Bændablaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. júlí 202034 UTAN ÚR HEIMI Skuggaleg herlirfa nálgast Evrópu Líklegt er að amerísk kornugla, öðru nafni herlirfa, festi rætur í Evrópu á þessu ári en í hlýju veðurfari fjölgar hún sér sexfalt á einu ári. Nú spá sérfræðingar því að kornuglan, sem er mölur, að aðeins tímaspursmál sé hvenær hún nái fótfestu í Evrópu. Ef lirfan er ekki nú þegar komin til Evrópu þá er reiknað með að á þessu ári komi hún til Ítalíu. Lirfan er upprunalega frá Mið- og Suður- Ameríku en hefur dreift sér til Afríku og þaðan til Asíu. Í Kína er nú þegar mikill skaði af kornuglunni. Skordýrið hefur vetrarsetu á hlýjum suðrænum stöðum en getur flutt sig yfir stór svæði. Ef hún á að lifa af á Norðurlöndunum yrði það einna helst í gróðurhúsum því hún þolir ekki frost. /ehg – Landbrugsavisen • Lirfan gengur undir mörgum nöfnum, meðal annars herlirfa og herormar. • Þrátt fyrir nafnið er hún mölur. • Lirfan getur sexfaldað sig á einu ári ef í hlýju loftslagi en tvöfald- að sig í köldu veðurfari. • Kvenkyns lirfan setur upp undir 1000 egg. • Lirfurnar lifa á og ráðast á yfir 80 mismunandi uppskerutegundir, helst gras og maís. Amerísk kornugla – Spodoptera frugiperda Herlirfan étur allt sem að kjafti kemur. Herlirfan, eða herormurinn, Spodoptera frugiperda, gengur undir ýmsum nöfnum milli landa. Lirfan sjálf er afkvæmi möl- flugu sem Svíar kalla maísflugu og lirfuna „Höstarmélarven“, en Norðmenn kalla fluguna „Majsugle“, eða kornuglu. Þá er fyrirbærið líka kallað haust-her- ormur á ensku líkt og á sænsku. Herlirfan er upprunnin í Mið- Ameríku og hefur verið skæð bæði í Bandaríkjunum og suður til Argentínu. Frá Suður-Ameríku barst hún til Afríku á sjötta áratug síðustu aldar. Þá hefur hún einnig náð fótfestu í Asíu. Nú óttast sér- fræðingar að hlýnandi loftslag leiði til þess að mölflugan nái líka fót- festu í Evrópu og að herlirfan geti valdið evrópskum bændum miklum skaða. Í raun eru til margar tegundir af því sem nefnt hefur verið herlirfa, en þekktar eru um 160.000 tegundir af mölflugum. Tegundinni Spodoptera, sem er sögð af Notuidae-ætt, var fyrst lýst af franska lögfræðingn- um og skordýrafræðingnum Achille Guenée árið 1852. Gróflega hafa 30 tegundir herlirfa verið skilgreindar í sex heimsálfum. Eins og Bændablaðið hefur áður greint frá þá hefur plága herlirfa herjað á maísakra í Suður-Afríku og öðrum löndum í sunnanverðri Afríku. Uppskerubrestur af völdum plágunnar er gríðarlegur. Eftir að lirfurnar skríða úr eggi geta þær valdið miklum skemmd- um á maís og mörgum fleiri nytja- tegundum og uppskerubresti á stórum svæðum. Löndin sem verst hafa komið út úr slíkum plágum eru Suður-Afríka, Sambía, Malaví og Simbabve. /HKr./VH Spodoptera frugiperda: Herlirfan var fyrst skilgreind 1852 Spodoptera frugiperda. Herlirfa. Mataræði á tímum víkinganna kannað Norskir vísindamenn vinna nú að stóru samstarfsverkefni til að komast betur að því hvað felst í hinni gömlu matarmenningu og hvað víkingarnir borðuðu á sínum tíma. Pottréttir, súpur, grillaðir grísir, grautar og brauð er meðal annars það sem víkingarnir létu ofan í sig. Þegar haldnar voru veislur var skilyrði að hafa nægi- legt af mat og bjór á borðum. Anneleen Kool er grasafræðingur við náttúruminjasafnið í Noregi og hún telur að víkingarnir hafi notað plöntur í meira mæli í matargerð en vitað hefur verið fram til þessa. Hún, ásamt samstarfsfólki sínu, vinnur að stóru verkefni til að fá meiri kunnáttu á því hvernig plöntur voru notaðar í matargerð fyrir yfir þús- und árum síðan. Lítið er um skrif- legar heimildir frá víkingatímanum. Upplýsingar geta legið í gömlum hefðum og fornleifauppgröftrum og jafnvel í örnefnum. „Hefðirnar vísindalega sýna að algengt er að horfa á sambandið milli dýra og fólks en ekki sambandið við plöntur í matargerð. Við horfum í hvort hægt sé að rekja plöntur til baka á ákveðnum svæðum en þá leggjum við upplýsingarnar inn í sömu tegund af módelum sem við notum til að rannsaka þróun á dýrum og plöntum. Í staðinn fyrir að nota DNA notum við kunnáttu um plöntur þar sem tungumál er okkar aðstoðartæki,“ segir Anneleen. Allur hluti hvannarinnar nýttur Í víkingagarðinum í grasagarðinum í Tøyen í Noregi vaxa plöntur sem vísindamenn telja að hafi verið not- aðar á þessum tíma. Þar er hvorki að finna kartöflur, gúrkur, gulrætur eða tómata. Slík matvæli komu töluvert síðar inn. „Ein af þeim