Bændablaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 16
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. júlí 202016 Garðeigendur á Suður-, Vestur- og Norðurlandi hafa örugglega margir tekið eftir því að víða hafa blöðin á birki orðið brún í vor og reyndar undanfarin vor. Ástæða þess er meindýr sem leggst á birkið og kallast birkikemba, sem er tiltölulega nýtt kvikindi hér á landi sem bæði skaðar trén og gerið laufið ljótt. Utan Íslands er búsvæði birki- kembu í Mið- og Norður-Evrópu en hér á landi finnst hún enn sem komið er á landinu sunnanverðu frá Hvanneyri í Borgarfirði aust- ur í Fljótshlíð og í uppsveitum Suðurlands, á Akureyri og örugg- lega víða sé vel að gáð. Á heimasíðu Náttúrufræði- stofnunar er að finna góða lýsingu á lífsháttum birkikembu og er það sem á eftir fer fengið þaðan. Birkikemba er smávaxið fiðr- ildi og sex millimetrar að lengd. Höfuð og frambolur eru þéttvax- in löngum svörtum hárum og eru sem úfinn brúskur. Vængirnir liggja eins og þakris yfir aftur- bolnum. Það sindrar af gylltum framvængjunum. Á hvorum þeirra er áberandi hvítur blettur sem gerir tegundina auðþekkta frá öðrum sem fljúga á vorin. Það er lirfa fiðrildisins sem veldur skaða. Kvenfiðrildin verpa eggjunum undir yfirhúð laufblaða snemma sumars. Þar klekjast þau út í blaðholdinu og lirfurnar nærast á því. Talsverð lýti eru af skemmdunum og líklegt að birki- kemba hafi letjandi áhrif á vöxt birkisins. Helsta kjörlendi birkikembu eru í trjárækt og í húsagörð- um þar sem er að finna birki. Fiðrildin eru á ferð á vorin en þau skríða úr púpum í fyrrihluta apríl og hverfa með öllu fyrir miðjan maí. Flugtími er því mjög skammur. Á þessum tíma verpa fiðrildin á brum birkis og eggin klekjast þegar tré fara að laufgast. Lirfurnar smjúga þá inn í laufblöðin, koma sér þar fyrir og éta innvefi þeirra. Eftir því sem lirfurnar dafna taka blöðin að sölna og á endanum standa einungis eftir ysta lag efra- og neðraborðs blaðs sem blæs út eins og brúnn belgur. Fullvaxnar lirfur skríða út úr belgnum og hverfa niður í svörð þar sem þær púpa sig og bíða næsta vors á púpustigi. Birkikemba fannst fyrst í Hveragerði 2005 og var þá þegar orðin algeng í trjáræktarreit undir Hamrinum og nálægum görðum. Þaðan dreifðist hún fljótt um Ölfusið allt austur að Nátthaga. Hún fannst svo fremst í Fossvogi í Reykjavík 2007, fjölgaði þar hratt og dreifðist upp í Fossvogskirkjugarð, í skóg- ræktarstöðina í Fossvogsdalnum og var tveim árum síðar komin upp á Kópavogshálsinn nálægt Borgarholti. Vorið 2012 varð ljóst að birkikembu hafði fjölgað til mikilla muna og dreifst um mun stærra svæði. Hún var þá komin austur að Elliðavogi og austur fyrir Elliðaár, svo og suður í Hafnarfjörð. Einnig fannst hún þá í trjárækt Skógræktar ríkisins á Mógilsá í Kollafirði, sömuleið- is í görðum á Selfossi. Upp úr þessu varð dreifingin hröð. Suðurlandsundirlendið allt varð undirlagt allt austur í Fljótshlíð. Var staðfest í Borgarfirði árið 2014 og á Akureyri 2017. Illur fengur af þessum nýliða í íslensku fánunni. Skaðsemi á birki er veruleg af völdum þessa fiðrildis, ekki aðeins í görðum heldur einnig í birkiskógum á landsbyggðinni. /VH STEKKUR Mesti þéttleiki humars í Breiðamerkur- og Hornafjarðardjúpum: Humarholur myndaðar og taldar Árlegur humarleiðangur Haf- rannsókna stofnunar fór fram dagana 10. til 19. júní síðastliðinn. Þetta var í