Bændablaðið - 16.07.2020, Page 32

Bændablaðið - 16.07.2020, Page 32
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. júlí 202032 Flutningurinn skipulagður í upphafi dags. Landhelgisgæslan flutti hópinn frá Básum og upp á Tungnakvíslarjökul, auk þess að ferja hópinn á milli stöðva einu sinni. Á myndinni eru m.a. Halldór Geirsson, Bergur Hermanns Bergsson, Þorsteinn Sæmundsson og Kolbeinn Guðmundsson. Sjúkrabúnaður tekinn úr þyrlunni til að skapa pláss og létta. Myndir / Ingibjörg Eiríksdóttir Vísindamenn komu búnaði fyrir með aðstoð Landhelgisgæslunnar: Fylgjast grannt með hræringum við Tungnakvíslarjökul Umtalsvert magn af búnaði var fyrir skemmstu flutt upp í norð- urhlíð Tungnakvíslarjökuls, m.a. 600 kíló af rafgeymum, gps-tæki og jarðskjálftamælar. Fylgst hefur verið með hlíðinni norðan megin jökulsins frá því í fyrra- sumar þegar uppgötvaðist að miklar breytingar höfðu átt sér stað þar. Á ferðinni voru vís- indamenn frá Háskóla Íslands, Landmælingum Íslands og Veðurstofu Íslands og sáu starfs- menn Landhelgisgæslunnar um að flytja fólk og búnað á áfangastað. Þorsteinn Sæmundsson, jarð­ fræðingur hjá Háskóla Íslands, segir forsöguna þá að sérfræðingur hjá Landmælingum Íslands hafi í fyrra tekið eftir því að umtalsverðar breytingar höfðu orðið á landslagi í norðurhlíð Tungnakvíslarjökuls, sem er skriðjökull og fellur vestur úr Mýrdalsjökli. Hlíðin hefur aflagast yfir langt tímabil Á grundvelli samanburðar hæðar­ korta sem unnin hafa verið á Jarðvísindastofnun Háskólans og Landmælingum Íslands hefur komið í ljós mikil aflögun í hlíð norðan við Tungnakvíslarjökul. Elstu loft­ ljósmyndir af þessu svæði eru frá árinu 1945 og ná því yfir ríflega 70 ára tímabil. „Þegar farið var að bera saman myndir frá mismun­ andi tímabilum kom í ljós að allar götur frá því fyrsta ljósmyndin var tekin hefur hlíðin verið að aflagast. Mismikið eftir tímabilum, stundum töluvert mikið en svo koma tímar þar sem umfangið er minna. Við erum nú að kortleggja þessar hreyfingar og kanna hver sé orsök þeirra,“ segir Þorsteinn. Að sögn Þorsteins hefur heildar­ sig í hlíðinni frá 1945 verið um og yfir 200 metrar, en það hefur verið mishratt milli ára. Brotsár í hlíðinni gengur eftir efstu brún hennar og má rekja hana frá um 4–500 m hæð að vestanverðu og upp í um 1.100 m hæð að austanverðu við jökulinn og er lengd sprungunnar um 2 til 2,5 km. Alls er svæðið sem er á hreyfingu um 0,8 til 1 km2 að flatarmáli. „Það er mjög mikilvægt að rannsaka og fylgjast með því sem er að gerast í hlíðum fyrir ofan hörfandi skriðjökla, því sagan segir okkur að við hörfun jökla getur stöðugleiki hlíða ofan við þá breyst og mikil hrun orðið.“ Getur orsakað miklar flóðbylgjur Hann segir víða hátta til með svip­ uðum hætti í hlíðum jökla sem eru að hopa vegna loftslagsbreytinga. Nýleg dæmi um hrun sem hafa fallið á jökla er t.d. frá árinu 2007 þegar mikið berghlaup féll á Morsárjökul. Hann bendir einnig á að fyrir framan marga jökla hafa og eru að myndast jökullón. „Ef þessi berghlaup falla í jökullón þá getur það orsakað miklar flóbylgjur líkt og gerðist við Steinsholtsjökul árið 1967,“ segir Þorsteinn. Nýleg uppgötvun á sprungu á Svínafellsheiði ofan við Svínafellsjökul sýnir ótvírætt að miklar breytingar eru að eiga sér stað í þessu umhverfi sem verður að rannsaka og fylgjast með. Þrálát skjálftavirkni Í fyrrasumar var farið upp í norður­ hlíð Tungnakvíslarjökuls og GPS­ tæki komið fyrir. Þorsteinn segir að Víkurvagnar ehf. – Hyrjarhöfði 8. – 110 Reykjavík Sími 577-1090 – www.vikurvagnar.is – sala@vikurvagnar.is STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI MIKIÐ ÚRVAL KERRUVARAHLUTA VÍKURVAGNAR EHF. RAFMAGNSBÚNAÐUR BREMSUR BEISLI DEKK LJÓS LED LJÓS Horft út úr þyrlu Gæslunnar og yfir að Tungnakvíslarjökli. „Fimm rafgeymum þurftum við að koma síðasta spölinn að stöðinni.“ Á myndinni eru þeir Halldór Geirsson og Sveinbjörn Steinþórsson.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.