Bændablaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. júlí 2020 21 umsóknir fljótlega eftir verslunar- mannahelgi ef allt gengur vel. Svo vonandi náum við að úthluta aftur næsta vor en það er miðað við að úthluta einu sinni á ári.“ Vonast eftir góðum undirtektum Gréta María segir að stjórnin renni blint í sjóinn varðandi umsóknafjölda en vonandi fái Matvælasjóðurinn góðar undirtektir. Umsækjendur eigi ekki að gefast upp þótt þeir fái ekki styrkvilyrði í fyrstu atrennu. „Ég segi oft við fólk sem er að sækja um svona styrki að það sé ekki heimsendir að fá nei. Þá gefst oft tími til að gera umsóknina betri og reyna aftur. Það gæti orðið gríðarleg ásókn. Oft þegar umsóknir koma í annað eða þriðja skiptið þá eru þær orðnar betri. Þá hefur fólk fengið tíma til að melta þær og móta meira. Það munu allar umsóknir fá umsögn þannig að umsækjendur fá viðeig- andi rökstuðning fyrir ákvörðun sjóðsins.“ Verða einhverjir útundan? Bændur höfðu m.a. áhyggjur af því við niðurlagningu Framleiðnisjóðs að hætt yrði að veita styrki til atvinnu- þróunar og nýsköpunar á bújörðum. Gréta segir að þær áhyggjur séu óþarfar en að eðli Matvælasjóðsins sé þó annað en Framleiðnisjóðs. Til að mynda verði hætt að veita náms- og fræðslustyrki og A-úthlutanir Framleiðnisjóðs verði ekki vistaðar innan Matvælasjóðs. A-úthlutanir eru þróunarfjármunir búgreinanna en við endurskoðun rammasamnings land- búnaðarins verður ákveðið hvernig fyrirkomulagið verði í framtíðinni. Líklegast er talið að þeir fjármunir verði færðir inn í ráðuneytið og miðlað þaðan til þróunarverkefna búgreinanna. Sjóðurinn ekki deildaskiptur Í aðdraganda sameiningar kom það m.a. fram í áliti stjórnar Bændasamtakanna, að sjóðurinn yrði deildaskiptur. Menn óttuðust að það myndi halla á landbúnaðinn í samkeppni við sjávarútveginn. Í til- kynningu frá ráðuneytinu við stofnun sjóðsins kom fram að gætt yrði að skiptingu fjármagns til landbúnaðar og sjávarútvegs og að hún yrði með sambærilegum hætti og verið hefur. Gréta María segir að horfa þurfi á úthlutanir sjóðsins út frá verkefnum en síður út frá því hvort menn séu í sjávarútvegi eða landbúnaði. „Ég held að báðir aðilar hafi óttast að það myndi halla á sig. Ég tel að þetta sé eitthvað sem við þurfum að komast upp úr og horfa einfaldlega á það hvar mestu tækifærin liggja til verðmætasköpunar. Það þarf að meta verkefnin út frá því og ég hef enga trú á öðru en að það verði til jafns í sjávarútvegi eða landbúnaði. Fólk í báðum þessum greinum verður örugglega með flottar umsóknir. Ég held að þetta verði ekki vandamál.“ Nú styrkti Framleiðnisjóður margt fleira en matvælaframleiðslu. Mun Matvælasjóður einskorðast við mat- væli og tengda framleiðslu? „Já, til dæmis munum við ekki styrkja ferðaþjónustu á bújörðum. Því verður alveg hætt enda rúmast það ekki innan lagasetningarinnar um sjóðinn. Það er fyrst og fremst verið að horfa til matvælavinnslu og þeirra afurða sem falla til í framleiðslunni, hvernig hægt sé að nýta þær betur.“ En nú snýst landbúnaður um fleira en matvælaframleiðslu, t.d. fram- leiða bændur vörur úr æðardúni, hrossaræktendur þjálfa reiðhesta, loðdýrabændur framleiða skinn og skógarbændur rækta tré og vinna úr þeim ýmsar afurðir. „Þessar vörur myndu ekki rúm- ast inni í Matvælasjóðnum,“ segir Gréta. „Það er ekki nema eitthvað sem tengist matvælunum beint og væri mögulegt til dæmis í ferða- þjónustu. Við viljum auka verðmæti hráefnanna. Til dæmis geta fallið til hráefni í matvælavinnslu sem nýst geta í lyfjaþróun. Það eykur verðmæti afurðarinnar og væri því styrkhæft. Það hefur sýnt sig að það eru alltaf að spretta upp verkefni þar sem verið er að þróa afurðir sem hafa fallið til í framleiðslu hjá öðrum,“ segir Gréta María. Mun sjóðurinn veita námsmönnum í meistara- og doktorsnámi styrki? „Nei, það verða ekki eiginlegir náms- styrkir. Háskólar geta sótt um styrki til rannsókna og það tengist oft meist- ara- eða doktorsnemum. Þeir geta sótt um styrki til grunnrannsókna í Matvælasjóðinn.