Bændablaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 20
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. júlí 202020 Viðtal Gréta María Grétarsdóttir, stjórnarformaður Matvælasjóðs: Aukin verðmætasköpun verður rauði þráðurinn í starfsemi Matvælasjóðs – Nýr sjóður byggður á grunni eldri sjóða landbúnaðar og sjávarútvegs með 500 milljónir króna til ráðstöfunar Gréta María Grétarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Krónunnar, er formaður nýs Matvælasjóðs. Hún var ekki lengi að ákveða að taka verkefnið að sér þegar haft var samband við hana úr atvinnuvegaráðuneytinu, rétt eftir að hafa yfirgefið fram- kvæmdastjórastarf hjá Krónunni sem fól í sér mikil samskipti við matvælaframleiðendur. Bændablaðið ræddi við Grétu Maríu um starfið fram undan og helstu áherslur Matvælasjóðs. Matvælasjóður varð til við sameiningu AVS-rannsóknasjóðs í sjávarútvegi og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins með nýjum lögum frá Alþingi sem samþykkt voru fyrir skömmu. Ákveðið var að flýta stofnun sjóðsins til að bregðast við áhrifum kórónuveirufaraldursins og veita þannig aukna viðspyrnu í mat- vælageirann. Sjóðurinn mun fyrst og fremst hafa það hlutverk að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaði og sjávarútvegi. Til stofnunar sjóðsins verður varið 500 milljónum króna sem verður úthlutað á þessu ári. „Eftir að ég hætti í vinnunni minni var haft samband og ég spurð hvort ég hefði áhuga á að leiða stofn- un Matvælasjóðs. Ég hitti ráðherra fljótlega [Kristján Þór Júlíusson] og þakkaði traustið. Þetta er málefni sem ég hef mikinn áhuga á, hvern- ig við getum nýtt betur þær afurðir sem við eigum og gert landið okkar sjálfbærara. Ég þurfti því ekkert að hugsa mig lengi um þegar kallið kom,“ segir Gréta María. Áhugi á skilvirkni og vöruþróun „Ég er verkfræðingur og hef alltaf haft gríðarlegan áhuga á vöruþróun. Bæði hef ég verið leiðbeinandi í gegnum viðskiptahraðla og síðan gerði ég lokaverkefni í verkfræðinni um vöruþróun. Þannig að ég hef fylgst vel með því sem er að ger- ast í tækninýjungum og því sem við Íslendingar erum framarlega í. Ég tók BS-próf í vélaverkfærði og meistarapróf í iðnaðarverkfræði á sínum tíma. Í náminu lærði ég m.a. um gæðastjórnun, framleiðslu og stjórnun. Ég hef áhuga á verkferlum og hvernig hægt er að gera þá skil- virkari og betri. Áður en ég réðist til Krónunnar var ég í fjármálageir- anum, var m.a. í Arion banka þar sem ég hafði umsjón með viðskipta- áætlun bankans. Annars elst ég upp í litlu sjávarþorpi, á Flateyri, og það gefur manni ákveðna tengingu við náttúruna sem er allt um kring. Þú ert svo nálægt henni, bæði uppi í fjöllum og niðri í fjöru og þar á milli. Það hefur mótað mig og þess vegna hef ég áhuga á náttúrunni og afurðum hennar.“ Skiptumst á þekkingu og aukum verðmætasköpun Spurð út í þau tækifæri sem felist í sameiningu AVS og Framleiðnisjóðs segist Gréta María binda vonir við að fólk í báðum atvinnugreinum, sjávarútvegi og landbúnaði, vinni meira saman og læri af hvað öðru. „Ég tel að það séu ýmis tækifæri fólgin í sameiningunni sem felast meðal annars í þekkingaryfir- færslu. Í báðum atvinnugreinum er verið að gera svo flotta hluti á mörgum stöð- um. Við þurfum að horfa á hvað við getum gert sem þjóð til þess að y f i r f æ r a þ e k k i n g u og reynslu af því sem hefur gengið vel yfir á annað.“ Minnkum sóun Gréta segir að margt sem falli til í framleiðslu sé hægt að nýta betur en gert er í dag. „Þetta á bæði við um sjávarútveginn og landbúnað- inn. Það er t.d. verið að framleiða vítamín og snyrtivörur úr afurðum úr báðum atvinnugreinum. Þetta eykur gríðarlega verðmæti afurð- anna sem oft og tíðum er erfitt að sækja, hvort heldur sem er fiskur í sjó eða búskapur með skepnur eða grænmetisrækt. Það eru miklar fjár- festingar í greinunum og þess vegna er lykilatriði að auka verðmætin eins og mögulegt er af því sem er aflað. Aukin verðmætasköpun er rauði þráðurinn. Það þarf líka að einblína á að minnka sóun og búa til verðmæti úr því sem er jafnvel hent í dag. Mér finnst þetta ótrúlega spennandi.