Bændablaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. júlí 202014
XX
HLUNNINDI&VEIÐI
FRÉTTIR
Undanfarin ár hafa jurtaafurð-
ir og önnur matvæli sem líkja
eftir eiginleikum hefðbundinna
mjólkur- og kjötafurða notið auk-
inna vinsælda. Þessar vörur hafa
verið markaðssettar undir ýmsum
heitum og deilt hefur verið um
réttmæti þess að nota heiti dýra-
afurða á merkingar þeirra.
Neytendastofa fjallaði um
kvörtun frá Samtökum afurða-
stöðva í mjólkuriðnaði (SAM) árið
2018 sem laut að hillumerkingum
jurtavara. SAM taldi óheimilt að
markaðssetja vörur úr jurtaafurðum
hér á landi með heitum mjólkur og
mjólkurafurða. Bent var á að aug-
lýsingar og hillumerkingar væru
villandi þannig að vörur væru mark-
aðsfærðar með vörulýsingum sem
vísuðu beint eða óbeint til mjólkur
og mjólkurvöru. Matvælastofnun
skilaði áliti sínu í málinu og taldi
að afurðaheitin mjólk, ostur,
jógúrt o.s.frv. vektu þau hughrif
hjá hinum almenna neytanda að
um dýraafurð væri að ræða, nánar
tiltekið vöru unna úr kúamjólk, og
tók Neytendastofa undir það sjón-
armið. Matvælastofnun tók einnig
fram í áliti sínu að löggjöf, sem
varðar matvæli og er í gildi hér á
landi, komi ekki í veg fyrir að heiti
sem venjulega séu tengd kúamjólk
og afurðum hennar séu notuð sem
hluti af lengri heitum á jurtaafurð-
um svo lengi sem upplýsingarnar
og framsetning varanna geti ekki
talist villandi. Sumar íslenskar
verslanir kjósi hins vegar, við hillu-
merkingar, að nota slík heiti yfir
vörurnar, t.d. jurtamjólk, á meðan
framleiðandi markaðssetur vöruna
sem jurtadrykk. Slíkt geti mögu-
lega talist villandi eða misvísandi
og þ.a.l. brot á lögum. Í stuttu máli
var niðurstaða Neytendastofu sú
að framsetning og markaðssetning
vara í þessu tiltekna máli teldist
ekki villandi eða misvísandi fyrir
neytendur.
Vilji til að vernda afurðaheiti
Aðrar reglur gilda innan ESB
en Evrópudómstóllinn sló því
föstu árið 2017 að samkvæmt
Evrópureglugerð um sameigin-
legt markaðskerfi fyrir landbún-
aðarafurðir megi einungis nota
afurðarheitið mjólk fyrir dýra-
mjólk og að tiltekin heiti afurða
úr mjólk, þ.e. rjómi, jógúrt, ostur
o.fl. séu frátekin fyrir afurðir
úr dýramjólk. Frá þeirri megin-
reglu séu þó undantekningar í
hverju aðildarríki um sig en þær
eru allar taldar upp í viðauka
við reglugerðina. Svo dæmi sé
tekið er heimilt að nota heitin
„kakaosmør“ og „mandelsmør“
í Danmörku. Hluti sömu reglu-
gerðar sem snýr að víni var tekinn
upp í EES-samninginn og gildir
því hér á landi. Matvælastofnun
benti í áðurnefndu áliti á að ólík-
legt væri að umrædd ákvæði, sem
snúa að mjólkurafurðum, taki gildi
hér á landi.
Frakkar taka af skarið
Þrátt fyrir ofangreint er því ekk-
ert til fyrirstöðu að slíkt bann eða
frátekt þessara heita fyrir mjólk-
og mjólkurafurðir verði leitt í lög
með sambærilegum reglum. Innan
ESB virðist vera vilji til að ganga
enn lengra til að vernda afurða-
heiti hefðbundinna dýraafurða.