fimmtugasta og annað sinn sem haldið var til rannsókna á humri að vorlagi og í fimmta skiptið þar sem humarholur voru taldar með neðansjávarmynda- vélum. Alls var myndað á 85 stöðvum á humarbleyðum, allt frá Jökuldýpi í vestri til Lónsdýpis í austri. Árið 2019 var fjöldi humarholna metin vera tæpar 500 milljónir. Þá var mesti þéttleiki þeirra í Breiðamerkur- og Hornafjarðardjúpum um 0,13 humarholur á hvern fermetra en talningar á holum hófust þegar stofn- inn hafði náð mikilli lægð sökum nýliðunarbrests sem enn sér ekki fyrir endann á. Háfsýni til að upplýsa um lirfur Í leiðangrinum voru einnig tekin háfsýni til að fá upplýsingar um magn humarlirfa og samsetningu dýrasvifs á svæðinu. Sem sakir standa eru humarveiðar bannaðar í Jökul- og Lónsdjúpi og voru tekin þar tog með humarvörpu til að kanna stærðarsamsetningu humars. Leiðangurinn gekk heilt yfir vel, en gæta þurfti veðurs við myndatökur en vindhraði og tilsvarandi sjólag mega helst ekki fara yfir 10 metra á sekúndu. Vorblóminn var enn til staðar á vesturhluta veiðislóðarinnar og voru nokkur humarskip að veiðum þar. Sjór var tærari á austurhluta rann- sóknasvæðisins en þar mátti greina leifar vorblómans sem sokkins grot rétt ofan við hafsbotninn. Af þess sökum var skyggni við botninn nokk- uð víða mjög lítið. Niðurstöður kynntar í haust Humarleiðangurinn fór fram um borð í rannsóknaskipi Hafrannasókna- stofnunar, Bjarna Sæmundssyni HF 30. Leiðangursstjóri var Jónas Páll Jónasson og skipstjóri Ásmundur Sveinsson. Niðurstöður þessa leiðangurs verða kynntar í haust þegar búið verður að fara yfir allt myndefnið. /VH Alls var myndað á 85 stöðvum á humarbleyðum, allt frá Jökuldýpi í vestri til Lónsdýpis í austri. Mynd / VH FISKNYTJAR&NÁTTÚRA Hafrannsóknastofnun hefur endurskoðað tímaröð landana grá- sleppu sem notuð er við ákvörðun vísitölu veiðihlutfalls við fiskveiði- ráðgjöf. Tveimur aðalatriðum var breytt við umreikning tunnufjölda í magn óslægðrar grásleppu fyrir árabilið 1985–2007. Samband hrognamagns og tunnu- fjölda á vertíð í veiðidagbókum var leiðrétt og meðal hrognaprósenta sem gengið var út frá við umreikn- inginn var lækkuð lítillega sam- kvæmt viðameiri gögnum, eða úr 30,5 í 29,4%. Auk þessara tveggja atriða var 20% „sullprósenta“, sem Fiskistofa dregur frá hrognamagni við skrán- ingu í gagnagrunn, lögð aftur ofan á landanir hrogna fyrir árin 2008– 2016. Samanlagt leiddi þetta til þess að meðalvísitala veiðihlutfalls sem miðað er við í ráðgjafarreglu hækk- aði úr 0,67 í 0,75, eða aftur í fyrra horf ráðgjafarreglu sem stuðst hefur verið við árin 2012–2019. Miðað við þessar nýju forsendur hefur Hafrannsóknastofnun hækkað ráðlagðan heildarafla á grásleppu- vertíðinni 2020 úr 4.646 í 5.200 tonn, og fyrir vertíðina 2021 hækk- ar upphafsráðgjöf úr 1.459 í 1.634 tonn. /VH Hafrannsóknastofnun: Veiðiráðgjöf grásleppu endurskoðuð Grásleppa. Mynd / VH Birkikemba Norsk-íslenski síldarstofninn: Vísitala lækkar um 13 prósent Samkvæmt bráðabirgðaskýrslu um niðurstöður alþjóðlegs leið- ang urs frá maí síðastliðnum í Noregshafi og aðliggjandi haf- svæðum hefur vísitala norsk-ís- lenskrar síldar lækkað um 13%. Norsk-íslensk síld í maí 2020 var í mestum þéttleika í suð vestanverðu hafinu þar sem 2013 árgangurinn, 7 ára, var allsráðandi, og á austursvæð- inu þar sem 2016 árgangurinn, 3 ár, var yfirgnæfandi. Heildarbergmálsvísitala síldar var 4,25 