plöntum sem við höfum safnað mikilli kunnáttu um er hvönnin en þessa kraftalegu plöntu er auðvelt að dæma sem lítið fagur- fræðilega fjallaplöntu. Það bendir þó allt til þess að þetta hafi verið mik- ilvægt grænmeti á tímum víking- anna. Bæði blöðin og stilkurinn voru notuð, jafnvel ræturnar líka. Bragðið er sérstakt, stilkurinn minnir á sápu eða sellerí og bragðið er betra áður en plantan fer að blómstra,“ útskýrir Anneleen og segir jafnframt: „Frostaþingslögin voru skrifuð og safnað inn í kringum 1000–1200 og í þeim stendur; „ef maður gengur í annars manns laukgarð eða hvannar- garð, er sá hinn sami réttindalaus“. Það bendir til þess að það var algengt að rækta hvönn og lauk á bæjunum. Hvönnin kemur einnig við sögu í Íslendingasögunum. Í sögunni um Ólaf Tryggvason stendur að hann hafi tekið með sér hvannarstilk til drottningar sinnar, Tyra. Hún blíðkaðist ekki við það því henni fannst þetta undarleg gjöf og þar að auki var ekki til hvönn í Danmörku, þaðan sem hún kom.“ Laukur notaður við greiningar Við fornleifauppgröft hafa fundist gamlar baunategundir og líklegt er að þær hafi verið ræktaðar á tímum víkinganna ásamt lauk. Í mörgum rúnaskriftum má sjá að stendur; „bjór, lín og laukur“. „Það eru svæði við ströndina þar sem sandlaukur, sem er í ætt við hvítlauk, finnst í miklu magni. Það er kenning um að þessi lauk- ur hafi verið notaður á tímum víkinga ásamt sigurlauk sem er mikið af í Lofoten, rétt við gamalt víkingaþorp. Líklegt er að blöðin hafi verið borðuð. Rannsóknir frá Svíþjóð benda til þess að einnig hafi verið algengt að neyta guls lauks. Fundist hafa fræ hvítlauks í York í Englandi frá þessum tíma en laukur var notaður til greiningar. Þeir bjuggu til lauksúpu og gáfu fólki sem hafði verið stungið með sverði í magann. Ef sárið lyktaði af lauk var það tákn um að ekki væri hægt að bjarga manneskjunni því þá var gat á þörmunum. Þannig að laukur var bæði fæða og notuð í lyfja- og greiningartilgangi,“ segir Anneleen og bætir við: „Nytjaplantan vallhumall var mikilvægur fyrir víkingana sem lengi vel var notuð til bjór- gerðar. Víða í Noregi má finna nafn plöntunnar á ólíkum mál- lýskum sem bendir til að hún hafi verið notuð sem humla. Frjókornagreiningar sýna að komið var með vallhumal til Grænlands frá Noregi á víkinga- tímum. Við höfum fundið margar mismunandi tegundir plantna í kringum víkingaþorpin.“ Svæðisbundinn munur í mataræði Íslendingurinn Jón Viðar Sigurðs son er prófessor í sögu við háskólann í Osló og sérfræðingur í miðöldum og víkingatímanum. Hann hefur ákveðna vitneskju um mataræði þess tíma. „Korn var mjög mikilvægt og dag- lega á borðum en það bendir margt til þess að stríðsmenn hafi borðað meira kjöt. Víkingarnir voru með kýr sem gáfu þeim bæði mjólk og kjöt sem var mikilvæg næring og búið var til smjör, súrmjólk og ostar. Sumir voru einnig með svín og hænur. Kindur voru einnig mikilvægar til að fá ull til fata- og seglgerðar og kjötið var einnig borðað,“ segir Jón Viðar sem undirstrikar að á þessum tíma má sjá svæðisbundinn mun: „Fyrir norðan var borðað meira af fiski en þar var og er erfiðara að framleiða korn. Líklegt er að kornið fyrir norðan hafi verið meira notað til bjórgerðar en það var mjög mikilvægt að framleiða mikið af drykkjum með alkóhóli. Fyrir norðan borðuðu vík- ingarnir mikið hreindýrakjöt en fleira var nýtt af dýrinu eins og feldurinn og hornin. Fuglar voru einnig veiddir en stærstu dýrin, eins og elgir og birn- ir, var einungis elítan sem gat veitt. Víkingarnir söfnuðu einnig berjum, sveppum og hnetum úr skóginum. Allt sem hægt var að borða var nýtt og engum mat var hent. Einnig sjáum við að félagslegur munur var gríðar- mikill þannig að allir höfðu ekki sömu möguleika á besta matnum á þessum tíma.“ Víkingarnir skrifuðu ekkert niður og því er erfiðara að komast að því hvað borðað var á þessum tíma en frá öðrum menningarskeiðum. Rannsóknarteymi Annelen vonast því til að rannsókn þeirra geti varp- að ljósi á meiri kunnáttu um gamlar matarhefðir sem hafa gleymst. /ehg – forskning.no Þegar haldnar voru veislur á tímum víkinganna var skilyrði að hafa nægilegt af mat og bjór á borðum. Mynd / Authentic Nordic Lifestyle Experiences Matur víkinga er talinn hafa verið mjög fjölbreyttur. Pottréttir, súpur, grillaðir grísir, grautar og brauð er meðal annars það sem víkingarnir létu ofan í sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.