“ Hver verða mikilvægustu verk- efni sjóðsins og hvaða sýn hefur þú á nýjan Matvælasjóð? „Ég held að mikilvægustu ver- kefnin snúi að því að gera Ísland samkeppnishæfara í báðum þessum atvinnugreinum. Hvað getum við gert til þess að verða m e i r a samkeppn- ishæf? Af hverju á sú tækni og hugmyndir sem hér verða til og eru þróaðar ekki að vera til sölu erlendis? Við ætlum að vera tækni- þjóð og tæknisamfélag og eigum að geta nýtt okkur mun betur tæknina til þess að ná forskoti. Ísland er frá- bær tilraunamarkaður vegna þess að við erum svo fá og nálægðin er svo mikil. Þróun á vörum getur oft verið hraðari og við eigum að nýta okkur það að vera lítil þjóð. Við erum með hreint vatn, hreina orku og hreint land. Með þessu getum við náð samkeppnisforskoti og flutt það út í formi vöru eða þjónustu.“ Tækifærin óteljandi í landbúnaðinum Gréta María hefur fulla trú á því að við g e t u m flutt meira út af bú- vörum og segir að með aukinni vöru- þróun geti landbúnað- arvörur náð miklum árangri á markaði, bæði hér heima og erlendis. „Það er ekki spurning. Fyrst þurfum við auðvitað að anna heima- markaðnum og gera hlutina á hag- kvæman og góðan hátt. Við getum jafnframt nýtt tæknina til að gera framleiðsluna umhverfisvænni. Þar höfum við tækifæri til að vera leiðandi. Svo er fullt af tækifærum fyrir búvörur sem við getum lært af öðrum. Það er að mínu mati hægt að auka verðmæti íslenskra landbún- aðarvara með því að breyta þeim á þá vegu að þær falli betur í kramið hjá viðskiptavinum. Þá er ég að tala um vöruþróun á neytendamarkaði.“ Fjölbreyttir styrkjaflokkar Stjórn sjóðsins er þessar vikurnar að þróa starfsemina fram undan, móta reglur og skipuleggja kynningu. Gréta María segir að aðsetur sjóðs- ins verði í atvinnuvegaráðuneytinu og umsýslunni verði stjórnað þaðan. Það verður hægt að sækja um á netinu en unnið er að lausnum í þeim efnum sem verða kynntar síðar í sumar. „Reglur sjóðsins eru komnar á blað en stjórnin er að klára að móta stefnu og starfsreglur fyrir sjóðinn. Við erum líka að móta styrkja- f l o k k a n a sem verða fjölbreyttir, allt frá rann- sóknastarfi til mark- a ð s s e t n - ingar. Það er flokkur sem snýr að háskólum og opinberum aðilum og fyrirtækj- um sem stunda langtímarannsóknir. Síðan er flokkur sem rúmar vörur á hugmyndastigi. Maður veit að margir ganga með hugmyndir í mag- anum og eru alltaf að spá í hvort þær eigi séns á markaði. Þeir aðilar geta fengið styrki til að meta fýsileika hugmynda eða gera viðskiptaáætl- anir. Einnig verða styrkir fyrir til- búnar vörur sem ætlaðir eru m.a. til markaðssetningar. Fjórði flokkurinn á að rúma allt þarna á milli – þar sem hugmyndin er klár en varan er ekki alveg tilbúin. Við erum að miða að því að hugmyndastyrkir séu fyrir mjög ung fyrirtæki og einstaklinga sem geta þá tekið sér launalaust leyfi í nokkra mánuði til að skoða hvort hugmynd sé fýsileg,“ segir Gréta og bætir við að ekki sé gert ráð fyrir að styrkir séu til lengri tíma en eins árs og að verkefnin klárist á 12 mánaða tímaramma. „Markmiðið er að úthluta núna í haust, í september eða október. Við munum opna fyrir „Það er að mínu mati hægt að auka verðmæti íslenskra landbúnaðarvara með því að breyta þeim á þá vegu að þær falli betur í kramið hjá viðskiptavinum,“ segir Gréta María Grétarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Krónunnar og nýr formaður Matvælasjóðs. Mynd / TB Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.