Bændablaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. júlí 202022 FRÉTTIR Iðagrænir og gulir akrar í Gunnarsholti: Rækta bóndabaunir, sinnep og nepju – Svínabændurnir í Laxárdal eru stórtækir í jarðrækt og óhræddir við að gera tilraunir Um miðja síðustu öld var land á Rangárvöllum víða örfoka en í dag eru þar gróskumiklir akrar þar sem er ræktað bygg, hveiti, nepja, bóndabaunir og sinnep. Björgvin Þór Harðarson, iðnaðartæknifræðingur og bóndi í Laxárdal, leigir ásamt aðstandendum Grís og flesk um tæpa 300 hektara af landi af Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti. Á landinu rækta ábúendurnir í Laxárdal bygg á um 180 hekturum, hveiti á 40 og nepju á 35 hekturum og bóndabaunir og sinnep á um hektara hvora tegund. „Fjölskyldan rekur svínabúið Grís og flesk og við erum með 160 gyltur og ræktum mest af okkar fóðri sjálf, bygg, hveiti og nepju. Einnig erum við með kjötvinnslu þar sem okkar vörur eru seldar undir vörumerkinu Korngrís. Ég hef lengi verið að leita að tegund sem gæti komið í staðinn fyrir soja sem fóðurgjafa fyrir svín hér á landi. Ég var á ferðalagi um Finnland fyrir tveimur árum og þá hitti ég bændur sem nota ákveðið yrki af bóndabaunum í staðinn fyrir soja og mér datt í hug að prófa mig áfram með það,“ segir Björgvin. Bóndabaunir í stað soja „Þetta er í fyrsta sinn sem ég rækta bóndabaunir en það hefur verið gerð tilraun með þær áður sem tókst ekki sérlega vel en ég er að vona að við getum fundið yrki sem gengur. Vöxturinn á baununum lítur ágætlega út en þær eru ekki neitt sérlega háar enn sem komið er og ég verð bara að bíða og sjá hvað gerist. Ég veit ekki hvað yrkið, Sampo, sem ég er með, þarf marga daga til að ná fullum þroska en ég er að vona að það sé svipað og hveiti sem þarf 1.500 til 1.600 daggráður.“ Ekki er þó víst að Björgvini verði að ósk sinni því hann segir að hveitið sé farið að skríða en að það vanti enn töluvert á að bóndabaunirnar fari að blómstra. „Þroski baunanna ræðst því af því hvernig haustið verður.“ Sinnep fyrir hunangsflugur „Þórður Freyr Sigurðsson, áhugamaður um humlur og hunangsframleiðslu, hafði samband við mig og lýsti áhuga sínum á að rækta sinnep fyrir hunangsflugur í tengslum við framleiðslu á hunangi. Við eru komnir með eitt bú á staðinn og humlurnar duglegar að framleiða hunang sem þær sækja í nepjuna og sinnepið og svo er von á fleiri búum fljótlega.“ Björgvin segir talsverðan mun vera á hunangi sem fæst af nepjunni og sinnepinu og að sinnepshunangið sé mun bragðsterkara. „Hugmyndin er svo að fá fræ af sinnepsplöntunum og framleiða úr þeim alvöru sinnep.“ Nepja í svínafóður „Nepjan er þreskt heil og möluð fersk beint í svínafóður þannig að við fáum olíuna úr henni beint í fóðrið. Fyrir nokkrum árum létum við mæla fitusýruinnihald svínakjötsins frá okkur sem er alið á nepju og þær mælingar sýndu að Ómega 3 innihald kjötsins var meira í því kjöti en kjöti sem var alið á annars konar fóðri.“ Að sögn Björgvins hafa svipaða mælingar verið gerðar í Bandaríkjunum með svipuðum niðurstöðum og þar hafi menn haft uppi hugmyndir um að auka magn nepju í svínafóðri til að auka neyslu á Ómega 3 þar sem fólk borðar ekki mikið af fiski. Örfoka land orðið akur Landið sem Björgvin leigir af Landgræðslunni var örfoka melar fyrir 70 árum og sýnir árangurinn af ræktuninni hvað er hægt að gera með uppgræðslu. „Ég er með skiptiræktun á landinu og rækta rauðsmára á hluta þess til að auðga jarðveginn af nitri. Landið sem ég leigi var örfoka melar um miðja síðustu öld og síðar tún sem notuð voru fyrir graskögglaverksmiðjuna í Gunnarsholti en nú eru þar gjöfulir og iðagrænir akrar sem byggja á starfi Landgræðslunnar,“ segir Björgvin að lokum. Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Nepja við blómgun. Nepjan er þreskt heil og möluð fersk. Olían er síðan notuð beint í svínafóður. Myndir / Björgvin Þór Harðarson Bóndabaunir. Þroskinn ræðst af því hvernig haustið verður. Ætlunin er að rækta sinnepið fyrir hunangsflugur í tengslum við framleiðslu á hunangi. Björgvin Þór Harðarson ræktar m.a. bygg og hveiti sem nýtist sem fóður í svínabúskapnum í Laxárdal. Mynd / smh Sinnepið er m.a. ætlað sem æti fyrir hunangsflugur sem framleiða bragð- sterkara hunang fyrir vikið. Bætiefni fyrir lömb og kálfa. Kemur stöðugleika á jafnvægi vatns og salta. - Hjálpar við meltingu mjólkur - Færir kálfinum sölt, mucin, umfangsaukandi efni, vítamín, steinefni og næringarefni sem hjálpa kálfum að vinna á skitu - Bætir upp vökvatap - Jafnar sýrustig - Inniheldur 2 milljarða af CFU mjólkursýrubakteríum, allt í einum poka. Boviferm Plus Pantaðu á vefverslun okkar www.kb.is Útiræktun grænmetis: Bjartsýnn á góða uppskeru Líkur eru á góðri uppskeru útiræktaðs grænmetis um allt land þrátt fyrir að vorið hafi verið kalt framan af. Fyrstu kartöflurnar og kálið er farið að sjást í verslunum og von á að útirækta grænmetið fari að streyma á markað undir næstu mánaðamót. Helgi Jóhannesson, ráðu­ nautur hjá Ráðgjafar miðstöð landbúnaðarins, er bjartsýnn á að uppskera á útiræktuðu grænmeti verði yfir meðaltali í ár. „Þetta er allt að koma og spretta eins og í meðalári eins og er. Það er sömu sögu að segja um allt land, bændur settu niður á nokkuð eðlilegum tíma en vorið var kalt framan af og sprettan því hæg fyrstu vikurnar. Lofthiti var lágur og kalt á nóttunni.“ Fyrstu kartöflurnar undan plasti eru komnar á markað og eitthvað af káli en fyrstu gulræturnar og gulrófurnar fara ekki að sjást í verslunum fyrr en eftir hálfan mánuð eða undir næstu mánaðamót. „Tíðin hefur verið góð undanfarið, hlýindi og væta og ég heyri ekki betur á bændum en að sprettan sé góð og að þeir séu bjartsýnir bæði á uppskeruna og markaðinn í ár ef ekkert óvænt kemur upp á. /VH Helgi Jóhannesson, ráðunautur hjá RML. Mynd / RML
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.