milljón tonn í saman- burði við 4,9 milljón tonn árið 2019 sem er lækkun um 0,62 milljón tonn, eða 13%. Lífmassi 2016 árgangsins mestur Vísitölur síðustu ára hafa sveiflast lítillega en heilt yfir sýna þær nokkuð stöðuga stofnstærð. Árgangurinn frá 2016 var í mestum fjölda og lífmassa. Vísitala hans nú við fjögurra ára aldur er hærri en stóra árgangsins frá 2004, sem setur stærð 2016 árgangsins í samhengi. Á komandi árum má því búast við að 2016 árgangurinn verði enn meira áberandi í lífmassa stofnsins. Miðað við þessa síldardreifingu má ætla að eldri hlutinn muni halda sig austur og norður af Íslandi í sumar líkt og undanfarin ár. Kolmunni utan landgrunns Samkvæmt skýrslunni var kolmunna að finna utan landgrunns á mest öllu athugunarsvæðinu ef undan er skilið austur af Íslandi í kalda Austur- Íslandsstraumnum. Mesti þéttleikinn var á suðurhluta athugunarsvæðisins svo og með landgrunnsbrún Noregs. Þessi leiðangur nær ekki yfir allan kolmunnastofninn, og þá síst full- orðna veiðistofninn. Niðurstöðurnar gefa þó vísbendingar um stærð nýrra árganga. Heildarbergmálsvísitalan fyrir kolmunna var metinn 390 þús- und tonn og lækkaði um 26% frá því í fyrra. Mest mældist af 2019 árganginum og er vísitala hans af sömu stærðagráðu og vísitölur ár- ganganna frá 2013–2015 og 2019 á sama aldri. Hiti sjávar Hitastig sjávar var svipað, eða rétt yfir meðaltali síðustu 25 ára á 0-200 metra dýpi á vestari hluta hafsvæðisins en undir meðaltali í hlýrri sjónum austar og sunnar. /VH Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið: Ráðherra fylgir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar Kristján Þór Júlíusson sjávarút- vegs- og landbúnaðar-ráðherra hefur gefið út reglugerð um leyfi- legan heildarafla í íslenskri fisk- veiðilögsögu fyrir næsta fiskveiðiár og fylgir hún vísindalegri ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Ráðgjöf stofnunarinnar byggir á því að nýta stofna miðað við hámarksafrakstur að teknu tilliti til vistkerfis- og varúðarnálgunar. Í ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar er lögð til 9% hækkun á aflamarki ýsu, sem verður því 45.389 tonn fisk- veiðiárið 2020/2021. Ástæða hækk- unarinnar eru bættar nýliðunarhorf- ur. Jafnframt er lögð til 6% lækkun á aflamarki þorsks, úr 272.411 tonnum í 256.593, vegna lækkunar í stofnmæl- ingum botnfiska. Nýliðunarvísitölur nokkurra stofna eins og hlýra, gull- karfa og blálöngu hafa verið lágar í lengri tíma og er tekið mið af því í ákvörðun um heildarafla. Á heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er haft eftir Kristjáni Þór Júlíussyni sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra að „ábyrgar fiskveiðar og sjálfbær nýting fiskistofna sé forsenda þess að íslenskur sjávarútvegur, og hin fjölbreytta starfsemi sem byggir á greininni, viðhaldi stöðu sinni í fremstu röð á heimsvísu. Stjórnun fiskveiða á grundvelli vísinda- legrar ráðgjafar er lykilatriði til að tryggja þessar forsendur, og þannig um leið ein meginstoð íslenskr- ar fiskveiðistjórnunar. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir næsta fiskveiðiár ber með sér að okkar helstu nytjastofnar eru sterkir. Hins vegar blasa við nýliðunar- brestir í nokkrum tegundum sem Hafrannsóknastofnun í samráði við ráðuneytið munu þurfa að mæta með frekari rannsóknum.“ /VH Mynd / VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.