Landbúnaðarnefnd Evrópuþingsins
samþykkti með meirihluta þann 1.
apríl 2019 tillögu um bann á notkun
heita sem þegar eru notuð á hvort
tveggja kjöt- og mjólkurafurðir
fyrir vörur sem líkja eftir eigin-
leikum þess samkvæmt reglugerð
um miðlun upplýsinga um matvæli
til neytenda. Tillagan felur í sér
umfangsmikið bann en á eftir að
fara fyrir þingið til samþykktar.
Þess má geta að Frakkland hefur
samþykkt breytingu á löggjöf sinni
sem felur í sér bann við að vörur
sem eru að meginuppistöðu úr af-
urðum sem eru ekki úr dýraríkinu,
séu merktar á sama hátt og hefð-
bundnar kjötafurðir.
Höfundur er lögfræðingur
Bændasamtaka Íslands
Merkingar á matvörum:
Hvað er mjólk og hvað er kjöt?
Guðrún Vaka Steingrímsdóttir.
Bændasamtök Íslands
Landbúnaðarráðherra einfaldar regluverk:
Nefndum fækkað og gamlir
lagabálkar felldir úr gildi
Frumvarp til laga um breytingu á
ýmsum lögum á sviði landbúnað-
ar og matvæla vegna einföldunar
regluverks og stjórnsýslu var sam-
þykkt á Alþingi 30. júní sl.
Frumvarpið var samið í atvinnu-
vega- og nýsköpunar-ráðuneytinu að
höfðu samráði við Matvælastofnun
og Umhverfis-stofnun. Tilgangur
þess var að einfalda allt regluverk
á sviði landbúnaðar og matvæla.
Felldir voru brott fjölmargir laga-
bálkar og reglugerðir í heild sem ekki
lengur þjóna tilgangi en með því er
réttarvissa efld og kerfið einfaldað.
Þá var nefndum fækkað í því skyni
að einfalda stjórnsýslu og auka skil-
virkni.
Mörkunarskylda sauðfjár
Þegar frumvarpið fór fyrst til af-
greiðslu á Alþingi var kveðið á um
að látið yrði af skyldu til eyrna-
mörkunar, það yrði hins vegar
áfram heimilt þeim bændum sem
það kysu. Jafnframt var lagt til að
afnema markanefnd. Við meðferð
frumvarpsins á þinginu var tillagan
hins vegar felld út og mun skylda til
mörkunar sauðfjár haldast óbreytt.
Bændasamtökin lögðust ekki sér-
staklega gegn afnámi mörkunar-
skyldu í umsögn sinni en bentu þó
á að líklegt væri að stór hluti bænda
sem senda fé sitt á afrétti myndi
halda mörkun áfram þrátt fyrir að
það væri ekki skylt.
Afnám flokkunar- og matskerfis
fyrir ull og gærur
Lögin voru samþykkt þannig að
lög um mat á gærum og ull falla
úr gildi 1. nóvember 2021. Í því
felst m.a. að lögbundið flokkunar-
og matskerfi verður afnumið og
framleiðendur munu frá þeim tíma-
punkti tryggja gæði framleiðslu
sinnar sjálfir. Gildistöku var fre-
stað til að veita framleiðendum
svigrúm til að aðlagast breyttu
umhverfi og gera viðeigandi ráð-
stafanir.
Lög um gæðamat
á æðardúni óbreytt
Í fyrstu drögum að frumvarpinu
þegar það var til vinnslu hjá atvinnu-
vega- og ný-
sköpunar-ráðu-
neytinu var
lagt til að lög
um gæðamat á
æðardúni yrðu
felld brott.