“ Það eru 500 milljónir til úthlutunar á þessu ári. Telur þú að það verði ekki handleggur að koma fjármununum út? „Nei, það eru vonbrigði ef við fáum ekki 200 umsóknir. Sjóðurinn er á fjárlögum og þess vegna er bara úthlutað til eins árs í senn. Við getum ekki skuldbundið sjóðinn með tveggja ára styrkjum því við vitum ekki hvað við höfum til um- ráða á næstu árum. En ég vona svo sannarlega að upphæðin á næsta ári verði sambærileg og á þessu. Það er löggjafans að ákveða í fjárlögum,“ segir Gréta María. Hún á ekki von á að fjármagn sem verði sett inn í Matvælasjóðinn verði minna en sett var í hina tvo sjóðina áður. „Vonandi er hagræðing fólgin í sameiningunni og umsýslukostnaður verður ekki hár.“ Fagfólk metur umsóknir Við úrvinnslu umsókna er stefnan að styðjast við fagráð sem leggja mat á gæði umsókna. Þessi fagráð er ekki búið að setja á laggirnar en það er í mótun að sögn Grétu Maríu. „Við munum sækja ráðgjöf til margra aðila þegar kemur að því að meta umsóknirnar, sérstaklega það sem varðar rannsóknir og þróun. Í AVS voru t.d. fagráð innan viðkomandi greina sem leitað var til.“ Stjórnin er skipuð til þriggja ára en í henni eru auk Grétu Maríu, Gunnar Þorgeirsson, bóndi í Ártanga og formaður BÍ, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Karl Frímannsson, fræðslustjóri á Akureyri og fyrrverandi aðstoðar- maður Kristjáns Þórs Júlíussonar. Að lokum hvetur Gréta María fólk til þess að kynna sér starfsemi Matvælasjóðsins sem sé fyrst og fremst ætlað að stuðla að nýsköpun. „Ég hvet alla til að sækja um í Matvælasjóðnum sem telja sig hafa eitthvað fram að færa eða eru með góða hugmynd. Á næstu dögum mun heimasíðan fara í loftið og þar verða upplýsingar um styrkveitingarnar. Þetta er spennandi verkefni og svo mörg tækifæri sem íslenskir mat- vælaframleiðendur þurfa að grípa,“ segir Gréta María Grétarsdóttir, for- maður stjórnar Matvælasjóðs. Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga Sími 588 8000 slippfelagid.is MÁLA Í SUMAR? VITRETEX á steininn. HJÖRVI á járn og klæðningar. Útimálning sem endist og endist Gréta María hélt erindi á ráðstefnu Matvælalandsins og Landbúnaðarklasans í fyrrahaust þar sem fjallað var um áhrif neyslubreytinga á matvælaframleiðslu. Mynd / TB Matvælasjóður Matvælasjóður mun hafa það hlutverk að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu mat- væla úr land- búnaði og sjáv- arútvegi. Sjóðurinn mun styrkja verðmæta- sköpun við framleiðslu, vinnslu og markaðssetningu matvæla og verður við úthlutun sérstök áhersla lögð á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og almennar aðgerðir til að bæta samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu. Matvælasjóður verður til með sameiningu Framleiðnisjóðs land- búnaðarins og AVS-rannsóknasjóðs í sjávarútvegi. Til stofnunar sjóðsins verður varið 500 m.kr. sem verður úthlutað á þessu ári. Við úthlutun þeirra fjármuna en einnig við frekari stefnumótun fyrir hinn nýja sjóð verður þess gætt að skipting fjármagns til landbúnaðar og sjávarútvegs verði með sambærilegum hætti og verið hefur. /Tilkynning á vef atvinnuvegaráðuneytisins AVS-rannsóknasjóður í sjávarútvegi Styrkir AVS-rannsóknasjóðs í sjávarútvegi eru til hagnýtra rann- sókna og ætlaðir einstaklingum, fyrirtækjum, rannsókna-, þróunar- og háskólastofnunum. Skammstöfunin AVS stendur fyrir Aukið virði sjávarafurða. Fjárheimildir sjóðsins nema rúmum 250 milljónum á ári. Framleiðnisjóður landbúnaðarins Framleiðnisjóður landbúnaðarins var stofnaður með lögum sem sett voru á Alþingi árið 1966. Hlutverk Framleiðnisjóðs er að veita styrki til framleiðniaukningar og hagræðingar í landbúnaði. Fjármagn til sjóðs- ins er tryggt í rammasamningi milli ríkisins og Bændasamtaka Íslands og er þar samið um heildarfjárveitingu til sjóðsins á ársgrundvelli. Umsækjendur koma úr röðum bænda, frá samvinnuhópum og aðilum innan rannsókna- og þróunargeirans. Einnig veitti sjóðurinn styrki til fræðslumála og í einhverjum tilvikum til viðfangsefna á sviði orkumála. Við ákvarðanatöku um úthlutanir til verkefna, sem hafa það að markmiði að stuðla að fjölgun atvinnutækifæra í sveit- um, njóta forgangs þau verkefni sem fela í sér verulega nýbreytni. Samkvæmt rammasamningi landbúnaðarins er 128 milljónum varið árlega til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.