einnig hluta úr ári til sín heila gripi frá öðrum sláturleyfishöfum. Magn hráefnis til vinnslu afurða úr nautakjöti jókst þannig um tæp 9% á milli ára. Örðugt að keppa við erlenda verðið Framboð af erlendu nautakjöti hefur verið umtalsvert og það á verði sem örðugt er fyrir innlenda framleiðslu að keppa við. „Þeir erlendu framleiðendur sem við er að keppa eru margfalt stærri en allur íslenskur kjötiðnaður samanlagt, hver um sig. Sú stærðarhagkvæmni sem slíkir aðilar geta náð er langt umfram það sem mögulegt er að ná hér á landi – vissulega eru möguleikar til frekari hagræðingar í greininni en slíkt kallar á heimild til aukinnar samvinnu og verkaskiptingar sláturleyfishafa af hálfu löggjafans,“ segir í fréttabréfinu. Sóknarfæri fyrir innlenda framleiðslu til staðar Þar kemur einnig fram að þrátt fyrir þessa ógn gangi sala á nautakjöti almennt vel og ljóst að eftirspurn eftir vörunni er umtalsverð og umfram það magn sem framleitt er innanlands. „Það eru því sóknarfæri og mikilvægt að íslenskum bændum og afurðastöðvum þeirra sé gert kleift að keppa á eins jöfnum grunni og kostur er, m.a. með því að leyfa aðilum að stækka og hagræða.“ /MÞÞ Blikur á lofti í nautakjötsframleiðslu: Mikið framboð af erlendu nautakjöti – Mikilvægt að fá færi á að keppa á eins jöfnum grunni og hægt er Samkomulag milli Norðlenska og Kjarnafæðis um helstu skilamála fyrir samruna: Markmið að lækka skuldir og verða samkeppnishæfari „Við höfum talið nauðsynlegt í allnokkur ár að ná þessum fyrirtækjum saman, í því eru fólgin samlegðaráhrif,“ segir Gunnlaugur Eiðsson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis, en í liðinni viku tilkynntu eigendur Kjarnafæðis og Norðlenska um að samkomulag hefði tekist um helstu skilmála fyrir samruna félaganna. Kjarnafæði er í eigu bræðranna Eiðs og Hreins Gunnlaugssona en um 500 bændur sem standa að félaginu Búsæld eiga Norðlenska. Styrkja starfsstöðvar Gunnlaugur segir langt í frá að rekstrarumhverfi framleiðslu­, matvæla,­ og iðnfyrirtækja sé hagstætt og ekki hafi kórónuveirufaraldurinn létt mönnum lífið. Höfuðstöðvar Kjarnafæðis eru á Svalbarðseyri en starfsstöð Norðlenska á Akureyri er við Grímseyjargötu á Oddeyri. Gunnlaugur segir að með samruna verði hægt að sérhæfa hverja starfsstöð og styrkja þær með aukinni framleiðni og vonandi leiði það til þess að reksturinn verði hagsælli. „Við erum einnig að taka bæði rekstrarlega og samfélagslega ábyrgð. Það eru fá fyrirtæki á landsbyggðinni með eins víðan snertiflöt í báðar áttir. En okkar grunnmarkmið með þessu er að lækka skuldir, auka arðsemi og vera í leiðinni samkeppnishæft fyrirtæki þegar kemur að hráefnisöflun og sölu afurða,“ segir Gunnlaugur. Bregðast við breytingum Kjarnafæði og Norðlenska hafa átt í viðræðum um samruna frá því haustið 2018 og er nú komið að þeim tímapunkti að félögin hafa náð saman um þau atriði sem út af stóðu. Samkomulagið er gert með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda og hluthafafundar Búsældar. Íslandsbanki veitir félögunum ráðgjöf í samrunaferlinu. Fram kemur í tilkynningu að með samruna félaganna séu eigendur að bregðast við breytingum í rekstrarumhverfi matvælaiðnaðar undanfarin misseri. „Það er mat eigenda félaganna að sameinað félag sé betur í stakk búið til að veita viðskiptavinum sínum og birgjum, ekki síst bændum, góða þjónustu á samkeppnishæfu verði,“ segir í frétt frá félögunum. /MÞÞ Gunnlaugur Eiðsson. Mynd / MÞÞ Árleg sumarlokun Bænda- samtakanna hefst frá og með mánudeginum 20. júlí. Opnað verður aftur mánudaginn 9. ágúst. Þótt skrifstofan sé lokuð er svarað í aðalnúmeri BÍ, 563­0300, á hefðbundnum opnunartíma milli 8 og 16. Bændablaðið heldur vöku sinni í sumar og kemur næst út fimmtudaginn 30. júlí. Minnt er á netfang blaðsins, bbl@bondi.is, og auglýsingasímann, 563­0303. /TB Sumarlokun hjá BÍ Í 12. tölublaði Bændablaðsins 18. júní sl. var fjallað um gervirjóma, eða þeytikrem, sem oft væri seldur fólki í stað hefðbundins rjóma. Í við­ brögðum við fréttinni barst blaðinu önnur ábending um vöru sem seld er í brettavís á Íslandi, svokölluð „smjörolía“, þó ekkert smjör sé að finna í henni. Veitingamenn nota olíuna til dæmis í staðinn fyrir ekta smjör til þess að búa til hina vinsælu bernaisesósu. Samkvæmt orðabók er smjörolía afurð sem fá má úr mjólk, rjóma eða smjöri með því að fjarlægja úr því vatn og fitulaust þurrefni. Orðið nær einnig yfir unna olíu úr smjöri sem kölluð er „ghee“ og er vinsæl heilsuvara. Í yfirferð um vöruupplýsingar á íslensku á vefsíðum heildverslananna Ísam, Garra, Innness og Danól er alls staðar að finna nafnið „Smjörolía“ yfir jurtaolíuna. Erlendar umbúðir gefa hins vegar réttar upplýsingar til kynna því þar kemur skýrt fram að hér sé á ferðinni „jurtaolía með smjörbragði“. Heildverslun Ásbjörns Ólafssonar gerir vel en þeir auglýsa á vefsíðu sinni „Sunbest olíu með smjörbragði“. Guðrún Vaka Steingrímsdóttir, lögfræðingur Bændasamtakanna, fjallar um jurtaafurðir og önnur matvæli sem líkja eftir eiginleikum hefbundinna mjólkur­ og kjötvara í pistli á síðu 14 í blaðinu. Deilt hefur verið um réttmæti þess að nota heiti dýraafurða á merkingar þeirra. /TB „Smjörolía“ í bernaisesósunni 10 lítrar af jurtaolíu með smjörbragði frá heildversluninni Ísam.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.