Í samráðs-
ferli lögðust
BÍ og Æðar-
ræktarfélagið
eindregið gegn
því að lög um
gæðamat á æðardúni yrðu felld
brott. Fallið var frá tillögu um
brottfall laganna að fengnum um-
sögnum ÆÍ og BÍ og fór sú tillaga
ekki inn í frumvarpið sem fór fyrir
Alþingi. Lögbundið gæðamat hefur
verið grundvallarstoð útflutnings á
æðardúni frá því að lögin tóku fyrst
gildi árið 1970 en setning laganna
var jafnframt fyrsta baráttumál ný-
stofnaðs Æðarræktarfélags Íslands
árið 1969. Æðarbændur, útflytjendur
og kaupendur treysta kerfinu sem
vottar sérstaklega gæði og uppruna
dúnsins.
Verðlagsnefnd búvara
Með lögunum er gerð sú breyting
að verðlagsnefnd búvara er skipuð
til tveggja ára í stað fjögurra eins og
verið hefur. /GVS & TB
Kristján Þór
Júlíusson.
Erla Friðriksdóttir í Stykkishólmi fyllir
sæng með æðardúni. Lögbundið
gæðamat á dúni er grundvallaratriði
fyrir sölu hans.
Stjörnuegg ráðast í framkvæmdir til að uppfylla ákvæði reglugerðar:
Úr búreldi í lausagöngu
Talsverðar breytingar standa fyrir
dyrum hjá eggjabúinu Stjörnuegg
að Vallá á Kjalarnesi. Geir Gunnar
Geirsson, framkvæmdastjóri
fyrirtækisins, segir að til standi
að ljúka breytingum frá búrhaldi
í lausagöngu.
„Við erum í ferli að breyta úr
búreldi í lausagöngu en við erum
ekki að fjölga hænum að neinu ráði
eins og er, þrátt fyrir að við höfum
sótt um rýmra starfsleyfi. Gömul
hús, sem ekki henta fyrir lausagöngu,
verða tekin úr umferð og ný byggð
í staðinn sem henta betur fyrir
starfsemina eftir breytinguna.“
Miklar breytingar
Geir Gunnar segir að það fylgi því
miklar breytingar að skipta úr búrum
yfir í lausagöngu. „Við verðum til
dæmis að hafa húsin í hvíld lengur
eftir hvern eldishóp, það fer meiri
vinna í að þrífa og sótthreinsa, þar
sem óhreinindi berast víðar, og við
verðum að auka húsrýmið vegna
þess, þrátt fyrir að vera með sama
fjölda af fuglum.“
Ekki markaður fyrir meiri egg
Stjörnuegg er með um 55 þúsund
varphænur í húsi en Geir Gunnar
segir að eins og staðan er í dag sé
ekki markaður fyrir meira af eggjum.
„Eftir að ferðamönnum fækkaði dró
töluvert úr eftirspurn.“
Aukið rými fyrir fuglana
„Með breytingunum aukast
möguleikar á að fjölga fuglum
eitthvað í framtíðinni en það er
ekkert sem kallar á slíkt núna.
Fermetrafjöldinn sem eykst við
breytingarnar leyfir að við fjölgum
úr 55 þúsund fuglum í 90 þúsund
stæði en augljóslega er alls engin
þörf eða möguleiki á að hafa þann
fjölda samtímis. Hugmyndin hjá
okkur er að hafa rýmra á fuglunum
og svo þurfa húsin að standa lengur
tóm vegna aukins smitálags við
lausagöngu í stað búreldis.“
Hugmyndin að framleiða
mest á Kjalarnesi
Stjörnuegg voru með fuglahús í
Saltvík, Brautarholti og Vallá á
Kjalarnesi og að sögn Geirs Gunnars
er hugmyndin að framleiða sem mest
á Vallá. „Pökkunin á sér stað á Vallá
og því þarf ekki að endurpakka
eggjunum eins og þurfti að gera með
eggin frá Saltvík og Brautarholti.
/VH
Stjörnuegg eru með aðsetur að Vallá á Kjalarnesi. Mynd / Úr einkasafni.
Eftir að ferðamönnum fækkaði hefur eggjasala dregist ögn saman. Mynd / JE